Viðskipti erlent

Google metið á 22 þúsund milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höfuðstöðvar Google í Kalíforníu. Mynd/ afp.
Höfuðstöðvar Google í Kalíforníu. Mynd/ afp.
Hlutabréf í Google snarhækkuðu á föstudaginn þegar ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins var kynnt.

Fjárfestar stóðu í röð til að kaupa bréf í fyrirtækinu því að uppgjörið er eitt það besta í sögu fyrirtækisins. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hækkaði um tæp 13 prósent í tæpar 69 dali á hlut. Norski viðskiptavefurinn e24.no hefur reiknað út að þetta þýðir að Google hafi á innan við einum sólarhring aukið verðmæti sitt um rúma 22 milljarða bandaríkjadali. Það samsvarar 2600 milljörðum íslenskra króna.

Markaðsverð Google er þá um 192 milljarðar dala eða rúmir 22 þúsund milljarðar íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×