Viðskipti erlent

Spá mikilli fjölgun borgarbúa í Danmörku

Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá dönsku hagstofunnar mun fólki í borgum landsins fjölga gífurlega á næstu árum á kostnað landsbyggðarinnar.

Hagstofan gerir til dæmis ráð fyrir að íbúafjöldi Kaupmannahafnar muni aukast um 29% á næstu 30 árum þannig að þá verði næstum 700.000 manns búandi í borginni. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Kaupmannahafnar um 1.000 manns á mánuði að jafnaði yfir árið.

Reiknað er með að íbúafjöldi Árósa muni aukast um 24%, íbúafjöldi Álaborgar um 12% og íbúafjöldi Óðinsvéa um 9%.

Hinsvegar er reiknað með að mesta fólksfækkunin verði á Lálandi sem missa mun þúsundir af íbúum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×