Viðskipti erlent

ECB hækkar stýrivexti eins og vænst var

Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í dag eins og vænst var. Þar með eru stýrivextir bankans komnir í 1,5% og hafa ekki verið hærri síðan í mars 2009.

Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri ECB hafði gefið þessa vaxtahækkun í skyn undanfarna mánuði þar sem verðbólgan er að komast á skrið í evrulöndunum.  Aðrir vextir ECB hækkuðu svipað og stýrivextirnir.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að fastlega megi búast við að danski seðlabankinn fylgi í kjölfar ECB síðar í dag með svipaðri hækkun sinna stýrivaxta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×