Rólegt í Dölunum Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2011 13:04 Mynd af www.svfr.is Það er rólegt yfir veiðinni í Dölunum þessa stundina. Þó tvöfaldaði síðata holl veiðina í Krossá þegar að níu laxar fengust á tvær stangir. Það hefur verið rólegt yfir laxveiðiánum í Dölum það sem af er, en árnar eru svo sem ekki þekktar fyrir mikla snemmsumarsveiði. Úr krossá eru komnir 18 laxar, sem er vel við unandi. Síðasta holl var eins og áður segir með níu laxa, þar af tvo yfir 80 cm. Laxá í Dölum hefur verið afspyrnu róleg þrátt fyrir góða vatnsstöðu. Aðeins voru komnir 15 laxar á land í gærkveldi, en bót í máli að talsvert gekk af nýjum fiski í gær og vænir laxar í aflanum. Enn höfum við ekki fengið fréttir úr Fáskrúð. Eftir fyrstu tvö hollin voru komnir fimm laxar í bókina og væntanlega hefur bæst í hana á síðastliðnum fjórum dögum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði
Það er rólegt yfir veiðinni í Dölunum þessa stundina. Þó tvöfaldaði síðata holl veiðina í Krossá þegar að níu laxar fengust á tvær stangir. Það hefur verið rólegt yfir laxveiðiánum í Dölum það sem af er, en árnar eru svo sem ekki þekktar fyrir mikla snemmsumarsveiði. Úr krossá eru komnir 18 laxar, sem er vel við unandi. Síðasta holl var eins og áður segir með níu laxa, þar af tvo yfir 80 cm. Laxá í Dölum hefur verið afspyrnu róleg þrátt fyrir góða vatnsstöðu. Aðeins voru komnir 15 laxar á land í gærkveldi, en bót í máli að talsvert gekk af nýjum fiski í gær og vænir laxar í aflanum. Enn höfum við ekki fengið fréttir úr Fáskrúð. Eftir fyrstu tvö hollin voru komnir fimm laxar í bókina og væntanlega hefur bæst í hana á síðastliðnum fjórum dögum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði