Fluguveiði ekki bara karlasport Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2011 13:08 Sigurbjörg Jóhanna með fallegar bleikjur úr Þingvallavatni Mynd af www.veidikortid.is Það er alltaf gaman að fá skemmtilegar veiðimyndir. Sigurbjörg Jóhanna er greinilega komin með lag á að veiða Þingvallableikjuna, en hún tók þessar tvær fallegu bleikjur þar þann 5. júlí s.l. í 17° hita kl. 8 um morguninn. Það er fátt sem toppar fallegan morgunn á Þingvöllum þegar bleikjan er á svæðinu. Fyrir þá sem vilja ná tökum á veiði í Þingvallavatni, þá er rétt að benda á að þann 17. júlí nk. stendur Veiðikortið fyrir námskeiði á Þingvöllum í samstarfi við Veiðiheim og Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Námskeiðið verður kynnt betur seinna í dag eða um helgina og því gott að benda vinum og kunningjum á að fylgjast vel með um helgina því það verður takmarkaður fjöldi þátttakenda. Eftir námskeiðið verða kennarar Veiðiheims fram eftir degi að aðstoða veiðimenn meðan þeir eru að komast af stað. Meira á www.veidikortid.is Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Af örlöxum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði
Það er alltaf gaman að fá skemmtilegar veiðimyndir. Sigurbjörg Jóhanna er greinilega komin með lag á að veiða Þingvallableikjuna, en hún tók þessar tvær fallegu bleikjur þar þann 5. júlí s.l. í 17° hita kl. 8 um morguninn. Það er fátt sem toppar fallegan morgunn á Þingvöllum þegar bleikjan er á svæðinu. Fyrir þá sem vilja ná tökum á veiði í Þingvallavatni, þá er rétt að benda á að þann 17. júlí nk. stendur Veiðikortið fyrir námskeiði á Þingvöllum í samstarfi við Veiðiheim og Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Námskeiðið verður kynnt betur seinna í dag eða um helgina og því gott að benda vinum og kunningjum á að fylgjast vel með um helgina því það verður takmarkaður fjöldi þátttakenda. Eftir námskeiðið verða kennarar Veiðiheims fram eftir degi að aðstoða veiðimenn meðan þeir eru að komast af stað. Meira á www.veidikortid.is
Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Af örlöxum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði