Loksins líf í Straumunum Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2011 09:53 Úr Straumunum Mynd: SVFR Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkvöldi. Þegar að veiðimenn bar að í hádeginu í gær voru aðeins komnir átta laxar í bókina. Straumarnir eru ármót Norðurár og Hvítár, en þegar að vatnsmagn er gott í Norðurá þá stoppar laxinn skemur í vatnamótunum. Þó geta Straumarnir verið góðir þegar að vatn er gott, en þá þarf að vera töluverð laxgengd. Svo virðist hafa verið raunin í gær þegar að stangirnar tvær fengu fimm laxa á eftirmiðdagsvaktinni. Voru þeir allt að 82 cm. Er við heyrðum í veiðimönnum í morgun þá voru þeir enn í fiski, og vonandi að Straumarnir séu komnir á gott ról. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Ágæt veiði í Svarfaðadalsá Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði
Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkvöldi. Þegar að veiðimenn bar að í hádeginu í gær voru aðeins komnir átta laxar í bókina. Straumarnir eru ármót Norðurár og Hvítár, en þegar að vatnsmagn er gott í Norðurá þá stoppar laxinn skemur í vatnamótunum. Þó geta Straumarnir verið góðir þegar að vatn er gott, en þá þarf að vera töluverð laxgengd. Svo virðist hafa verið raunin í gær þegar að stangirnar tvær fengu fimm laxa á eftirmiðdagsvaktinni. Voru þeir allt að 82 cm. Er við heyrðum í veiðimönnum í morgun þá voru þeir enn í fiski, og vonandi að Straumarnir séu komnir á gott ról. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Ágæt veiði í Svarfaðadalsá Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði