Tekur íslenska þjóðsönginn í gítarsólói Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. júní 2011 13:21 Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur. Þeir sem hafa hlustað á samnefnda frumraun sveitarinnar er kom út fyrir skemmstu vita að hér svífur hipparokkið yfir vötnum og auðheyrt að Óskar Logi hefur hlustað mikið á gítarhetjuna Jimi Hendrix. Óskar þekkir feril hans vel og er heillaður af framkomu hans á Woodstock hátíðinni þar sem Hendrix spilaði sig inn á spjöld sögunnar með því að taka bandaríska þjóðsönginn í gítarsólói. Óskar sér hér leik á borði og undirbýr að taka íslenska þjóðsönginn á Gaddstaðaflötum í svipuðum stíl og goðið hans gerði fyrir rétt rúmlega fjörtíu árum síðan á Woodstock. Hér fyrir ofan má sjá The Vintage Caravan flytja lagið Black Swan á tónleikum fyrr í mánuðinum. Hljómsveitin kemur fram á laugardagskvöldinu á Bestu útihátíðinni. Fylgist með The Vintage Caravan á Facebook. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur. Þeir sem hafa hlustað á samnefnda frumraun sveitarinnar er kom út fyrir skemmstu vita að hér svífur hipparokkið yfir vötnum og auðheyrt að Óskar Logi hefur hlustað mikið á gítarhetjuna Jimi Hendrix. Óskar þekkir feril hans vel og er heillaður af framkomu hans á Woodstock hátíðinni þar sem Hendrix spilaði sig inn á spjöld sögunnar með því að taka bandaríska þjóðsönginn í gítarsólói. Óskar sér hér leik á borði og undirbýr að taka íslenska þjóðsönginn á Gaddstaðaflötum í svipuðum stíl og goðið hans gerði fyrir rétt rúmlega fjörtíu árum síðan á Woodstock. Hér fyrir ofan má sjá The Vintage Caravan flytja lagið Black Swan á tónleikum fyrr í mánuðinum. Hljómsveitin kemur fram á laugardagskvöldinu á Bestu útihátíðinni. Fylgist með The Vintage Caravan á Facebook. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira