Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2011 20:56 Laxi sleppt í Blöndu á svæði 3 Mynd: www.lax-a.is Svæði 1 í Blöndu er að nálgast 200 laxana, voru komnir 191 á land í gær og e-ð bæst við síðan þá. Af svæði 3 er búið að skrá einhverja laxa en af svæðum 2 og 4 eru litlar fréttir. Líkast til hefur verið talsvert hark þar í kulda og leiðinda veðri. Svartá og Laxá á Ásum opna núna 1 júlí og er búið að sjá laxa í þeim báðum, haldist veður skaplegt má því búast við ágætum opnunum þar. Í Víðidalsá er talsvert af laxi og eru menn að sjá til fiska nokkuð víða, en taka er lítil og veðrið leiðinlegt og hamlar veiði mjög. Óstaðfestar fregnir herma að einhverjir laxar séu þegar komnir upp úr Brynjudalsá sem kemur ekki á óvart miðað við hve langt er síðan sást til laxa þar. Ytri Rangá hefur skilað 15 löxum og um 20 silungum, sumum hverjum afar vænum en veðrið hefur verið heldur hráslagalegt þar. Stóra Laxá og Syðri Brú opna í dag og vonandi höfum við einhverjar fréttir að færa þaðan þegar líður á daginn. Einhverjar stangir eru lausar flestum þessara svæða, upplýsingar má nálgast með því að skoða www.agn.is Stangveiði Mest lesið Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Svæði 1 í Blöndu er að nálgast 200 laxana, voru komnir 191 á land í gær og e-ð bæst við síðan þá. Af svæði 3 er búið að skrá einhverja laxa en af svæðum 2 og 4 eru litlar fréttir. Líkast til hefur verið talsvert hark þar í kulda og leiðinda veðri. Svartá og Laxá á Ásum opna núna 1 júlí og er búið að sjá laxa í þeim báðum, haldist veður skaplegt má því búast við ágætum opnunum þar. Í Víðidalsá er talsvert af laxi og eru menn að sjá til fiska nokkuð víða, en taka er lítil og veðrið leiðinlegt og hamlar veiði mjög. Óstaðfestar fregnir herma að einhverjir laxar séu þegar komnir upp úr Brynjudalsá sem kemur ekki á óvart miðað við hve langt er síðan sást til laxa þar. Ytri Rangá hefur skilað 15 löxum og um 20 silungum, sumum hverjum afar vænum en veðrið hefur verið heldur hráslagalegt þar. Stóra Laxá og Syðri Brú opna í dag og vonandi höfum við einhverjar fréttir að færa þaðan þegar líður á daginn. Einhverjar stangir eru lausar flestum þessara svæða, upplýsingar má nálgast með því að skoða www.agn.is
Stangveiði Mest lesið Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði