Frábært bleikjuskot í Hópinu Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2011 12:43 Flott veiði hjá Ólafi og Jakob í Hópinu Mynd: www.veidikortid.is Flest veiðivötn hafa farið heldur seinna á stað en venjulega sökum kulda. Hópið er það engin undantekning en það virðist sem að það sé eitthvað að taka við sér. Ólafur Sigfús Benediktsson frá Blönduósi sendi Veiðikortinu fregnir og myndir og við gefum honum bara orðið en myndirnar eru fyrir neðan: "Fórum í veiðiferð í Hópið 7. júní út á Björgin. Ágætis veður var þegar við mættum á svæðið um kl 10:30 en það fór fljótlega að blása köldu úr norðri á okkur eins og síðustu daga eða vikur. Við urðum strax varir við eitthvað líf og fljótlega voru 2 bleikjur komnar á land, eftir það var nokkuð rólegt hjá okkur. Við færðum okkur reglulega og köstuðum spúninum nokkrum sinnum á hverjum stað en það var lítið að gerast. Allt í einu fóru hlutirnir að gerast og á ca 40 mín veiddi ég 8 bleikjur og 2 sjóbirtinga. Alla fiskana veiddi ég á nákvæmlega sama staðnum og það var allt brjálað að gera. Við hættum um kl 15:00 og þá voru komnir 15 fallegir fiskar á land á bilinu 1-2 pund. Frábær veiðiferð í frekar köldu veðri." Hér má sjá fleiri myndir úr þessari veiðiferð https://veidikortid.is/Pages/16?NewsID=775 Birt með góðfúslegu leyfi Veiðikort.is Stangveiði Mest lesið Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði
Flest veiðivötn hafa farið heldur seinna á stað en venjulega sökum kulda. Hópið er það engin undantekning en það virðist sem að það sé eitthvað að taka við sér. Ólafur Sigfús Benediktsson frá Blönduósi sendi Veiðikortinu fregnir og myndir og við gefum honum bara orðið en myndirnar eru fyrir neðan: "Fórum í veiðiferð í Hópið 7. júní út á Björgin. Ágætis veður var þegar við mættum á svæðið um kl 10:30 en það fór fljótlega að blása köldu úr norðri á okkur eins og síðustu daga eða vikur. Við urðum strax varir við eitthvað líf og fljótlega voru 2 bleikjur komnar á land, eftir það var nokkuð rólegt hjá okkur. Við færðum okkur reglulega og köstuðum spúninum nokkrum sinnum á hverjum stað en það var lítið að gerast. Allt í einu fóru hlutirnir að gerast og á ca 40 mín veiddi ég 8 bleikjur og 2 sjóbirtinga. Alla fiskana veiddi ég á nákvæmlega sama staðnum og það var allt brjálað að gera. Við hættum um kl 15:00 og þá voru komnir 15 fallegir fiskar á land á bilinu 1-2 pund. Frábær veiðiferð í frekar köldu veðri." Hér má sjá fleiri myndir úr þessari veiðiferð https://veidikortid.is/Pages/16?NewsID=775 Birt með góðfúslegu leyfi Veiðikort.is
Stangveiði Mest lesið Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði