Trommari Sykurmolanna: Cyndi Lauper átti nokkuð góð lög 13. júní 2011 15:45 Sigtryggur var trommuleikari Sykurmolanna. Hann fór ekki á tónleika Cyndi Lauper í Hörpu í gær. Mynd/GVA „Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál," segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Í viðtali við Fréttablaðið segist hún hafa dýrkað Sykurmolana. „Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir söngkonan.„Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík" Sigtryggur hafði ekki heyrt af aðdáun Cyndi þegar fréttamaður náði tali af honum. „Hún var auðvitað mikill og flottur performer. Ég lá meira í einhverju öðru og hlustaði mikið á tónlist frá Afríku og Suður-Ameríku aðallega. Ég var ekki mikið að hlusta á breska og bandaríska tónlist. Það er bara staðreynd málsins en Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík."Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992. Mynd/GVASpurður hvort aðdáun söngkonunnar komi honum á óvart svarar Sigtryggur: „Já og nei. Ég spái aldrei í svona hluti í rauninni en það er bara gaman til þess að hugsa að Sykurmolarnir hafi haft áhrif á umhverfi sitt. Það stendur eiginlega upp úr og það er heiður og ánægja." Sigtryggur var ekki á tónleikunum í Hörpu og segir slíkt aldrei hafa staðið til. „Ég var að spila í Prag og Bergen á föstudag og laugardag með FM Belfast og Hjálmum. Þetta var tilfallandi en við vorum að safna efni. Við höfum verið að safna efni af íslenskum hljómsveitum að spila vítt og breitt.“ Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál," segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Í viðtali við Fréttablaðið segist hún hafa dýrkað Sykurmolana. „Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir söngkonan.„Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík" Sigtryggur hafði ekki heyrt af aðdáun Cyndi þegar fréttamaður náði tali af honum. „Hún var auðvitað mikill og flottur performer. Ég lá meira í einhverju öðru og hlustaði mikið á tónlist frá Afríku og Suður-Ameríku aðallega. Ég var ekki mikið að hlusta á breska og bandaríska tónlist. Það er bara staðreynd málsins en Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík."Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992. Mynd/GVASpurður hvort aðdáun söngkonunnar komi honum á óvart svarar Sigtryggur: „Já og nei. Ég spái aldrei í svona hluti í rauninni en það er bara gaman til þess að hugsa að Sykurmolarnir hafi haft áhrif á umhverfi sitt. Það stendur eiginlega upp úr og það er heiður og ánægja." Sigtryggur var ekki á tónleikunum í Hörpu og segir slíkt aldrei hafa staðið til. „Ég var að spila í Prag og Bergen á föstudag og laugardag með FM Belfast og Hjálmum. Þetta var tilfallandi en við vorum að safna efni. Við höfum verið að safna efni af íslenskum hljómsveitum að spila vítt og breitt.“
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira