Laxá í Kjós í góðum málum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2011 15:41 Mynd: www.hreggnasi.is Nú er aðeins vika þar til að laxveiði hefst í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiði hefur verið með ágætum undanfarin ár þrátt fyrir mikil þurrkasumur en að þessu sinni eru horfur allt aðrar og betri. Lax sást í Laxfossi og Kvíslarfossi fyrir hálfum mánuði og það sem mest er um vert er að snjóalög í fjöllum eru meiri en í háa herrans tíð. Þeir, sem gerst þekkja til mála, fullyrða að þótt ekki kæmi rigningardropi úr lofti í allt sumar þá verði vatnsbúskapurinn í lagi langt fram eftir sumri. Hér er linkur á myndband þar sem lax er að ganga upp Kvíslafoss. Það er alltaf jafn gaman að sjá þetta. https://hreggnasi.is/en/videos.html?task=play&id=10&sl=latest Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa ehf Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Af örlöxum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði
Nú er aðeins vika þar til að laxveiði hefst í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiði hefur verið með ágætum undanfarin ár þrátt fyrir mikil þurrkasumur en að þessu sinni eru horfur allt aðrar og betri. Lax sást í Laxfossi og Kvíslarfossi fyrir hálfum mánuði og það sem mest er um vert er að snjóalög í fjöllum eru meiri en í háa herrans tíð. Þeir, sem gerst þekkja til mála, fullyrða að þótt ekki kæmi rigningardropi úr lofti í allt sumar þá verði vatnsbúskapurinn í lagi langt fram eftir sumri. Hér er linkur á myndband þar sem lax er að ganga upp Kvíslafoss. Það er alltaf jafn gaman að sjá þetta. https://hreggnasi.is/en/videos.html?task=play&id=10&sl=latest Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa ehf
Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Af örlöxum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði