Fyrstu laxarnir komnir á land Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2011 11:41 Tekið á laxi við Stokkhylsbrot í Norðurá Fyrsti laxinn er kominn úr Norðurá. Það var Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem veiddi fyrsta laxinn á Stokkhylsbrotinu og það var 84 sentimetra löng nýgengin hrygna, líklega um 13-15 pund. Laxinn tók á heimasmíðaða flugu Ásmundar, sem nefnist Glaði tvíburinn. Laxinn kom á land um 9:15 eftir rétt um 20 mínútna viðureign en samkvæmt heimildum okkar hafa nokkrar laxar líka kvatt aðra veiðimenn eftir stutta baráttu. Það er gott vatn í Norðurá þessa dagana og veiðimenn sem eiga daga þar framundan á næstunni ættu að geta hlakkað til. Það er gífurlega mikill munur á ánni frá síðastliðnu sumri. En skilyrðin í morgun voru kannski ekki þau bestu, en það var 5 stiga hiti og rigning. En veiðimenn bölva rigninu seint svo að þetta gefur frekari bjartsýni um að það sé ekki annað þurrkasumar framundan. Veiði hófst einnig í Blöndu í morgun og eru það veiðifélagarnir Þórarinn Sigþórsson, Egill Guðjohnsen og Páll Magnússon sem meðal annars opnuðu þar í morgun. Samkvæmt okkar heimildum var það Páll Magnússon sem tók fyrsta fiskinn í morgun en það hefur ekki fengist staðfest klukkan hvað það var. Við skellum myndunum af þessum fyrstu löxum sumarsins um leið og þær berast. Stangveiði Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði
Fyrsti laxinn er kominn úr Norðurá. Það var Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem veiddi fyrsta laxinn á Stokkhylsbrotinu og það var 84 sentimetra löng nýgengin hrygna, líklega um 13-15 pund. Laxinn tók á heimasmíðaða flugu Ásmundar, sem nefnist Glaði tvíburinn. Laxinn kom á land um 9:15 eftir rétt um 20 mínútna viðureign en samkvæmt heimildum okkar hafa nokkrar laxar líka kvatt aðra veiðimenn eftir stutta baráttu. Það er gott vatn í Norðurá þessa dagana og veiðimenn sem eiga daga þar framundan á næstunni ættu að geta hlakkað til. Það er gífurlega mikill munur á ánni frá síðastliðnu sumri. En skilyrðin í morgun voru kannski ekki þau bestu, en það var 5 stiga hiti og rigning. En veiðimenn bölva rigninu seint svo að þetta gefur frekari bjartsýni um að það sé ekki annað þurrkasumar framundan. Veiði hófst einnig í Blöndu í morgun og eru það veiðifélagarnir Þórarinn Sigþórsson, Egill Guðjohnsen og Páll Magnússon sem meðal annars opnuðu þar í morgun. Samkvæmt okkar heimildum var það Páll Magnússon sem tók fyrsta fiskinn í morgun en það hefur ekki fengist staðfest klukkan hvað það var. Við skellum myndunum af þessum fyrstu löxum sumarsins um leið og þær berast.
Stangveiði Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði