Stórlax á land á land á urriðasvæðinu neðan virkjunar Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2011 10:00 Jón Eyfjörð um það bil að sleppa laxinum. Mynd Dagur Eyfjörð Jónsson. Þeir sem að egna fyrir urriðann á vorin í Laxá í Aðaldal neðan virkjunnar hafa eitt fram yfir félaga sína sem veiða þar fyrir ofan. Þeir geta sett í stórlaxa og það gerðist einmitt í dag. Jón Eyfjörð Friðriksson, einn okkar þremenninga sem reka þennan vef er jafn framt umsjónarmaður urriðaveiða á svæðum Laxárfélagsins að einhverju leyti. Hann hefur verið vakinn og sofinn að undanförnu við að koma viðskiptavinum sínum í fisk. Það hefur verið erfitt sökum kulda, en menn hafa þó kroppað og það hefur ekki spillt að fiskarnir eru yfir höfuð stórir. En svo kom pása frá vinnunni og Jón ók rakleiðis að Breiðeyri til að taka nokkur köst. Þegar hann rakti út línuna, fannst honum taumurinn ekki nógu sannfærandi,eitthvað trosnaður, þannig að hann klippti hann af og fór að gramsa eftir taumrúllunni. Þessari með 8 pundunum. En hann fann hana ekki og hálf pirraður hnýtti hann þess í stað undir 15 punda taum og hafði stórar áhyggjur af því að þetta væri nú allt of svert. Meira um þetta á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3849 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Af stórlöxum í Nesi Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Ennþá fullt af laxi í Urriðafossi Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Þeir sem að egna fyrir urriðann á vorin í Laxá í Aðaldal neðan virkjunnar hafa eitt fram yfir félaga sína sem veiða þar fyrir ofan. Þeir geta sett í stórlaxa og það gerðist einmitt í dag. Jón Eyfjörð Friðriksson, einn okkar þremenninga sem reka þennan vef er jafn framt umsjónarmaður urriðaveiða á svæðum Laxárfélagsins að einhverju leyti. Hann hefur verið vakinn og sofinn að undanförnu við að koma viðskiptavinum sínum í fisk. Það hefur verið erfitt sökum kulda, en menn hafa þó kroppað og það hefur ekki spillt að fiskarnir eru yfir höfuð stórir. En svo kom pása frá vinnunni og Jón ók rakleiðis að Breiðeyri til að taka nokkur köst. Þegar hann rakti út línuna, fannst honum taumurinn ekki nógu sannfærandi,eitthvað trosnaður, þannig að hann klippti hann af og fór að gramsa eftir taumrúllunni. Þessari með 8 pundunum. En hann fann hana ekki og hálf pirraður hnýtti hann þess í stað undir 15 punda taum og hafði stórar áhyggjur af því að þetta væri nú allt of svert. Meira um þetta á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3849 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Af stórlöxum í Nesi Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Ennþá fullt af laxi í Urriðafossi Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði