Vicky að klára nýja plötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2011 11:01 Rokkhljómsveitin Vicky er að leggja lokahönd á sína aðra breiðskífu sem mun bera nafnið Cast a Light. Sveitin vakti töluverða athygli hér heima sem erlendis fyrir frumraun sína Pull Hard. Sveitin sleppti nýverið lausu laginu Feel Good sem er kassagítarsdrifinn poppslagari og nokkuð ólíkt þeim hamrandi gítarhljóm sem sveitin hefur verið þekkt fyrir. Karlotta Laufey Halldórsdóttir, gítarleikari, segir sveitina hafa þróast þónokkuð frá því að frumraunin kom út. "Nýja platan er aðeins poppaðri en Pull Hard," segir hún. "En samt höldum við í einnig í þungann sem var í gamla efninu, svo Feel Good gefur svona keiminn af þessari blöndu." Nýja platan var hljóðrituð um páskana í Tankinum á Önundarfirði en bandaríkjamaðurinn Jason Allen hefur stjórnað upptökum. Hann tók svo upptökurnar með sér vestur þar sem hann vinnur í hljóðverinu Blasting Room við að hljóðblanda nýja gripinn. Cast a Light er væntanleg í búðir með sumrinu. Nýtt efni með Vicky verður flutt í þættinum Vasadiskó á X-inu næsta sunnudag. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Rokkhljómsveitin Vicky er að leggja lokahönd á sína aðra breiðskífu sem mun bera nafnið Cast a Light. Sveitin vakti töluverða athygli hér heima sem erlendis fyrir frumraun sína Pull Hard. Sveitin sleppti nýverið lausu laginu Feel Good sem er kassagítarsdrifinn poppslagari og nokkuð ólíkt þeim hamrandi gítarhljóm sem sveitin hefur verið þekkt fyrir. Karlotta Laufey Halldórsdóttir, gítarleikari, segir sveitina hafa þróast þónokkuð frá því að frumraunin kom út. "Nýja platan er aðeins poppaðri en Pull Hard," segir hún. "En samt höldum við í einnig í þungann sem var í gamla efninu, svo Feel Good gefur svona keiminn af þessari blöndu." Nýja platan var hljóðrituð um páskana í Tankinum á Önundarfirði en bandaríkjamaðurinn Jason Allen hefur stjórnað upptökum. Hann tók svo upptökurnar með sér vestur þar sem hann vinnur í hljóðverinu Blasting Room við að hljóðblanda nýja gripinn. Cast a Light er væntanleg í búðir með sumrinu. Nýtt efni með Vicky verður flutt í þættinum Vasadiskó á X-inu næsta sunnudag.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira