Líf í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2011 16:00 Síðasta helgi var frábær til veiða við Elliðavatn Elliðavatn opnaði í lok apríl en fátt hefur verið í fréttum frá veiðimönnum þaðan. Risjótt veðurfar hefur sett strik í reikninginn en líka sú staðreynd að margir veiðimenn halda sig við gamla hefð og byrja ekki í vatninu fyrr en 1. maí sem var alltaf opnunardagsetning vatnsins hér áður. En síðasta helgi var þó frábær til veiða og þá sérstaklega sunnudagsmorguninn. Mikið af fiski var að vaka við gömlu engjarnar og nokkrir veiðimenn voru á stangli við vatnið. Ekki hefur frést af miklum aflabrögðum nema þó helst hjá einum sem var við veiðar fyrir neðan Kríunes og var sá kominn með um 20 silunga, bæði urriða og bleikjur eftir aðeins um 3 tíma veiði. Hann var mættur eldsnemma um morguninn og var að hætta veiðum þegar Veiðivísi bar að garði. Allt var þetta tekið á flugu og meira að segja nokkrir á þurrflugu. Við Stífluna var mikið af fiski að vaka en hann tók mjög illa. Framundan er ágætis veðurspá fyrir Elliðavatn svo það má reikna með frekari fregnum þaðan en aðaltíminn í vatninu hefur oft verið talinn frá miðjum maí fram í miðjan júní. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði
Elliðavatn opnaði í lok apríl en fátt hefur verið í fréttum frá veiðimönnum þaðan. Risjótt veðurfar hefur sett strik í reikninginn en líka sú staðreynd að margir veiðimenn halda sig við gamla hefð og byrja ekki í vatninu fyrr en 1. maí sem var alltaf opnunardagsetning vatnsins hér áður. En síðasta helgi var þó frábær til veiða og þá sérstaklega sunnudagsmorguninn. Mikið af fiski var að vaka við gömlu engjarnar og nokkrir veiðimenn voru á stangli við vatnið. Ekki hefur frést af miklum aflabrögðum nema þó helst hjá einum sem var við veiðar fyrir neðan Kríunes og var sá kominn með um 20 silunga, bæði urriða og bleikjur eftir aðeins um 3 tíma veiði. Hann var mættur eldsnemma um morguninn og var að hætta veiðum þegar Veiðivísi bar að garði. Allt var þetta tekið á flugu og meira að segja nokkrir á þurrflugu. Við Stífluna var mikið af fiski að vaka en hann tók mjög illa. Framundan er ágætis veðurspá fyrir Elliðavatn svo það má reikna með frekari fregnum þaðan en aðaltíminn í vatninu hefur oft verið talinn frá miðjum maí fram í miðjan júní.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði