Öxarárurriði heimtur eftir níu ár frá merkingu 10. maí 2011 00:01 Veiðimaðurinn, Hinrik Óskarsson með fenginn góða. Nýverið bárust upplýsingar um að veiðst hafi urriði með númeruðu plastmerki í Þingvallavatni. Urriðinn, sem veiddist á flugu við tanga austan við ós Öxarár, var 92 cm löng hrygna, en þar sem honum var sleppt var hann ekki veginn. Miðað við holdafar fisksins af myndum að dæma hefur hann verið a.m.k. 10 kg. Fiskur þessi var veiddur í Öxará haustið 2002 til hrognatöku og sleppt aftur merktum í ána. Hann var þá 57,5 cm langur og 2,4 kg að þyngd. Af greiningu hreisturs mátti sjá að urriðinn var þá 7 ára og var að koma í fyrsta sinn til hrygningar. Við heimtu nú er þessi urriði því 16 ára og er það elsti urriði úr Þingvallavatni sem komið hefur til greiningar á Veiðimálastofnun. Urriðinn hafði vaxið um 35,5 cm og bætt við sig u.þ.b. 7,6 kg sem gerir að jafnaði 4,3 cm og 950 g á ári. Þekkt er að Þingvallaurriðar geti orðið langlífir, fá dæmi þekkjast þó af aldursgreindum urriðum eldri en 10–12 ára. Það gerist þó af og til, í júní árið 1948 veiddist 88 cm og 10,3 kg urriði í vatninu sem var greindur 15 ára af hreistri og árið 1957 kom annar 14 ára, hann var þó smærri, 80,5 cm og 5,1 kg. Frétt af veidimal.is Stangveiði Mest lesið Frábær veiði á ION svæðinu Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði
Nýverið bárust upplýsingar um að veiðst hafi urriði með númeruðu plastmerki í Þingvallavatni. Urriðinn, sem veiddist á flugu við tanga austan við ós Öxarár, var 92 cm löng hrygna, en þar sem honum var sleppt var hann ekki veginn. Miðað við holdafar fisksins af myndum að dæma hefur hann verið a.m.k. 10 kg. Fiskur þessi var veiddur í Öxará haustið 2002 til hrognatöku og sleppt aftur merktum í ána. Hann var þá 57,5 cm langur og 2,4 kg að þyngd. Af greiningu hreisturs mátti sjá að urriðinn var þá 7 ára og var að koma í fyrsta sinn til hrygningar. Við heimtu nú er þessi urriði því 16 ára og er það elsti urriði úr Þingvallavatni sem komið hefur til greiningar á Veiðimálastofnun. Urriðinn hafði vaxið um 35,5 cm og bætt við sig u.þ.b. 7,6 kg sem gerir að jafnaði 4,3 cm og 950 g á ári. Þekkt er að Þingvallaurriðar geti orðið langlífir, fá dæmi þekkjast þó af aldursgreindum urriðum eldri en 10–12 ára. Það gerist þó af og til, í júní árið 1948 veiddist 88 cm og 10,3 kg urriði í vatninu sem var greindur 15 ára af hreistri og árið 1957 kom annar 14 ára, hann var þó smærri, 80,5 cm og 5,1 kg. Frétt af veidimal.is
Stangveiði Mest lesið Frábær veiði á ION svæðinu Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði