The Kills - Blood Pressures (2011) Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. apríl 2011 00:01 "Ok... geisp-AAAAA" Blood Pressures er fjórða breiðskífa þeirra frá því að þau hófu að geta af sér afkvæmi árið 2003. Strax eftir aðra plötuna varð ljóst að hér væri svalt band á ferð. Nægilega svo til þess að afla sér ágætis aukatekna með sölu laga sinna í gallabuxnaauglýsingar og svoleiðis. Þau hafa það fínt. Eftir að Kate Moss fékk svo leið á aulaskapnum í Pete Doherty réð hún Jamie Hince í stöðu skítuga poppprinssins. Hann virðist hafa valdið því starfi töluvert betur og virðist vera með toppstykkið skrúfað þónokkuð betur á. Sem sagt bolurinn þekkir Jamie líklegast best af kvenkosti hans frekar en tónlist. Ef dæma á fólk út frá hegðun er nokkuð ljóst að Kate Moss stígur ekkert svo hátt í vitið. En hún virðist hafa frábæran tónlistarsmekk. Persónulega finnst mér Pete Doherty hæfileikaríkur fjandi og það er Jamie líka. The Kills hefur aldrei á sínum ferli gefið út slappa plötu - og hún er ekki að byrja á því núna. Blood Pressures er ekki eins gróf og fyrri verk. Slípaðri þegar kemur að vinnslu en dúóið nær að viðhalda sömu orku þegar kemur að lagasmíðum og flutning. Í þetta skiptið er búið bæta við smá skrauti hér og þar - eins og í lögunum Heart is a Beating og Nail in my Coffin - má heyra smelli eins og úr borðtenniskúlu. Ótrúlegt en satt passar borðtennis og blús vel saman. Þrjú ár eru liðin frá því að The Kills gaf út síðustu plötu Midnight boom sem þótti sérstaklega vel heppnuð. Þar varð stefnubreyting hjá sveitinni úr þunglyndislegri og blúsaðri nýbylgju yfir í ögn glaðlegri en þó blúsuðu indípoppi. Þessi nýja plata er í sama dúr. Augljóslega hefur sambandið milli þeirra Alison og Jamie breyst frá því að samstarf þeirra hófst. Síðan 2008 hefur Alison t.d. gefið út tvær plötur ásamt hinni hljómsveitinni sinni The Dead Weather sem hefur farið á flug. Gárungar spá því þess vegna að þessi plata hér gæti hugsanlega orðið svanasöngur The Kills. Ef svo er - þá hættir sveitin á uppsveiflunni. Blood Pressures er plata sem vex með hverri hlustun. Hér er aragrúi af góðum lögum og hlustandinn ætti aldrei að fá þá tilfinningu að það sé verið að bera eitthvað uppfyllingarefni á borð fyrir hann. Engin tuska í andlitið en þægilega góð og nægilega svöl til þess að tryggja að hún lifi eitthvað út eftir ári. 4 stjörnur / af 5 mögulegum helstu lög: Future Starts Slow Satellite Heart is a Beating Drum Nail in My Coffin DNA Baby SaysThe Kills - Heart is a beating Drum Tónlist Vasadiskó Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
"Ok... geisp-AAAAA" Blood Pressures er fjórða breiðskífa þeirra frá því að þau hófu að geta af sér afkvæmi árið 2003. Strax eftir aðra plötuna varð ljóst að hér væri svalt band á ferð. Nægilega svo til þess að afla sér ágætis aukatekna með sölu laga sinna í gallabuxnaauglýsingar og svoleiðis. Þau hafa það fínt. Eftir að Kate Moss fékk svo leið á aulaskapnum í Pete Doherty réð hún Jamie Hince í stöðu skítuga poppprinssins. Hann virðist hafa valdið því starfi töluvert betur og virðist vera með toppstykkið skrúfað þónokkuð betur á. Sem sagt bolurinn þekkir Jamie líklegast best af kvenkosti hans frekar en tónlist. Ef dæma á fólk út frá hegðun er nokkuð ljóst að Kate Moss stígur ekkert svo hátt í vitið. En hún virðist hafa frábæran tónlistarsmekk. Persónulega finnst mér Pete Doherty hæfileikaríkur fjandi og það er Jamie líka. The Kills hefur aldrei á sínum ferli gefið út slappa plötu - og hún er ekki að byrja á því núna. Blood Pressures er ekki eins gróf og fyrri verk. Slípaðri þegar kemur að vinnslu en dúóið nær að viðhalda sömu orku þegar kemur að lagasmíðum og flutning. Í þetta skiptið er búið bæta við smá skrauti hér og þar - eins og í lögunum Heart is a Beating og Nail in my Coffin - má heyra smelli eins og úr borðtenniskúlu. Ótrúlegt en satt passar borðtennis og blús vel saman. Þrjú ár eru liðin frá því að The Kills gaf út síðustu plötu Midnight boom sem þótti sérstaklega vel heppnuð. Þar varð stefnubreyting hjá sveitinni úr þunglyndislegri og blúsaðri nýbylgju yfir í ögn glaðlegri en þó blúsuðu indípoppi. Þessi nýja plata er í sama dúr. Augljóslega hefur sambandið milli þeirra Alison og Jamie breyst frá því að samstarf þeirra hófst. Síðan 2008 hefur Alison t.d. gefið út tvær plötur ásamt hinni hljómsveitinni sinni The Dead Weather sem hefur farið á flug. Gárungar spá því þess vegna að þessi plata hér gæti hugsanlega orðið svanasöngur The Kills. Ef svo er - þá hættir sveitin á uppsveiflunni. Blood Pressures er plata sem vex með hverri hlustun. Hér er aragrúi af góðum lögum og hlustandinn ætti aldrei að fá þá tilfinningu að það sé verið að bera eitthvað uppfyllingarefni á borð fyrir hann. Engin tuska í andlitið en þægilega góð og nægilega svöl til þess að tryggja að hún lifi eitthvað út eftir ári. 4 stjörnur / af 5 mögulegum helstu lög: Future Starts Slow Satellite Heart is a Beating Drum Nail in My Coffin DNA Baby SaysThe Kills - Heart is a beating Drum
Tónlist Vasadiskó Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira