Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni 19. maí 2011 12:03 Lars Von Trier ásamt leikkonunum Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr mynd þeirra, Melancholia. Neðar í fréttinni er hlekkur á blaðamannafundinn fræga. Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. Ummælin fóru afar illa í aðstandendur hátíðarinnar sem og leikara nýjustu myndar Lars sem heitir Melancholia. Lars sagði eftir á að ummælin hefðu verið grín en svo virðist sem það hafi ekki nægt aðstandendum hátíðarinnar sem gáfu út yfirlýsingu í morgun um að nærveru Lars væri ekki óskað á hátíðinni og að hann væri vinsamlegast beðinn um að hafa sig á brott fyrir hádegi í dag. Mynd Lars verður þó áfram sýnd á hátíðinni en hún hefur fengið frekar slæma dóma, þá sérstaklega hjá breska stórblaðinu The Guardian sem sagði myndina beinlínis leiðinlega. Þess má geta að Lars hefur verið sigursæll á hátíðinni. Árið 2000 sigraði hann með myndinni Dancer in the dark og að auki fékk Björk Guðmundsdóttir verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni.Hér er hægt að horfa á blaðamannafundinn þar sem ummælin féllu. Þau eru sögð á 36 mínútu. Cannes Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. Ummælin fóru afar illa í aðstandendur hátíðarinnar sem og leikara nýjustu myndar Lars sem heitir Melancholia. Lars sagði eftir á að ummælin hefðu verið grín en svo virðist sem það hafi ekki nægt aðstandendum hátíðarinnar sem gáfu út yfirlýsingu í morgun um að nærveru Lars væri ekki óskað á hátíðinni og að hann væri vinsamlegast beðinn um að hafa sig á brott fyrir hádegi í dag. Mynd Lars verður þó áfram sýnd á hátíðinni en hún hefur fengið frekar slæma dóma, þá sérstaklega hjá breska stórblaðinu The Guardian sem sagði myndina beinlínis leiðinlega. Þess má geta að Lars hefur verið sigursæll á hátíðinni. Árið 2000 sigraði hann með myndinni Dancer in the dark og að auki fékk Björk Guðmundsdóttir verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni.Hér er hægt að horfa á blaðamannafundinn þar sem ummælin féllu. Þau eru sögð á 36 mínútu.
Cannes Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein