Orða vant Brynhildur Björnsdóttir skrifar 11. mars 2011 06:00 Í frábærum leiðara sem Steinunn Stefánsdóttir skrifaði á dögunum var fjallað um gengisfellingu orðanna. Orð eins og mannréttindi, og frelsi eru notuð til að auka vægi í umræðunni, þó ekkert í því sem rætt er um fari nærri því sem þessi orð vísa til. Kannski er bara verið að tala um frelsið til að leggja bílnum sínum þar sem hentar best eða mannréttindin að geta reykt innandyra. Þegar ég var lítil var orðið einelti ekki til. Það var ekki fyrr en ég varð fullorðin að til var orð yfir það sem ég upplifði á tímabilum. Ég var aldrei lamin og fötin mín ekki skemmd. En ég fékk ekki að vera með í leikjum, útlit mitt og aðgerðir var rætt og tætt í þriðju persónu að mér viðstaddri og ráðist var inn til mín þegar ég var ein heima og bar ábyrgð á því að allt væri í röð og reglu. Ég var átta ára. Sem betur fer skemmdist ekki neitt þegar tíu krakkar á aldrinum átta til ellefu ára ruddust inn í stofuna hennar mömmu og hótuðu að skemma og brjóta dótið okkar, ekkert nema kannski öryggistilfinning mín heima hjá mér. Enda veit ég ekkert hvernig ég hefði átt að útskýra þær skemmdir. Í allri þessari óreiðu kvala og kvalara, niðurlægingar og öryggisleysis var bara ein regla: þú kjaftar ekki frá! Og í skjóli þess héldu aðgerðirnar áfram.Einhverntíma var ég sjálfsagt í hinu liðinu, alsæl yfir því að vera ekki skotspónninn í það skiptið. Á þessum árum var ekki til orð yfir það. En það gerðist samt og gerist enn. Í Hveragerði er barn sem segir frá. Og mamma sem hlustar. Og þó skólayfirvöld, bæjarstjórn, foreldrafélagið og konan í bakaríinu hafi ekki orðið vör við eineltið og ofbeldið sem þessi drengur lýsir þá er það engin sönnun þess að það hafi ekki gerst. Fólk heldur stundum að það viti allt sem börnin þess hugsa og gera. Það er ekki rétt. Einelti á sér ýmsar birtingarmyndir. En umfjöllun um einelti í skóla í bæjarfélagi er ekki einelti og Hveragerði hefur ekki „lent í einelti fjölmiðla" þó eitt barn hafi þorað að segja frá. Ég man hvað ég varð fegin þegar loksins kom orð yfir það sem ég upplifði sem barn. Kæru Hvergerðingar, virðið það orð og það sem það ber með sér en ekki gengisfella það og lítilsvirða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Í frábærum leiðara sem Steinunn Stefánsdóttir skrifaði á dögunum var fjallað um gengisfellingu orðanna. Orð eins og mannréttindi, og frelsi eru notuð til að auka vægi í umræðunni, þó ekkert í því sem rætt er um fari nærri því sem þessi orð vísa til. Kannski er bara verið að tala um frelsið til að leggja bílnum sínum þar sem hentar best eða mannréttindin að geta reykt innandyra. Þegar ég var lítil var orðið einelti ekki til. Það var ekki fyrr en ég varð fullorðin að til var orð yfir það sem ég upplifði á tímabilum. Ég var aldrei lamin og fötin mín ekki skemmd. En ég fékk ekki að vera með í leikjum, útlit mitt og aðgerðir var rætt og tætt í þriðju persónu að mér viðstaddri og ráðist var inn til mín þegar ég var ein heima og bar ábyrgð á því að allt væri í röð og reglu. Ég var átta ára. Sem betur fer skemmdist ekki neitt þegar tíu krakkar á aldrinum átta til ellefu ára ruddust inn í stofuna hennar mömmu og hótuðu að skemma og brjóta dótið okkar, ekkert nema kannski öryggistilfinning mín heima hjá mér. Enda veit ég ekkert hvernig ég hefði átt að útskýra þær skemmdir. Í allri þessari óreiðu kvala og kvalara, niðurlægingar og öryggisleysis var bara ein regla: þú kjaftar ekki frá! Og í skjóli þess héldu aðgerðirnar áfram.Einhverntíma var ég sjálfsagt í hinu liðinu, alsæl yfir því að vera ekki skotspónninn í það skiptið. Á þessum árum var ekki til orð yfir það. En það gerðist samt og gerist enn. Í Hveragerði er barn sem segir frá. Og mamma sem hlustar. Og þó skólayfirvöld, bæjarstjórn, foreldrafélagið og konan í bakaríinu hafi ekki orðið vör við eineltið og ofbeldið sem þessi drengur lýsir þá er það engin sönnun þess að það hafi ekki gerst. Fólk heldur stundum að það viti allt sem börnin þess hugsa og gera. Það er ekki rétt. Einelti á sér ýmsar birtingarmyndir. En umfjöllun um einelti í skóla í bæjarfélagi er ekki einelti og Hveragerði hefur ekki „lent í einelti fjölmiðla" þó eitt barn hafi þorað að segja frá. Ég man hvað ég varð fegin þegar loksins kom orð yfir það sem ég upplifði sem barn. Kæru Hvergerðingar, virðið það orð og það sem það ber með sér en ekki gengisfella það og lítilsvirða.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun