Í tímahylki Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. mars 2011 06:00 Afstaða Búnaðarþingsins, sem lauk í fyrrakvöld, til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið kom ekki óvart. Bændur telja sig ekki þurfa að sjá aðildarsamninginn til að meta hvort hann geti verið hagstæður fyrir íslenzka bændur. Bændasamtökin virðast ætla að hætta þátttöku í samningaviðræðunum við ESB, verði „varnarlínur" sem þau hafa skilgreint ekki virtar. Þær eru sagðar „lágmarkskröfur" en eru í raun úrslitakostir, sem þýða að aðildarviðræðum, yrði sjálfhætt, yrði þeim haldið til haga. Raunar eru skilyrðin þess eðlis að þau gefa ekkert færi á breytingum í íslenzkum landbúnaði. Bændur á Búnaðarþingi virðast þeirrar skoðunar að stjórnvöld á Íslandi hafi af vizku sinni smíðað hið fullkomna landbúnaðarkerfi og hljóta að una býsna sáttir við sinn hag og greinarinnar. Þeir eru að minnsta kosti ekki til í að skoða aðrar leiðir til að styðja við landbúnað en þá heimasmíðuðu. Á meðal „varnarlínanna" er að Ísland hafi „fullt frelsi frá reglum og stefnu ESB til að ríkisstyrkja landbúnað og íslenskan úrvinnsluiðnað". Það sé „lágmarkskrafa að ríkisstyrkir verði a.m.k. með sama hætti og fyrir aðild." Sömuleiðis vill Búnaðarþing að áfram verði heimilt að leggja tolla á búvöru frá löndum ESB, sem gengur þvert gegn meginreglu Evrópusambandsins um viðskiptafrelsi. Og ekki nóg með það: „Verði breytingar á reglum WTO þannig að heimildir til álagningar tolla verði skertar þarf að bæta það með öðrum hætti." Bændasamtökin vilja að komi til ESB-aðildar verði „samtökum bænda ... jafnframt tryggð sambærileg staða og nú" og ríkisstyrkir í því skyni tryggðir. Hagsmunasamtökin eiga með öðrum orðum að halda áfram að njóta ríkisstyrkja, útdeila þeim, safna opinberum hagtölum um landbúnaðinn og njóta áfram síns notalega samkrulls við ríkisvaldið. „Varnarlínur" Bændasamtakanna má draga saman í nokkur gegnsæ slagorð: Ekkert viðskiptafrelsi! Enga samkeppni! Engar nýjar leiðir til að styrkja landbúnað! Engar breytingar á stöðu okkar eigin þrýstihóps! Engar breytingar yfirleitt – nema kannski meiri ríkisstyrki! Þessar kröfur eru meðal annars rökstuddar með vísan til svokallaðs fæðuöryggis, sem er hugtak sem Bændasamtökin draga gjarnan upp þegar þarf að réttlæta ríkisstyrki og ofurtolla. Eins og BÍ notar orðið virðist það ganga út frá því að Ísland geti verið sjálfu sér nægt um landbúnaðarvörur, til dæmis ef stríð og drepsóttir geisa, og ESB-aðild myndi raska því öryggi. Vandinn er að í dag búum við ekki við neitt slíkt öryggi; flytjum til dæmis inn nánast alla kornvöru, ávexti og mikið af grænmeti. Aðföngin til innlendrar búvöruframleiðslu eru líka innflutt; vélar, olía, fóður og fleira. Ísland er ekki sjálfu sér nægt og það breytist ekkert við ESB-aðild. Nú eru sagðar fréttir af því að það geti orðið skortur á grillkjöti í sumar af því hvað bændur séu duglegir að flytja út lambakjöt. Gengur það ekki þvert gegn tryggingu fæðuöryggis? Búnaðarþing virðist vilja setja íslenzkan landbúnað í einhvers konar tímahylki og varðveita hann þar. Viljum við hin vera með í þessu hylki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Afstaða Búnaðarþingsins, sem lauk í fyrrakvöld, til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið kom ekki óvart. Bændur telja sig ekki þurfa að sjá aðildarsamninginn til að meta hvort hann geti verið hagstæður fyrir íslenzka bændur. Bændasamtökin virðast ætla að hætta þátttöku í samningaviðræðunum við ESB, verði „varnarlínur" sem þau hafa skilgreint ekki virtar. Þær eru sagðar „lágmarkskröfur" en eru í raun úrslitakostir, sem þýða að aðildarviðræðum, yrði sjálfhætt, yrði þeim haldið til haga. Raunar eru skilyrðin þess eðlis að þau gefa ekkert færi á breytingum í íslenzkum landbúnaði. Bændur á Búnaðarþingi virðast þeirrar skoðunar að stjórnvöld á Íslandi hafi af vizku sinni smíðað hið fullkomna landbúnaðarkerfi og hljóta að una býsna sáttir við sinn hag og greinarinnar. Þeir eru að minnsta kosti ekki til í að skoða aðrar leiðir til að styðja við landbúnað en þá heimasmíðuðu. Á meðal „varnarlínanna" er að Ísland hafi „fullt frelsi frá reglum og stefnu ESB til að ríkisstyrkja landbúnað og íslenskan úrvinnsluiðnað". Það sé „lágmarkskrafa að ríkisstyrkir verði a.m.k. með sama hætti og fyrir aðild." Sömuleiðis vill Búnaðarþing að áfram verði heimilt að leggja tolla á búvöru frá löndum ESB, sem gengur þvert gegn meginreglu Evrópusambandsins um viðskiptafrelsi. Og ekki nóg með það: „Verði breytingar á reglum WTO þannig að heimildir til álagningar tolla verði skertar þarf að bæta það með öðrum hætti." Bændasamtökin vilja að komi til ESB-aðildar verði „samtökum bænda ... jafnframt tryggð sambærileg staða og nú" og ríkisstyrkir í því skyni tryggðir. Hagsmunasamtökin eiga með öðrum orðum að halda áfram að njóta ríkisstyrkja, útdeila þeim, safna opinberum hagtölum um landbúnaðinn og njóta áfram síns notalega samkrulls við ríkisvaldið. „Varnarlínur" Bændasamtakanna má draga saman í nokkur gegnsæ slagorð: Ekkert viðskiptafrelsi! Enga samkeppni! Engar nýjar leiðir til að styrkja landbúnað! Engar breytingar á stöðu okkar eigin þrýstihóps! Engar breytingar yfirleitt – nema kannski meiri ríkisstyrki! Þessar kröfur eru meðal annars rökstuddar með vísan til svokallaðs fæðuöryggis, sem er hugtak sem Bændasamtökin draga gjarnan upp þegar þarf að réttlæta ríkisstyrki og ofurtolla. Eins og BÍ notar orðið virðist það ganga út frá því að Ísland geti verið sjálfu sér nægt um landbúnaðarvörur, til dæmis ef stríð og drepsóttir geisa, og ESB-aðild myndi raska því öryggi. Vandinn er að í dag búum við ekki við neitt slíkt öryggi; flytjum til dæmis inn nánast alla kornvöru, ávexti og mikið af grænmeti. Aðföngin til innlendrar búvöruframleiðslu eru líka innflutt; vélar, olía, fóður og fleira. Ísland er ekki sjálfu sér nægt og það breytist ekkert við ESB-aðild. Nú eru sagðar fréttir af því að það geti orðið skortur á grillkjöti í sumar af því hvað bændur séu duglegir að flytja út lambakjöt. Gengur það ekki þvert gegn tryggingu fæðuöryggis? Búnaðarþing virðist vilja setja íslenzkan landbúnað í einhvers konar tímahylki og varðveita hann þar. Viljum við hin vera með í þessu hylki?