Svör óskast Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. mars 2011 08:31 Félag Íslenzkra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur sett fram rökstudda gagnrýni á áformin um jarðgöng undir Vaðlaheiði. FÍB ber brigður á þá útreikninga sem liggja framkvæmdinni til grundvallar og bendir á að þótt stofna eigi sérstakt félag um framkvæmdina, sé tekin áhætta sem geti lent á skattgreiðendum vegna ríkisábyrgðar á lánum vegna hennar. FÍB telur að núverandi kostnaðaráætlun, um að göngin muni kosta 10,4 milljarða króna, standist ekki og heildarkostnaður verði 14,5 til 17,3 milljarðar eftir því hvaða vextir fáist. Félagið dregur í efa réttmæti útreikninga Greiðrar leiðar, félagsins sem átti frumkvæði að framkvæmdinni, á fjármagnskostnaði og segir fullkomlega óraunhæft að fjárfestar samþykki þriggja prósenta vexti á jafnáhættusamri framkvæmd. Þá dregur FÍB í efa áætlanir um umferð um göngin, sérstaklega að sumarlagi þegar leiðin er greið um Víkurskarð. Félagið telur að vegtollur um göngin þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki 800 krónur eins og gert er ráð fyrir í áætlunum og spyr hver vilji borga þá upphæð til að spara 400 króna benzínkostnað og níu mínútna akstur. FÍB segir Vaðlaheiðargöngin ekki brýnustu samgönguframkvæmdina eins og nú stendur á. Margt rennir stoðum undir það mat. Hér í Fréttablaðinu birtist fyrir skömmu samanburður á slysatíðni á álíka löngum köflum á Norðurlandsvegi um Víkurskarð, á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Alvarleg slys, þar með talin banaslys, eru margfalt tíðari á síðarnefndu vegarköflunum tveimur og þjóðhagsleg hagkvæmni þess að setja framkvæmdir við þá vegi framar á forgangslistann liggur því í augum uppi. Á vef FÍB segir um ákvörðunina um Vaðlaheiðargöng að hún sé "ísköld kveðja til íbúa Suðvesturlands sem mega enn um langa hríð búa við slysahæstu og hættulegustu vegi landsins. Hún er ísköld kveðja til Norðfirðinga, sem enn skulu fá að búa við stórháskalegan og erfiðan fjallveg og göng um Oddsskarð, til íbúa Vestfjarða sem enn skulu um langa hríð fá að búa við verstu vegi landsins." FÍB telur það undirstrika "kjördæmapotið" að á stofnfundi félagsins um Vaðlaheiðargöng hafi þeir verið viðstaddir, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis, og Kristján Möller, 3. þingmaður kjördæmisins og fyrrverandi samgönguráðherra, sem segja má að eigi talsvert undir því að framkvæmdin sem hann hefur lengi barizt fyrir verði að veruleika. Sá síðarnefndi var kjörinn í stjórn. "Getur kjördæmapotið orðið öllu skýrara?" spyr FÍB. Sporin hræða í þessum efnum. Framkvæmdir sem stjórnmálamenn hafa keyrt áfram í þágu kjördæmishagsmuna hafa iðulega reynzt skattgreiðendum miklu dýrari en látið var í veðri vaka í upphafi. Nærtækt dæmi eru Héðinsfjarðargöngin, sem upphaflega áttu að kosta sjö milljarða en enduðu í fjórtán. Skattgreiðendur og notendur veganna eiga fulla heimtingu á að forsvarsmenn Vaðlaheiðarganga, þar á meðal þingmaðurinn Kristján Möller, fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon og innanríkisráðherrann Ögmundur Jónasson svari gagnrýni FÍB með ýtarlegum og málefnalegum hætti. Það á að vera liðin tíð að skattgreiðendur séu plataðir til að borga kjördæmapotið með óraunhæfum áætlunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun
Félag Íslenzkra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur sett fram rökstudda gagnrýni á áformin um jarðgöng undir Vaðlaheiði. FÍB ber brigður á þá útreikninga sem liggja framkvæmdinni til grundvallar og bendir á að þótt stofna eigi sérstakt félag um framkvæmdina, sé tekin áhætta sem geti lent á skattgreiðendum vegna ríkisábyrgðar á lánum vegna hennar. FÍB telur að núverandi kostnaðaráætlun, um að göngin muni kosta 10,4 milljarða króna, standist ekki og heildarkostnaður verði 14,5 til 17,3 milljarðar eftir því hvaða vextir fáist. Félagið dregur í efa réttmæti útreikninga Greiðrar leiðar, félagsins sem átti frumkvæði að framkvæmdinni, á fjármagnskostnaði og segir fullkomlega óraunhæft að fjárfestar samþykki þriggja prósenta vexti á jafnáhættusamri framkvæmd. Þá dregur FÍB í efa áætlanir um umferð um göngin, sérstaklega að sumarlagi þegar leiðin er greið um Víkurskarð. Félagið telur að vegtollur um göngin þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki 800 krónur eins og gert er ráð fyrir í áætlunum og spyr hver vilji borga þá upphæð til að spara 400 króna benzínkostnað og níu mínútna akstur. FÍB segir Vaðlaheiðargöngin ekki brýnustu samgönguframkvæmdina eins og nú stendur á. Margt rennir stoðum undir það mat. Hér í Fréttablaðinu birtist fyrir skömmu samanburður á slysatíðni á álíka löngum köflum á Norðurlandsvegi um Víkurskarð, á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Alvarleg slys, þar með talin banaslys, eru margfalt tíðari á síðarnefndu vegarköflunum tveimur og þjóðhagsleg hagkvæmni þess að setja framkvæmdir við þá vegi framar á forgangslistann liggur því í augum uppi. Á vef FÍB segir um ákvörðunina um Vaðlaheiðargöng að hún sé "ísköld kveðja til íbúa Suðvesturlands sem mega enn um langa hríð búa við slysahæstu og hættulegustu vegi landsins. Hún er ísköld kveðja til Norðfirðinga, sem enn skulu fá að búa við stórháskalegan og erfiðan fjallveg og göng um Oddsskarð, til íbúa Vestfjarða sem enn skulu um langa hríð fá að búa við verstu vegi landsins." FÍB telur það undirstrika "kjördæmapotið" að á stofnfundi félagsins um Vaðlaheiðargöng hafi þeir verið viðstaddir, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis, og Kristján Möller, 3. þingmaður kjördæmisins og fyrrverandi samgönguráðherra, sem segja má að eigi talsvert undir því að framkvæmdin sem hann hefur lengi barizt fyrir verði að veruleika. Sá síðarnefndi var kjörinn í stjórn. "Getur kjördæmapotið orðið öllu skýrara?" spyr FÍB. Sporin hræða í þessum efnum. Framkvæmdir sem stjórnmálamenn hafa keyrt áfram í þágu kjördæmishagsmuna hafa iðulega reynzt skattgreiðendum miklu dýrari en látið var í veðri vaka í upphafi. Nærtækt dæmi eru Héðinsfjarðargöngin, sem upphaflega áttu að kosta sjö milljarða en enduðu í fjórtán. Skattgreiðendur og notendur veganna eiga fulla heimtingu á að forsvarsmenn Vaðlaheiðarganga, þar á meðal þingmaðurinn Kristján Möller, fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon og innanríkisráðherrann Ögmundur Jónasson svari gagnrýni FÍB með ýtarlegum og málefnalegum hætti. Það á að vera liðin tíð að skattgreiðendur séu plataðir til að borga kjördæmapotið með óraunhæfum áætlunum.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun