Græðgi drepur Elísabet Brekkan skrifar 16. mars 2011 16:08 Samsetning leikarahóps sýningarinnar var mjög góð. Þjóðleikhúsið Höfundur: Arthur Miller. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Björn Thors, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jóhann Sigurðarson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Án Íbsen enginn Miller, alla vega eru áhrifin sterk og leikritið "Allir synir mínir" mjög svipað nokkrum verkum norska skáldrisans. Leikritið "Allir synir mínir" er hér flutt í leikstjórn Stefáns Baldurssonar sem velur fremur hefðbundna nálgun með raunsæjum leik. Leikmyndina gerir Grétar Reynisson og er í henni hið eina raunverulega brot við raunsæið þar sem húsakynnin og veröndin er í leikmyndinni vængur flugvélar. Þetta er tákn hinnar undirliggjandi sorgar og þess lygavefs sem fjölskyldan lifir í. Hér er mikið fjölskyldudrama þar sem örlagasögur allra persónanna fléttast inn í atburðarásina. Falleg fjölskylda í fullkomnu húsi. Ríkidæmi sem byggir á stríðsgróða. Leikurinn hefst á því að von er á Ann kærustu Larrý. En Larrý fórst í stríðinu þó svo að móðirin neiti að viðurkenna það. Það er eldri bróðirinn Chris sem boðið hefur henni heim en þau hafa ruglað saman reytum. Faðir Ann situr í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi sem starfsmaður Joe Keller í stríðinu, seldi gallaða varahluti í flugvélar sem varð til þess að 21 ungur maður lét lífið. Þaðan kemur titillinn "Allir synir mínir". Spurningin um þátt Joe í glæpnum liggur í loftinu en hann er afhjúpaður að lokum. Bróðir Ann kemur eftir að hafa heimsótt föður sinn í fangelsið og varpar sprengju inn í samkomuna. Faðirinn Joe ver sig með því að halda því fram að það hafi verið ástin á fjölskyldunni sem stjórnaði gjörðum hans. Samviskan lætur á sér kræla en hann vinnur ötullega í því að leyfa rödd hennar ekki að hljóma. Varnarræða hans verður hjóm eitt í samanburði við fórnirnar, alla ungu drengina sem fórust í stríðinu. Joe Keller velur að horfast ekki í augu við gjörðir sínar hérna megin landamæra lífs og dauða. Jóhann Sigurðarson leikur þennan kraftmikla en kjarklitla föður. Nærvera hans og nálgun er mikilfengleg um leið og hann er alltaf á barmi hins bannaða. Guðrún Snæfríður Gísladóttir fer með hlutverk Kate, eiginkonu Joe. Meðvirkni er driffjöður allra gjörða hennar og það sýnir Guðrún snilldarlega í samskiptum við alla þá sem fyrir koma í verkinu; hún missir aldrei sjónar á því að feluleiknum er ekki lokið. Stóra þema verksins er vitaskuld það sem við öllum vitum en lærum svo seint: illa fengið fé leiðir alltaf til ógæfu að lokum, en segja mætti líka að þema í þessari uppfærslu væri meðvirkni og lífslygi. Syninum sem eftir er heima kynnumst við gegnum Björn Thors. Einnig þessi persóna, Chris, er meðvirknifórnarlamb sem brýst út úr fastmótuðu fjölskylduhlutverki sínu. Frábær leikur í einu orði sagt. Kærastan Ann sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikur, birtist eins og álfamær, en sýnir fljótlega að talsverður kraftur er í henni og að eins og aðrir ber hún sitt eigið leyndarmál. Arnbjörg hefur sterka útgeislun og nærveru. Með því að hún afhjúpar sitt leyndamál, það er hvernig Larrý dó í raun og veru, leysist lygavefurinn upp. Bróðir Ann, ungur lögfræðingur mjög skaddaður úr stríðinu, sem hafði alist upp í næsta húsagarði, birtist til þess að afhjúpa þátt Joes í hinum meinta glæp föður hans. Atli Rafn Sigurðarson ljær þessum unga manni, sem er þjáður af sorg og reiði, mjög vel líf. Vigdís Hrefna Pálsdóttir birtist eins og falleg dúkka. Stúlkan Lydia velur að hlæja og flissa, sauma og skreyta hatta fremur en að takast á við erfiðleika lífsins. Baldur Trausti Hreinsson í hlutverki læknisins, sem vandi komur sínar á Keller-heimilið, virtist eins og stokkinn úr einhverju rússnesku leikriti. Gervi Eddu Arnljótsdóttur sem eiginkona læknisins var aðeins of ýkt eða vúlgert þó svo að hún hafi það skýra hlutverk í leikritinu að vera grímulaus fulltrúi hinna fégráðugu. Læknirinn á aðra drauma, en hún sér til þess að hann haldi sig við skaffarahlutverkið. Edda er fyndin og nýtir vel allan líkamann í túlkun sinni. Samsetning leikarahópsins var mjög góð. Tónlistin í upphafi þar sem við sitjum í myrkri og marsinn þekkti um Johnny sem er að koma heim leiðir okkur inn í þann hugarheim sem síðan tröllbindur áhorfendur næstu þrjá klukkutímana. Leikurinn er upp á fimm stjörnur meðan verkið sjálft er nokkuð barn síns tíma. Sviðið er ekki notað til þess að hanga í köðlum eða sprikla upp um veggi heldur sem frásagnarundirstaða fyrir fágaðan sígildan sjónleik. Niðurstaða: Fantagóð sýning á allan hátt! Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þjóðleikhúsið Höfundur: Arthur Miller. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Björn Thors, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jóhann Sigurðarson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Án Íbsen enginn Miller, alla vega eru áhrifin sterk og leikritið "Allir synir mínir" mjög svipað nokkrum verkum norska skáldrisans. Leikritið "Allir synir mínir" er hér flutt í leikstjórn Stefáns Baldurssonar sem velur fremur hefðbundna nálgun með raunsæjum leik. Leikmyndina gerir Grétar Reynisson og er í henni hið eina raunverulega brot við raunsæið þar sem húsakynnin og veröndin er í leikmyndinni vængur flugvélar. Þetta er tákn hinnar undirliggjandi sorgar og þess lygavefs sem fjölskyldan lifir í. Hér er mikið fjölskyldudrama þar sem örlagasögur allra persónanna fléttast inn í atburðarásina. Falleg fjölskylda í fullkomnu húsi. Ríkidæmi sem byggir á stríðsgróða. Leikurinn hefst á því að von er á Ann kærustu Larrý. En Larrý fórst í stríðinu þó svo að móðirin neiti að viðurkenna það. Það er eldri bróðirinn Chris sem boðið hefur henni heim en þau hafa ruglað saman reytum. Faðir Ann situr í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi sem starfsmaður Joe Keller í stríðinu, seldi gallaða varahluti í flugvélar sem varð til þess að 21 ungur maður lét lífið. Þaðan kemur titillinn "Allir synir mínir". Spurningin um þátt Joe í glæpnum liggur í loftinu en hann er afhjúpaður að lokum. Bróðir Ann kemur eftir að hafa heimsótt föður sinn í fangelsið og varpar sprengju inn í samkomuna. Faðirinn Joe ver sig með því að halda því fram að það hafi verið ástin á fjölskyldunni sem stjórnaði gjörðum hans. Samviskan lætur á sér kræla en hann vinnur ötullega í því að leyfa rödd hennar ekki að hljóma. Varnarræða hans verður hjóm eitt í samanburði við fórnirnar, alla ungu drengina sem fórust í stríðinu. Joe Keller velur að horfast ekki í augu við gjörðir sínar hérna megin landamæra lífs og dauða. Jóhann Sigurðarson leikur þennan kraftmikla en kjarklitla föður. Nærvera hans og nálgun er mikilfengleg um leið og hann er alltaf á barmi hins bannaða. Guðrún Snæfríður Gísladóttir fer með hlutverk Kate, eiginkonu Joe. Meðvirkni er driffjöður allra gjörða hennar og það sýnir Guðrún snilldarlega í samskiptum við alla þá sem fyrir koma í verkinu; hún missir aldrei sjónar á því að feluleiknum er ekki lokið. Stóra þema verksins er vitaskuld það sem við öllum vitum en lærum svo seint: illa fengið fé leiðir alltaf til ógæfu að lokum, en segja mætti líka að þema í þessari uppfærslu væri meðvirkni og lífslygi. Syninum sem eftir er heima kynnumst við gegnum Björn Thors. Einnig þessi persóna, Chris, er meðvirknifórnarlamb sem brýst út úr fastmótuðu fjölskylduhlutverki sínu. Frábær leikur í einu orði sagt. Kærastan Ann sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikur, birtist eins og álfamær, en sýnir fljótlega að talsverður kraftur er í henni og að eins og aðrir ber hún sitt eigið leyndarmál. Arnbjörg hefur sterka útgeislun og nærveru. Með því að hún afhjúpar sitt leyndamál, það er hvernig Larrý dó í raun og veru, leysist lygavefurinn upp. Bróðir Ann, ungur lögfræðingur mjög skaddaður úr stríðinu, sem hafði alist upp í næsta húsagarði, birtist til þess að afhjúpa þátt Joes í hinum meinta glæp föður hans. Atli Rafn Sigurðarson ljær þessum unga manni, sem er þjáður af sorg og reiði, mjög vel líf. Vigdís Hrefna Pálsdóttir birtist eins og falleg dúkka. Stúlkan Lydia velur að hlæja og flissa, sauma og skreyta hatta fremur en að takast á við erfiðleika lífsins. Baldur Trausti Hreinsson í hlutverki læknisins, sem vandi komur sínar á Keller-heimilið, virtist eins og stokkinn úr einhverju rússnesku leikriti. Gervi Eddu Arnljótsdóttur sem eiginkona læknisins var aðeins of ýkt eða vúlgert þó svo að hún hafi það skýra hlutverk í leikritinu að vera grímulaus fulltrúi hinna fégráðugu. Læknirinn á aðra drauma, en hún sér til þess að hann haldi sig við skaffarahlutverkið. Edda er fyndin og nýtir vel allan líkamann í túlkun sinni. Samsetning leikarahópsins var mjög góð. Tónlistin í upphafi þar sem við sitjum í myrkri og marsinn þekkti um Johnny sem er að koma heim leiðir okkur inn í þann hugarheim sem síðan tröllbindur áhorfendur næstu þrjá klukkutímana. Leikurinn er upp á fimm stjörnur meðan verkið sjálft er nokkuð barn síns tíma. Sviðið er ekki notað til þess að hanga í köðlum eða sprikla upp um veggi heldur sem frásagnarundirstaða fyrir fágaðan sígildan sjónleik. Niðurstaða: Fantagóð sýning á allan hátt!
Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira