Elliheimilið á Fáskrúðsfirði Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 21. febrúar 2011 11:19 Sumarið 1986 var blöðungi dreift í húsin á Fáskrúðsfirði og við vinkonurnar á Hlíðargötu vorum eflaust þær fyrstu af rúmlega sjö hundruð íbúum til að kippa honum úr lúgunni. Við vorum tvær saman alla daga og á morgnana gegndum við léttum skylduverkum meðan mamma hennar vann á leikskólanum. Gáfum litlum dreng kókómjólk að drekka, bjuggum um rúmin og vöskuðum upp. Eftir hádegi hentumst upp á fjall eða niður í fjöru, skutumst út á vídeóleigu fyrir Valda í Sandbrekku og dóluðum okkur í Siggasjoppu. Það var ekki fyrr en nokkrum sumrum síðar sem maður gekk um með hálsklút og smurði tannkremi á hálsinn til að afmá sogbletti. Auðvitað var einhver í þorpinu fljótlega búinn að spotta blettinn og hringja niður í Kaupfélag til að láta foreldrið vita að dóttirin og vinkonan væru með "klútana í dag". Ég hafði búið nokkur ár á Fáskrúðsfirði. En eftir að ég flutti til Reykjavíkur fékk ég að fara þangað á sumrin og dvelja þar hjá góðu fólki. Ég naut þess í botn og leið stundum eins og stjörnu sem kom allra náðarsamlegast heim í gamla þorpið á sumrin. Íbúarnir stoppuðu mig úti á götu, spurðu frétta af foreldrum mínum. Veiga í Ástúni og Odda á Holti buðu mér í fína kvöldverði og kaffiboð með silfurbúnað og postulín á borðum og töluðu við mig eins og fullorðna meðan þær báru í mig höfðinglegar steikur, kakó og kleinur. Ég sá að það kom sér miklu betur að vera laus við foreldrana á svona stað; en auðvitað eru Austfirðingar einstakir; ég fyllist alltaf trú á mannkynið þegar ég heyri einhvern segja gæskan. En aftur að blöðungnum. Brátt yrði dvalar- og elliheimili á Fáskrúðsfirði tilbúið, í ofanverðum bænum yrði það formlega opnað árið eftir. Ákveðið hafði verið að efna til samkeppni þar sem íbúum gafst kostur á að nefna heimilið og mátti hver íbúi senda inn eins margar hugmyndir og hann lysti. Við vinkonurnar lögðum nótt við dag og krotuðum niður elliheimilanöfn í kílóavís. Því fleiri smelli sem við ættum í pottinum - því meiri líkur hlytu að vera á vinningssætinu. Eða ekki. Elliheimilið fékk ekki nafnið Regnbogaland, Endastöð, Ellilaunin, Fáskrúðsfjör né Forneskjuhöllin. Uppsalir skyldi það heita - ágætis kennslustund í að stundum eru það gæðin en ekki magnið sem skiptir máli. Ef einhvers staðar vantar hins vegar nafn á dvalarheimili fyrir aldraða um þessar mundir er Gleym-mér-ei kannski pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun
Sumarið 1986 var blöðungi dreift í húsin á Fáskrúðsfirði og við vinkonurnar á Hlíðargötu vorum eflaust þær fyrstu af rúmlega sjö hundruð íbúum til að kippa honum úr lúgunni. Við vorum tvær saman alla daga og á morgnana gegndum við léttum skylduverkum meðan mamma hennar vann á leikskólanum. Gáfum litlum dreng kókómjólk að drekka, bjuggum um rúmin og vöskuðum upp. Eftir hádegi hentumst upp á fjall eða niður í fjöru, skutumst út á vídeóleigu fyrir Valda í Sandbrekku og dóluðum okkur í Siggasjoppu. Það var ekki fyrr en nokkrum sumrum síðar sem maður gekk um með hálsklút og smurði tannkremi á hálsinn til að afmá sogbletti. Auðvitað var einhver í þorpinu fljótlega búinn að spotta blettinn og hringja niður í Kaupfélag til að láta foreldrið vita að dóttirin og vinkonan væru með "klútana í dag". Ég hafði búið nokkur ár á Fáskrúðsfirði. En eftir að ég flutti til Reykjavíkur fékk ég að fara þangað á sumrin og dvelja þar hjá góðu fólki. Ég naut þess í botn og leið stundum eins og stjörnu sem kom allra náðarsamlegast heim í gamla þorpið á sumrin. Íbúarnir stoppuðu mig úti á götu, spurðu frétta af foreldrum mínum. Veiga í Ástúni og Odda á Holti buðu mér í fína kvöldverði og kaffiboð með silfurbúnað og postulín á borðum og töluðu við mig eins og fullorðna meðan þær báru í mig höfðinglegar steikur, kakó og kleinur. Ég sá að það kom sér miklu betur að vera laus við foreldrana á svona stað; en auðvitað eru Austfirðingar einstakir; ég fyllist alltaf trú á mannkynið þegar ég heyri einhvern segja gæskan. En aftur að blöðungnum. Brátt yrði dvalar- og elliheimili á Fáskrúðsfirði tilbúið, í ofanverðum bænum yrði það formlega opnað árið eftir. Ákveðið hafði verið að efna til samkeppni þar sem íbúum gafst kostur á að nefna heimilið og mátti hver íbúi senda inn eins margar hugmyndir og hann lysti. Við vinkonurnar lögðum nótt við dag og krotuðum niður elliheimilanöfn í kílóavís. Því fleiri smelli sem við ættum í pottinum - því meiri líkur hlytu að vera á vinningssætinu. Eða ekki. Elliheimilið fékk ekki nafnið Regnbogaland, Endastöð, Ellilaunin, Fáskrúðsfjör né Forneskjuhöllin. Uppsalir skyldi það heita - ágætis kennslustund í að stundum eru það gæðin en ekki magnið sem skiptir máli. Ef einhvers staðar vantar hins vegar nafn á dvalarheimili fyrir aldraða um þessar mundir er Gleym-mér-ei kannski pæling.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun