Sinfónía í búri Jónas Sen skrifar 15. desember 2010 20:00 Tónlist Aðventutónleikar Sinfóníunnar Verk eftir Bach, Händel, Mozart, Corelli og fleiri. Fyrir tveimur árum voru aðventutónleikar Sinfóníunnar haldnir í Langholtskirkju. Það var ánægjuleg stund. Endurómunin í kirkjunni er fremur mikil og hún gaf hefðbundinni barokktónlistinni glans sem fór henni vel. Háskólabíó er, eins og allir vita, mun verri tónleikasalur. Barokktónlist hljómar ekkert sérlega vel þar. Slík tónlist er rislítil í eðli sínu (a.m.k. risminni en sinfóníurnar eftir Mahler eða Sjostakóvitsj). Daufur hljómburðurinn fletur hana út. Sérstaklega ef maður situr aftarlega eins og ég gerði á tónleikunum á laugardaginn. Ekki var við stjórnandann, Nicholas Kraemer, að sakast. Hann mótaði flutninginn af fagmennsku. Á boðstólum voru atriði úr kantötu eftir Bach; úr Messíasi og Vatnasvítu nr. 2 eftir Händel, og líka smá Mozart. Einstaka hnökrar voru heyranlegir hjá málmblásurunum, en í það heila var hljómsveitin með sitt á hreinu. Óvanalegt var að sjá Kraemer spila á sembal um leið og hann stjórnaði. Þótt lítið heyrðist í sembalnum á sautjánda bekk gat ég ekki betur greint en að leikur Kraemers væri pottþéttur. Söngurinn kom hins vegar dálítið misjafnlega út. James Gilchrist hafði sterka rödd, og hún var fáguð og nokkuð þurr, rétt eins og hjá mörgum breskum tenórum. Hann söng af öryggi og ríkulegri tilfinningu - en var fremur einsleitur. Það var allt á svipuðum nótum hjá honum, sem gerði túlkunina minna og minna sannfærandi eftir því sem á leið. Og í sópraninum, Katherine Watson, heyrðist ekki nægilega vel þar sem ég sat. Það var eins og að reyna að hlusta á tónlist með eyrnatappa. Í hléinu var mér óvænt boðið að fylgjast með seinni hluta dagskrárinnar í hinu svokalla búri. Það er lítið herbergi fyrir aftan áheyrendapallana þar sem RÚV stjórnar upptöku og útsendingu tónleikanna. Mér voru afhent heyrnartól og ég hlustaði á músíkina í þeim. Hvílíkur munur! Upptakan var óaðfinnanleg. Almennilega heyrðist í söngkonunni, túlkun hennar var blæbrigðarík og tilfinningaþrungin. Hún var fyllilega í anda hvers verks. Þar á meðal var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Þótt íslenskunni hafi verið nokkuð ábótavant var rétta stemningin til staðar. Hljómsveitarleikurinn hljómaði líka einstaklega vel. Hver einasti hljóðfæraleikari spilaði af glæsimennsku. Einleikur Ásgeirs Steingrímssonar á trompet (í Jauchzet Gott in allen Landen eftir Bach) var snilld! Einn náungi sagði við mig fyrir nokkru að maður ætti að fá sér heyrnartól með innbyggðu útvarpi. Eins og þau sem iðnaðarmenn eru stundum með. Og fara með þau á sinfóníutónleika. Vera í Háskólabíói og njóta stemningarinnar á tónleikunum, en heyra tónlistina í heyrnartólunum, í frábærum gæðum útsendingarinnar. Ég held að það sé nokkuð til í því. Niðurstaða: Yfirleitt fínn hljómsveitarleikur en söngurinn kom misjafnlega út. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Aðventutónleikar Sinfóníunnar Verk eftir Bach, Händel, Mozart, Corelli og fleiri. Fyrir tveimur árum voru aðventutónleikar Sinfóníunnar haldnir í Langholtskirkju. Það var ánægjuleg stund. Endurómunin í kirkjunni er fremur mikil og hún gaf hefðbundinni barokktónlistinni glans sem fór henni vel. Háskólabíó er, eins og allir vita, mun verri tónleikasalur. Barokktónlist hljómar ekkert sérlega vel þar. Slík tónlist er rislítil í eðli sínu (a.m.k. risminni en sinfóníurnar eftir Mahler eða Sjostakóvitsj). Daufur hljómburðurinn fletur hana út. Sérstaklega ef maður situr aftarlega eins og ég gerði á tónleikunum á laugardaginn. Ekki var við stjórnandann, Nicholas Kraemer, að sakast. Hann mótaði flutninginn af fagmennsku. Á boðstólum voru atriði úr kantötu eftir Bach; úr Messíasi og Vatnasvítu nr. 2 eftir Händel, og líka smá Mozart. Einstaka hnökrar voru heyranlegir hjá málmblásurunum, en í það heila var hljómsveitin með sitt á hreinu. Óvanalegt var að sjá Kraemer spila á sembal um leið og hann stjórnaði. Þótt lítið heyrðist í sembalnum á sautjánda bekk gat ég ekki betur greint en að leikur Kraemers væri pottþéttur. Söngurinn kom hins vegar dálítið misjafnlega út. James Gilchrist hafði sterka rödd, og hún var fáguð og nokkuð þurr, rétt eins og hjá mörgum breskum tenórum. Hann söng af öryggi og ríkulegri tilfinningu - en var fremur einsleitur. Það var allt á svipuðum nótum hjá honum, sem gerði túlkunina minna og minna sannfærandi eftir því sem á leið. Og í sópraninum, Katherine Watson, heyrðist ekki nægilega vel þar sem ég sat. Það var eins og að reyna að hlusta á tónlist með eyrnatappa. Í hléinu var mér óvænt boðið að fylgjast með seinni hluta dagskrárinnar í hinu svokalla búri. Það er lítið herbergi fyrir aftan áheyrendapallana þar sem RÚV stjórnar upptöku og útsendingu tónleikanna. Mér voru afhent heyrnartól og ég hlustaði á músíkina í þeim. Hvílíkur munur! Upptakan var óaðfinnanleg. Almennilega heyrðist í söngkonunni, túlkun hennar var blæbrigðarík og tilfinningaþrungin. Hún var fyllilega í anda hvers verks. Þar á meðal var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Þótt íslenskunni hafi verið nokkuð ábótavant var rétta stemningin til staðar. Hljómsveitarleikurinn hljómaði líka einstaklega vel. Hver einasti hljóðfæraleikari spilaði af glæsimennsku. Einleikur Ásgeirs Steingrímssonar á trompet (í Jauchzet Gott in allen Landen eftir Bach) var snilld! Einn náungi sagði við mig fyrir nokkru að maður ætti að fá sér heyrnartól með innbyggðu útvarpi. Eins og þau sem iðnaðarmenn eru stundum með. Og fara með þau á sinfóníutónleika. Vera í Háskólabíói og njóta stemningarinnar á tónleikunum, en heyra tónlistina í heyrnartólunum, í frábærum gæðum útsendingarinnar. Ég held að það sé nokkuð til í því. Niðurstaða: Yfirleitt fínn hljómsveitarleikur en söngurinn kom misjafnlega út.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira