Kirkjan og ríkið Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. september 2010 06:00 Vísast er í eðli stofnana að þær vilja verja sig og viðhalda valdastöðu sinni. Um þetta eru dæmin mörg. Þannig endurspeglast tilhneiging valdastofnana til að stuðla að óbreyttu ástandi í viðbrögðum bæði Bændasamtakanna og Landssambands íslenskra útvegsmanna til aðildar að Evrópusambandinu. Þó mætti afsaka afstöðu hagsmunasamtaka með því að í eðli þeirra sé að standa vörð um téða hagsmuni, ekki almannahag. Um leið gefur auga leið að skilja þarf á milli stofnana ríkisins og slíkra hópa. Lagasmíðar eiga heima hjá stjórnvöldum og sömuleiðis verkefni sem snúa að útdeilingu ríkisstyrkja og söfnun hagtalna. Sjálfsagt er að hagsmunasamtök fái að gefa álit sitt á lagafrumvörpum, en þau eiga ekki að koma að því að semja þau. Þarna er verk að vinna. Sorglegra er þegar stofnanir sem þykjast bera hag fólks fyrir brjósti bregðast skyldum sínum. Dæmi um þetta eru viðbrögð þjóðkirkjunnar þegar á tíunda áratugnum stigu fram konur og sökuðu þáverandi biskup, Ólaf Skúlason, um kynferðisbrot. Í viðbrögðunum endurspeglaðist varðstaðan um stofnunina. Kirkjan fæst nú við eftirmála þeirrar varðstöðu. „Kirkjan þarf að ganga í sjálfa sig og gera hreint í sínum ranni," sagði séra Örn Bárður Jónsson í ágætri predikun í Neskirkju síðasta sunnudag. Líklega heldur fólk áfram að segja sig úr þjóðkirkjunni þar til sú tiltekt hefur farið fram. Um leið ágerist umræða um aðskilnað ríkis og kirkju. Innan kirkjunnar eru þó nokkrir prestar sem aðhyllast aðskilnað. Séra Örn Bárður sagðist, í predikun sinni, þeirrar skoðunar að í ljósi þess óþols sem gætti meðal margra í garð kirkjunnar ætti þjóðkirkjan að segja upp samningi sínum við ríkið. „Að kirkjan skeri sjálf á þann naflastreng sem enn er tengdur enda þótt hann sé aðeins nokkrir trosnaðir þræðir miðað við það sem áður var." Vandræðagangur kirkjunnar vegna kynlífshneykslis sem tengist fyrrum biskupi er samt ekki nema lítill hluti þeirra ástæðna sem knýja á um fullan aðskilnað. Hér á landi býr alls konar fólk, margvíslegrar trúar og með ólíkar skoðanir. Allt á þetta fólk að vera jafnt fyrir lögum og standa jafnfætis þegar kemur að þjónustu hins opinbera. Til þess að tryggja þetta þarf að skera alveg á trosnaða þræði naflastrengsins sem tengir ríki og kirkju. Sömu lögmál eiga við um kirkjuna og um aðra sérhagsmunahópa, bil þarf að vera á milli ríkisvaldsins og sérhagsmunanna. Þjóðkirkjan hefur hagsmuni af því að sem flestir séu í hana skráðir og óttast sjálfsagt einhverjir innan hennar að staða hennar muni veikjast mjög, verði hún á pari við önnur trúfélög í augum ríkisins. Ýmis verk eru óunnin til að tryggja fullan aðskilnað. Skerpa þarf enn frekar skil milli skólastarfs og trúarstarfs, hvort sem það eru kirkjuferðir á trúarhátíðum eða hvernig fermingarfræðsla þjóðkirkjunnar er felld að skólastarfi. Talsmenn óbreytts ástands hafa líka sagt aðskilnaðinn flókinn, svo sem vegna óleystra mála um kirkjujarðir og þar fram eftir götunum. En flókin mál er líka hægt að leysa. Fyrsta skrefið er að ákveða aðskilnaðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Óli Kr. Ármannsson Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Vísast er í eðli stofnana að þær vilja verja sig og viðhalda valdastöðu sinni. Um þetta eru dæmin mörg. Þannig endurspeglast tilhneiging valdastofnana til að stuðla að óbreyttu ástandi í viðbrögðum bæði Bændasamtakanna og Landssambands íslenskra útvegsmanna til aðildar að Evrópusambandinu. Þó mætti afsaka afstöðu hagsmunasamtaka með því að í eðli þeirra sé að standa vörð um téða hagsmuni, ekki almannahag. Um leið gefur auga leið að skilja þarf á milli stofnana ríkisins og slíkra hópa. Lagasmíðar eiga heima hjá stjórnvöldum og sömuleiðis verkefni sem snúa að útdeilingu ríkisstyrkja og söfnun hagtalna. Sjálfsagt er að hagsmunasamtök fái að gefa álit sitt á lagafrumvörpum, en þau eiga ekki að koma að því að semja þau. Þarna er verk að vinna. Sorglegra er þegar stofnanir sem þykjast bera hag fólks fyrir brjósti bregðast skyldum sínum. Dæmi um þetta eru viðbrögð þjóðkirkjunnar þegar á tíunda áratugnum stigu fram konur og sökuðu þáverandi biskup, Ólaf Skúlason, um kynferðisbrot. Í viðbrögðunum endurspeglaðist varðstaðan um stofnunina. Kirkjan fæst nú við eftirmála þeirrar varðstöðu. „Kirkjan þarf að ganga í sjálfa sig og gera hreint í sínum ranni," sagði séra Örn Bárður Jónsson í ágætri predikun í Neskirkju síðasta sunnudag. Líklega heldur fólk áfram að segja sig úr þjóðkirkjunni þar til sú tiltekt hefur farið fram. Um leið ágerist umræða um aðskilnað ríkis og kirkju. Innan kirkjunnar eru þó nokkrir prestar sem aðhyllast aðskilnað. Séra Örn Bárður sagðist, í predikun sinni, þeirrar skoðunar að í ljósi þess óþols sem gætti meðal margra í garð kirkjunnar ætti þjóðkirkjan að segja upp samningi sínum við ríkið. „Að kirkjan skeri sjálf á þann naflastreng sem enn er tengdur enda þótt hann sé aðeins nokkrir trosnaðir þræðir miðað við það sem áður var." Vandræðagangur kirkjunnar vegna kynlífshneykslis sem tengist fyrrum biskupi er samt ekki nema lítill hluti þeirra ástæðna sem knýja á um fullan aðskilnað. Hér á landi býr alls konar fólk, margvíslegrar trúar og með ólíkar skoðanir. Allt á þetta fólk að vera jafnt fyrir lögum og standa jafnfætis þegar kemur að þjónustu hins opinbera. Til þess að tryggja þetta þarf að skera alveg á trosnaða þræði naflastrengsins sem tengir ríki og kirkju. Sömu lögmál eiga við um kirkjuna og um aðra sérhagsmunahópa, bil þarf að vera á milli ríkisvaldsins og sérhagsmunanna. Þjóðkirkjan hefur hagsmuni af því að sem flestir séu í hana skráðir og óttast sjálfsagt einhverjir innan hennar að staða hennar muni veikjast mjög, verði hún á pari við önnur trúfélög í augum ríkisins. Ýmis verk eru óunnin til að tryggja fullan aðskilnað. Skerpa þarf enn frekar skil milli skólastarfs og trúarstarfs, hvort sem það eru kirkjuferðir á trúarhátíðum eða hvernig fermingarfræðsla þjóðkirkjunnar er felld að skólastarfi. Talsmenn óbreytts ástands hafa líka sagt aðskilnaðinn flókinn, svo sem vegna óleystra mála um kirkjujarðir og þar fram eftir götunum. En flókin mál er líka hægt að leysa. Fyrsta skrefið er að ákveða aðskilnaðinn.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun