Um ástina og ómælisvíddir himingeimsins Trausti Júlíusson skrifar 23. febrúar 2010 06:00 Hátindar er safnplata með Kópavogstrúbadornum Ingólfi Sigurðssyni sem kallar sig Insol. Hann hefur fengist við tónlist síðan 1983, en sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 1998. Hún fékk nafnið Insol og innihélt lög eftir Bob Dylan í meðförum Ingólfs en fyrsta platan hans með frumsömdu efni, Hið mikla samband, kom ári seinna. Á Hátindum eru sextán lög af fyrstu átta plötum Insols sem komu út á árunum 1998-2003, auk tveggja áður áður óútgefinna verka. Það var Dr. Gunni sem valdi efnið. Aðalsmerki Insols eru flott lög og textar og persónulegur flutningur. Umfjöllunarefnin eru fjölbreytileg, allt frá hugleiðingum um stelpur yfir í kenningar um framtíð jarðarinnar og tenginguna út í ómælisvíddir himingeimsins. Þekktasta lag Insols, Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð? tilheyrir síðastnefnda flokknum, algerlega frábært verk sem er löngu orðið klassískt og þau eru mörg fleiri á plötunni í sama gæðaflokki. Ég nefni til dæmis Er ég ekki of gamall fyrir þig?, Blóm friður og ást, Björgunarlag, Þakklátir tímar og hið glænýja Efnahagskreppan á upptök sín í Kína þar sem Insól fjallar um hrunið og fjármálakreppuna. Skýringar hans á orsökum kreppunnar eru jafn frumlegar og persónulegar og annað á þessari plötu. Insol hefur aðra sýn á heiminn heldur en flestir og í því felst meðal annars snilldin. Margir tengja Insol við hina hefðbundnu trúbadorauppstillingu, söng, gítarundirleik og munnhörpusóló, en eins og heyrist vel á Hátindum þá virka tónsmíðar hans líka ágætlega í hljómborðsútsetningum. Gott dæmi um það eru lögin Við viljum jafnrétti og Jafnréttið er eina svarið. Hátindar er flott safnplata. Henni fylgir gott upplýsingablað um plöturnar átta og ferilinn. Hún er tilvalinn upphafspunktur fyrir þá sem ekki þekkja til Insols, en þeir sem komast á bragðið verða eflaust ekki saddir fyrr en þeir hafa leitað uppi upprunalegu plöturnar sjálfar.Niðurstaða: Gott yfirlit yfir feril trúbadorsins Insols sem er löngu tímabært að nái eyrum íslenskra tónlistaráhugamanna. Menning Tónlist Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Hátindar er safnplata með Kópavogstrúbadornum Ingólfi Sigurðssyni sem kallar sig Insol. Hann hefur fengist við tónlist síðan 1983, en sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 1998. Hún fékk nafnið Insol og innihélt lög eftir Bob Dylan í meðförum Ingólfs en fyrsta platan hans með frumsömdu efni, Hið mikla samband, kom ári seinna. Á Hátindum eru sextán lög af fyrstu átta plötum Insols sem komu út á árunum 1998-2003, auk tveggja áður áður óútgefinna verka. Það var Dr. Gunni sem valdi efnið. Aðalsmerki Insols eru flott lög og textar og persónulegur flutningur. Umfjöllunarefnin eru fjölbreytileg, allt frá hugleiðingum um stelpur yfir í kenningar um framtíð jarðarinnar og tenginguna út í ómælisvíddir himingeimsins. Þekktasta lag Insols, Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð? tilheyrir síðastnefnda flokknum, algerlega frábært verk sem er löngu orðið klassískt og þau eru mörg fleiri á plötunni í sama gæðaflokki. Ég nefni til dæmis Er ég ekki of gamall fyrir þig?, Blóm friður og ást, Björgunarlag, Þakklátir tímar og hið glænýja Efnahagskreppan á upptök sín í Kína þar sem Insól fjallar um hrunið og fjármálakreppuna. Skýringar hans á orsökum kreppunnar eru jafn frumlegar og persónulegar og annað á þessari plötu. Insol hefur aðra sýn á heiminn heldur en flestir og í því felst meðal annars snilldin. Margir tengja Insol við hina hefðbundnu trúbadorauppstillingu, söng, gítarundirleik og munnhörpusóló, en eins og heyrist vel á Hátindum þá virka tónsmíðar hans líka ágætlega í hljómborðsútsetningum. Gott dæmi um það eru lögin Við viljum jafnrétti og Jafnréttið er eina svarið. Hátindar er flott safnplata. Henni fylgir gott upplýsingablað um plöturnar átta og ferilinn. Hún er tilvalinn upphafspunktur fyrir þá sem ekki þekkja til Insols, en þeir sem komast á bragðið verða eflaust ekki saddir fyrr en þeir hafa leitað uppi upprunalegu plöturnar sjálfar.Niðurstaða: Gott yfirlit yfir feril trúbadorsins Insols sem er löngu tímabært að nái eyrum íslenskra tónlistaráhugamanna.
Menning Tónlist Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira