Ég trúi ekki á orðin þín Ingveldur Róbertsdóttir skrifar 24. september 2010 06:00 Karl Th. Birgisson, Davíð Þór Jónsson, Ilmur Kristjáns, Sólveig Arnarsdóttir og Egill Ólafs á sviðinu í Orð skulu standa. Leikhús / ** Orð skulu standa, Borgarleikhúsið Þáttastjórnandi og liðsstjórar: Karl Th. Birgisson, Davíð Þór Jónsson og Hlín Agnarsdóttir. Pálmi Sigurhjartarson leikur undir. Listrænn stjórnandi: Hilmir Snær Guðnason Undanfarna átta vetur hefur þátturinn Orð skulu standa verið vikulega á rás eitt Ríkisútvarpsins. Hann átti sér fjölmarga dygga áheyrendur um allt land og erlendis og hlaut meira að segja viðurkenningu Íslenskrar málnefndar. Það var því mörgum brugðið þegar tilkynnt var að þessi gersemi yrði felld niður nú í vetur í sparnaðarskyni. En hart var brugðist við og nú hefur þátturinn hafið göngu sína, í talsvert breyttri mynd, á Litla sviði Borgarleikhússins og var fyrsti þátturinn fluttur þar á þriðjudagskvöld, og verður þar vikulega. Stjórnandi og liðsstjórar eru hinir sömu og áður, Karl Th. Birgisson, Davíð Þór Jónsson og Hlín Agnarsdóttir, sem reyndar var fjarri góðu gamni þetta kvöldið en í hennar stað var Sólveig Arnarsdóttir. Gestur Davíðs Þórs var Egill Ólafsson og gestur Sólveigar Ilmur Kristjánsdóttir. Nýr liðsmaður er í þættinum, Pálmi Sigurhjartarson, sem lék undir þegar gestir brustu í söng og þegar það átti við. Skemmtunin hófst með því að stjórnandinn raulaði Ég veit þú kemur í kvöld til mín… og minnti á Chet Baker. Notalegheitin voru slík að mann langaði helst til að vera staddur á huggulegri krá - og fá hann til að syngja meira. Keppnin sjálf er með líku sniði og áður, Karl spyr um orð og merkingu þeirra, og liðin skiptast á um að svara og velta fyrir sér mögulegum skýringum. Spurt er um höfund ljóða og lásu gestirnir ljóðin með elegans, enda vel þjálfaðir í framsögn og flutningi. Áheyrendur fengu líka aðeins að spreyta sig og fengu tveir þeirra verðlaun fyrir frammistöðu sína. Örleikrit var flutt: auglýsing frá herrafataverslun hér í Reykjavík. Og þetta var nokkuð skemmtilegt stundum þótt furðu lítið væri um framíköll eða athugasemdir frá áheyrendum. Það var bagalegt hversu illa heyrðist í liðunum og stjórnandanum. Samt talaði hann í míkrafón en hljóðkerfið sveik áheyrendur. Það fór því ýmislegt fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Litla sviðið hentar ekki vel undir svona uppákomu. Bekkjunum er skipað í skeifu utan um sviðið og þar sem keppendurnir sátu innan hennar og sneru beint fram var talsverður hópur sem sá bara aftan á liðin. Hlýlegt kaffihús eða krá, sé slíkt einhvers staðar að finna, held ég henti betur undir svona þátt. Það er engan veginn hægt að ætlast til þess að Orð skuli standa verði nákvæmlega eins og í útvarpinu enda er hann orðinn leikþáttur. Allt gerist á sviðinu, beint fyrir framan áheyrendur. Það hentar því ekki að fá hvern sem er í svona uppákomu. Gestir þáttarins verða að vera vanir því að koma fram og treysta sér til að performera á sviði. Hinir „venjulegu Íslendingar" munu ekki koma í þáttinn og sjá um skemmtunina. Og það er meinið. Niðurstaða: Frábær þáttur, sem ætti að vera áfram í almenningseign, nýtur sín ekki sem skyldi á leiksviði, þrátt fyrir notaleg augnablik inn á milli. Tengdar fréttir Hagþenkir úthlutar Hagþenkir félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutaði á fimmtudag 38 verkefnum starfsstyrkjum sem samstals námu 12 milljónum króna. 26. september 2010 11:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús / ** Orð skulu standa, Borgarleikhúsið Þáttastjórnandi og liðsstjórar: Karl Th. Birgisson, Davíð Þór Jónsson og Hlín Agnarsdóttir. Pálmi Sigurhjartarson leikur undir. Listrænn stjórnandi: Hilmir Snær Guðnason Undanfarna átta vetur hefur þátturinn Orð skulu standa verið vikulega á rás eitt Ríkisútvarpsins. Hann átti sér fjölmarga dygga áheyrendur um allt land og erlendis og hlaut meira að segja viðurkenningu Íslenskrar málnefndar. Það var því mörgum brugðið þegar tilkynnt var að þessi gersemi yrði felld niður nú í vetur í sparnaðarskyni. En hart var brugðist við og nú hefur þátturinn hafið göngu sína, í talsvert breyttri mynd, á Litla sviði Borgarleikhússins og var fyrsti þátturinn fluttur þar á þriðjudagskvöld, og verður þar vikulega. Stjórnandi og liðsstjórar eru hinir sömu og áður, Karl Th. Birgisson, Davíð Þór Jónsson og Hlín Agnarsdóttir, sem reyndar var fjarri góðu gamni þetta kvöldið en í hennar stað var Sólveig Arnarsdóttir. Gestur Davíðs Þórs var Egill Ólafsson og gestur Sólveigar Ilmur Kristjánsdóttir. Nýr liðsmaður er í þættinum, Pálmi Sigurhjartarson, sem lék undir þegar gestir brustu í söng og þegar það átti við. Skemmtunin hófst með því að stjórnandinn raulaði Ég veit þú kemur í kvöld til mín… og minnti á Chet Baker. Notalegheitin voru slík að mann langaði helst til að vera staddur á huggulegri krá - og fá hann til að syngja meira. Keppnin sjálf er með líku sniði og áður, Karl spyr um orð og merkingu þeirra, og liðin skiptast á um að svara og velta fyrir sér mögulegum skýringum. Spurt er um höfund ljóða og lásu gestirnir ljóðin með elegans, enda vel þjálfaðir í framsögn og flutningi. Áheyrendur fengu líka aðeins að spreyta sig og fengu tveir þeirra verðlaun fyrir frammistöðu sína. Örleikrit var flutt: auglýsing frá herrafataverslun hér í Reykjavík. Og þetta var nokkuð skemmtilegt stundum þótt furðu lítið væri um framíköll eða athugasemdir frá áheyrendum. Það var bagalegt hversu illa heyrðist í liðunum og stjórnandanum. Samt talaði hann í míkrafón en hljóðkerfið sveik áheyrendur. Það fór því ýmislegt fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Litla sviðið hentar ekki vel undir svona uppákomu. Bekkjunum er skipað í skeifu utan um sviðið og þar sem keppendurnir sátu innan hennar og sneru beint fram var talsverður hópur sem sá bara aftan á liðin. Hlýlegt kaffihús eða krá, sé slíkt einhvers staðar að finna, held ég henti betur undir svona þátt. Það er engan veginn hægt að ætlast til þess að Orð skuli standa verði nákvæmlega eins og í útvarpinu enda er hann orðinn leikþáttur. Allt gerist á sviðinu, beint fyrir framan áheyrendur. Það hentar því ekki að fá hvern sem er í svona uppákomu. Gestir þáttarins verða að vera vanir því að koma fram og treysta sér til að performera á sviði. Hinir „venjulegu Íslendingar" munu ekki koma í þáttinn og sjá um skemmtunina. Og það er meinið. Niðurstaða: Frábær þáttur, sem ætti að vera áfram í almenningseign, nýtur sín ekki sem skyldi á leiksviði, þrátt fyrir notaleg augnablik inn á milli.
Tengdar fréttir Hagþenkir úthlutar Hagþenkir félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutaði á fimmtudag 38 verkefnum starfsstyrkjum sem samstals námu 12 milljónum króna. 26. september 2010 11:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Hagþenkir úthlutar Hagþenkir félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutaði á fimmtudag 38 verkefnum starfsstyrkjum sem samstals námu 12 milljónum króna. 26. september 2010 11:00