Besta erlenda platan 2009 Dr. Gunni skrifar 5. janúar 2010 04:15 Samvinnuhópur dýranna. Álitsgjöfum Fréttablaðsins finnst áttunda plata Animal Collective, Merriweather Post Pavilion, besta plata ársins. Þegar Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til að velja bestu erlendu plötur ársins 2009 kom í ljós að lítill samhljómur var meðal sérfræðinganna. Besta platan kom frá bandarísku borginni Baltimore. Nokkuð jafnt er á toppnum í ár, aðeins eitt stig skilur að tvær efstu plöturnar. Eins og oft áður er breiddin mikil á listanum og mjög margar plötur fá aðeins eina tilnefningu.1. Animal Collective - Merriweather Post Pavilion (19 stig)Besta plata ársins er áttunda platan með Baltimore-sveitinni Animal Collective, Merriweather Post Pavilion. Platan hefur fengið gríðarlega góða dóma og er víða í efsta sætinu yfir bestu plötur ársins. Tónlistarlega er þetta poppaðasta plata þessarar tilraunaglöðu hljómsveitar, útkoman einhvers konar tuttugustu og fyrstu aldar samsuða úr barokk-poppi Beach Boys og sýrurokki Pink Floyd. 2. The XX - XX (18 stig)Í öðru sæti er Lundúnabandið The XX með frumraun sína XX. Platan sækir áhrif í nýbylgjurokk 9. áratugarins og Bristol-senuna í kringum 1995, er full af draumkenndri tónlist og var meðal annars valin besta plata ársins af gagnrýnendum The Guardian.3. Dirty Projectors - Bitte Orca (16 stig)Í þriðja sæti er Bitte Orca með Dirty Projectors frá Brooklyn. Dave Longstreth er forsprakki sveitarinnar og tónlistin mjög frumleg blanda framúrstefnu, þjóðlaga- og heimstónlistaráhrifa og rokks. Björk, sem er andlega skyld sveitinni, tróð upp með henni á síðasta ári.4. Wilco - Wilco (The Album) (11 stig)Annars virðist árið 2009 einna helst hafa einkennst af því að indíbylgja síðustu ára er í algleymi og alltaf fleiri og fleiri nöfn að koma upp á yfirborðið. Og yfirburðir Breta og Bandaríkjamanna eru algerir. Af ellefu efstu plötunum eru sex bandarískar og fimm enskar.5. Grizzly Bear - Weckatimest (10 stig)Bestu erlendu plötur ársins 1. Animal Collective - Merriweather Post Pavilion (19 stig) 2. The XX - XX (18 stig) 3. Dirty Projectors - Bitte Orca (16 stig) 4. Wilco - Wilco (The Album) (11 stig) 5. Grizzly Bear - Weckatimest (10 stig) 6. Bat For Lashes - Two Suns (9 stig) 7. - 8. Micachu and The Shapes - Jewellery (9 stig) 7. - 8. Muse - The Resistance (9 stig) 9. Mumford & Sons - Sigh No More (7 stig) 10. - 11. The Black Eyed Peas - The E.N.D. (7 stig) 10. - 11. Converge - Axe To Fall (7 stig) Sérfræðingarnir: Alexandra Kjeld - Rjóminn, Andrea Jónsdóttir - Rás 2, Anna Margrét Björnsson - Fréttablaðið, Árni Þór Jónsson - Zýrður rjómi, Bob Cluness - Grapevine, Bobby Breiðholt - breidholt.blogspot.com, Brynjar Már Valdimarsson - FM 957, Dr. Gunni - Fréttablaðið, Egill Harðar - Rjóminn, Einar Bárðarson - Kaninn, Freyr Bjarnason - Fréttablaðið, Frosti Logason - Xið 977, Haukur S. Magnússon - Grapevine, Heiða Ólafsdóttir - RÚV/Poppland, Hildur Maral - Rjóminn, Höskuldur Daði Magnússon - Fréttablaðið, Jens Kr. Guð, Kjartan Guðmundsson - Fréttablaðið, Ólafur Páll Gunnarsson - Rás 2 og Trausti Júlíusson - Fréttablaðið. Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þegar Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til að velja bestu erlendu plötur ársins 2009 kom í ljós að lítill samhljómur var meðal sérfræðinganna. Besta platan kom frá bandarísku borginni Baltimore. Nokkuð jafnt er á toppnum í ár, aðeins eitt stig skilur að tvær efstu plöturnar. Eins og oft áður er breiddin mikil á listanum og mjög margar plötur fá aðeins eina tilnefningu.1. Animal Collective - Merriweather Post Pavilion (19 stig)Besta plata ársins er áttunda platan með Baltimore-sveitinni Animal Collective, Merriweather Post Pavilion. Platan hefur fengið gríðarlega góða dóma og er víða í efsta sætinu yfir bestu plötur ársins. Tónlistarlega er þetta poppaðasta plata þessarar tilraunaglöðu hljómsveitar, útkoman einhvers konar tuttugustu og fyrstu aldar samsuða úr barokk-poppi Beach Boys og sýrurokki Pink Floyd. 2. The XX - XX (18 stig)Í öðru sæti er Lundúnabandið The XX með frumraun sína XX. Platan sækir áhrif í nýbylgjurokk 9. áratugarins og Bristol-senuna í kringum 1995, er full af draumkenndri tónlist og var meðal annars valin besta plata ársins af gagnrýnendum The Guardian.3. Dirty Projectors - Bitte Orca (16 stig)Í þriðja sæti er Bitte Orca með Dirty Projectors frá Brooklyn. Dave Longstreth er forsprakki sveitarinnar og tónlistin mjög frumleg blanda framúrstefnu, þjóðlaga- og heimstónlistaráhrifa og rokks. Björk, sem er andlega skyld sveitinni, tróð upp með henni á síðasta ári.4. Wilco - Wilco (The Album) (11 stig)Annars virðist árið 2009 einna helst hafa einkennst af því að indíbylgja síðustu ára er í algleymi og alltaf fleiri og fleiri nöfn að koma upp á yfirborðið. Og yfirburðir Breta og Bandaríkjamanna eru algerir. Af ellefu efstu plötunum eru sex bandarískar og fimm enskar.5. Grizzly Bear - Weckatimest (10 stig)Bestu erlendu plötur ársins 1. Animal Collective - Merriweather Post Pavilion (19 stig) 2. The XX - XX (18 stig) 3. Dirty Projectors - Bitte Orca (16 stig) 4. Wilco - Wilco (The Album) (11 stig) 5. Grizzly Bear - Weckatimest (10 stig) 6. Bat For Lashes - Two Suns (9 stig) 7. - 8. Micachu and The Shapes - Jewellery (9 stig) 7. - 8. Muse - The Resistance (9 stig) 9. Mumford & Sons - Sigh No More (7 stig) 10. - 11. The Black Eyed Peas - The E.N.D. (7 stig) 10. - 11. Converge - Axe To Fall (7 stig) Sérfræðingarnir: Alexandra Kjeld - Rjóminn, Andrea Jónsdóttir - Rás 2, Anna Margrét Björnsson - Fréttablaðið, Árni Þór Jónsson - Zýrður rjómi, Bob Cluness - Grapevine, Bobby Breiðholt - breidholt.blogspot.com, Brynjar Már Valdimarsson - FM 957, Dr. Gunni - Fréttablaðið, Egill Harðar - Rjóminn, Einar Bárðarson - Kaninn, Freyr Bjarnason - Fréttablaðið, Frosti Logason - Xið 977, Haukur S. Magnússon - Grapevine, Heiða Ólafsdóttir - RÚV/Poppland, Hildur Maral - Rjóminn, Höskuldur Daði Magnússon - Fréttablaðið, Jens Kr. Guð, Kjartan Guðmundsson - Fréttablaðið, Ólafur Páll Gunnarsson - Rás 2 og Trausti Júlíusson - Fréttablaðið.
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira