Upprennandi stórstjarna Trausti Júlíusson skrifar 24. nóvember 2010 06:00 Allt sem þú átt með Friðriki Dór. Tónlist Allt sem þú átt Friðrik Dór Friðrik Dór er 22ja ára söngvari og lagasmiður úr Hafnarfirði sem hefur verið að gera það gott að undanförnu með lögum eins og Hlið við hlið, Á sama stað og Fyrir hana. Allt sem þú átt er hans fyrsta plata og það er hægt að segja það strax að strákurinn byrjar með stæl. Friðrik Dór semur lögin og textana sjálfur, en flest lögin eru tekin upp og útsett af upptökutvíeykinu Redd Lights sem eru þeir Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson. Tónlistin á Allt sem þú átt er r&b-litað popp af þeirri tegund sem gjarnan hljómar á FM957 og Kananum. Friðrik hefur fína poppsöngrödd og lögin hans eru mörg fín. Textarnir, sem eru á íslensku, fjalla um stelpur, sambönd og djamm og eru fínir fyrir svona tónlist. Það er líka flottur hljómur á plötunni og greinilegt að Redd Lights (og Stop Wait Go sem koma við sögu í þremur lögum) kunna alveg að búa til nútímalegt popp af þessu tagi. Það eina sem hægt er að finna að plötunni er að lögin eru sum svolítið keimlík og sömu hljóðeffektarnir víða áberandi. Á heildina litið er þetta samt flott frumsmíð. Maður bíður spenntur eftir meira efni, bæði frá Friðriki Dór og Redd Lights! Niðurstaða: Friðrik Dór stimplar sig inn í íslenskt popplandslag með fínni frumsmíð. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Allt sem þú átt Friðrik Dór Friðrik Dór er 22ja ára söngvari og lagasmiður úr Hafnarfirði sem hefur verið að gera það gott að undanförnu með lögum eins og Hlið við hlið, Á sama stað og Fyrir hana. Allt sem þú átt er hans fyrsta plata og það er hægt að segja það strax að strákurinn byrjar með stæl. Friðrik Dór semur lögin og textana sjálfur, en flest lögin eru tekin upp og útsett af upptökutvíeykinu Redd Lights sem eru þeir Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson. Tónlistin á Allt sem þú átt er r&b-litað popp af þeirri tegund sem gjarnan hljómar á FM957 og Kananum. Friðrik hefur fína poppsöngrödd og lögin hans eru mörg fín. Textarnir, sem eru á íslensku, fjalla um stelpur, sambönd og djamm og eru fínir fyrir svona tónlist. Það er líka flottur hljómur á plötunni og greinilegt að Redd Lights (og Stop Wait Go sem koma við sögu í þremur lögum) kunna alveg að búa til nútímalegt popp af þessu tagi. Það eina sem hægt er að finna að plötunni er að lögin eru sum svolítið keimlík og sömu hljóðeffektarnir víða áberandi. Á heildina litið er þetta samt flott frumsmíð. Maður bíður spenntur eftir meira efni, bæði frá Friðriki Dór og Redd Lights! Niðurstaða: Friðrik Dór stimplar sig inn í íslenskt popplandslag með fínni frumsmíð.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira