Plata sem vinnur á Trausti Júlíusson skrifar 9. desember 2010 00:01 Puzzle með Amiinu. Tónlist Puzzle Amiina Puzzle er önnur plata Amiinu í fullri lengd, en sú fyrri, Kurr, kom út 2007 og þótti framúrskarandi. Auk þess hefur Amiina verið dugleg að senda frá sér smáskífur og EP-plötur. Amiina varð fyrst þekkt sem strengjasveit Sigur Rósar. Þær Edda Rún, Hildur, María Huld og Sólrún eru allar búnar að vera meðlimir lengi, en á nýju plötunni hafa þeir Guðmundur Vignir Karlsson (öðru nafni Kippi Kanínus) og Magnús Tryggvason bæst í hópinn. Stelpurnar spila sem fyrr á ýmis hljóðfæri, en Magnús er slagverksleikari og Kippi er raftóla- og tölvugaur. Fyrstu viðbrögðin þegar maður hlustar á Puzzle eru vonbrigði. Fyrri platan var einstök á sinn sveimkennda og ofurrólega hátt. Á Puzzle eru komnir skröltandi raftaktar og ásláttur þannig að það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Amiina sé farin hljóma eins og múm fyrir nokkrum árum, sem væri ekki endilega slæmt þannig lagað, en ekki það sem maður er að leita eftir. Þegar maður hlustar betur kemur hins vegar þessi ósvikni Amiinu-hljómur í gegn og lögin vinna á. Mín uppáhaldslög eru What Are We Waiting For?, Púsl, Mambó, Thoka og sérstaklega Sicsak sem er frábært. Og þá er ég kominn í fimm lög af átta. Ekki slæmt… Niðurstaða: Amiina heldur kjarnanum, en bætir í litrófið. Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Puzzle Amiina Puzzle er önnur plata Amiinu í fullri lengd, en sú fyrri, Kurr, kom út 2007 og þótti framúrskarandi. Auk þess hefur Amiina verið dugleg að senda frá sér smáskífur og EP-plötur. Amiina varð fyrst þekkt sem strengjasveit Sigur Rósar. Þær Edda Rún, Hildur, María Huld og Sólrún eru allar búnar að vera meðlimir lengi, en á nýju plötunni hafa þeir Guðmundur Vignir Karlsson (öðru nafni Kippi Kanínus) og Magnús Tryggvason bæst í hópinn. Stelpurnar spila sem fyrr á ýmis hljóðfæri, en Magnús er slagverksleikari og Kippi er raftóla- og tölvugaur. Fyrstu viðbrögðin þegar maður hlustar á Puzzle eru vonbrigði. Fyrri platan var einstök á sinn sveimkennda og ofurrólega hátt. Á Puzzle eru komnir skröltandi raftaktar og ásláttur þannig að það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Amiina sé farin hljóma eins og múm fyrir nokkrum árum, sem væri ekki endilega slæmt þannig lagað, en ekki það sem maður er að leita eftir. Þegar maður hlustar betur kemur hins vegar þessi ósvikni Amiinu-hljómur í gegn og lögin vinna á. Mín uppáhaldslög eru What Are We Waiting For?, Púsl, Mambó, Thoka og sérstaklega Sicsak sem er frábært. Og þá er ég kominn í fimm lög af átta. Ekki slæmt… Niðurstaða: Amiina heldur kjarnanum, en bætir í litrófið.
Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira