Ríkisstjórnin stenst áhlaup Steinunn Stefánsdóttir skrifar 9. janúar 2010 06:15 Svo virðist sem bæði ríkisstjórnin og forsetinn standi með pálmann í höndunum eftir orrahríð líðandi viku. Ef rýnt er í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á fimmtudagskvöld má segja að þeir einu sem falla á prófinu séu stjórnarandstaðan. Lýðskrum hennar fær falleinkunn kjósenda. Ástæðan er sjálfsagt einföld en ætti engu síður að vera stjórnarandstöðunni umhugsunarefni. Þrátt fyrir að hafa talað mikið og iðulega í gífuryrðum er ákaflega erfitt að átta sig á því fyrir hvað stjórnarandstaðan stendur eða hvað hún vill. Þegar Icesave-lögin voru afgreidd í fyrra sinnið var það ekki með stuðningi sjálfstæðismanna og framsóknarmanna þrátt fyrir að miklum tíma hefði verið varið þá um sumarið í að vinna fyrirvara inn í lögin í samstarfi við stjórnarandstöðuna. Haustið leið svo með endalausum umræðum um málið og málþófi. Andstaða stjórnarandstöðunnar beindist að því er virtist fyrst og fremst að því að vísa ætti málinu til dómstóla sem líklegast væri að myndu dæma Íslendingum í hag, þ.e. komast að þeirri niðurstöðu að okkur bæri ekki að greiða þessa skuld. Eins og við var að búast fóru leikar á sama veg þegar atkvæði voru greidd nú fyrir áramót. Lögin voru samþykkt nú með mótatkvæðum minnihlutans. Tillaga sjálfstæðisþingmanns um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var studd af stjórnarandstöðuþingmönnum en felld í atkvæðagreiðslu. Ekki var þó forsetinn fyrr búinn að vísa Icesave-málinu til þjóðarinnar að allt annað hljóð fór að heyrast úr stjórnarandstöðustrokknum. Nú þykir þeim óheppilegt að þjóðin greiði atkvæði um málið og telja vænlegra að semja upp á nýtt. Ljóst er að þessi síbreytilegi málflutningur minnihlutans á þingi á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum þrátt fyrir að meirihluti þeirra sé sáttur við ákvörðun forsetans um að staðfesta ekki Icesave-lögin heldur vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarmeirihlutann hvað harðast fyrir skort á samráði við minnihlutann. Vera kann að sú gagnrýni eigi rétt á sér. Hitt er jafnljóst að erfitt getur verið um vik að hafa samráð við þá sem ekki vita í hvorn fótinn þeir ætla að stíga, vilja einn daginn ekki borga, annan vísa til dómstóla og þann þriðja semja eilítið betur. Sömuleiðis liggur fyrir að þegar um samráð milli meirihluta og minnihluta er að ræða þá getur það ekki farið fram á þann veg að minnihlutinn ákveði um hvað samráðið á að snúast og meirihlutinn lagi sig að því. Þannig virkar ekki lýðræðið. Niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins er um margt athyglisverð. Ríkisstjórnin leggur allt upp úr því að ljúka Icesave-málinu í friði við aðrar þjóðir. Hún heldur fylgi sínu með innri sveiflu frá Samfylkingu til Vinstri grænna, sem endurspeglar fyrst og fremst gríðarlegan styrk Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Á sama tíma styður góður meirihluti þjóðarinnar ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar, og myndi fella lögin ef gengið yrði til kosninga um þau nú. Ríkisstjórnin nýtur þannig trausts þrátt fyrir andstreymið í Icesave-málinu en stjórnarandstaðan hefur ekkert fylgi haft upp úr stefnulausu lýðskrumi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Svo virðist sem bæði ríkisstjórnin og forsetinn standi með pálmann í höndunum eftir orrahríð líðandi viku. Ef rýnt er í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á fimmtudagskvöld má segja að þeir einu sem falla á prófinu séu stjórnarandstaðan. Lýðskrum hennar fær falleinkunn kjósenda. Ástæðan er sjálfsagt einföld en ætti engu síður að vera stjórnarandstöðunni umhugsunarefni. Þrátt fyrir að hafa talað mikið og iðulega í gífuryrðum er ákaflega erfitt að átta sig á því fyrir hvað stjórnarandstaðan stendur eða hvað hún vill. Þegar Icesave-lögin voru afgreidd í fyrra sinnið var það ekki með stuðningi sjálfstæðismanna og framsóknarmanna þrátt fyrir að miklum tíma hefði verið varið þá um sumarið í að vinna fyrirvara inn í lögin í samstarfi við stjórnarandstöðuna. Haustið leið svo með endalausum umræðum um málið og málþófi. Andstaða stjórnarandstöðunnar beindist að því er virtist fyrst og fremst að því að vísa ætti málinu til dómstóla sem líklegast væri að myndu dæma Íslendingum í hag, þ.e. komast að þeirri niðurstöðu að okkur bæri ekki að greiða þessa skuld. Eins og við var að búast fóru leikar á sama veg þegar atkvæði voru greidd nú fyrir áramót. Lögin voru samþykkt nú með mótatkvæðum minnihlutans. Tillaga sjálfstæðisþingmanns um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var studd af stjórnarandstöðuþingmönnum en felld í atkvæðagreiðslu. Ekki var þó forsetinn fyrr búinn að vísa Icesave-málinu til þjóðarinnar að allt annað hljóð fór að heyrast úr stjórnarandstöðustrokknum. Nú þykir þeim óheppilegt að þjóðin greiði atkvæði um málið og telja vænlegra að semja upp á nýtt. Ljóst er að þessi síbreytilegi málflutningur minnihlutans á þingi á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum þrátt fyrir að meirihluti þeirra sé sáttur við ákvörðun forsetans um að staðfesta ekki Icesave-lögin heldur vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarmeirihlutann hvað harðast fyrir skort á samráði við minnihlutann. Vera kann að sú gagnrýni eigi rétt á sér. Hitt er jafnljóst að erfitt getur verið um vik að hafa samráð við þá sem ekki vita í hvorn fótinn þeir ætla að stíga, vilja einn daginn ekki borga, annan vísa til dómstóla og þann þriðja semja eilítið betur. Sömuleiðis liggur fyrir að þegar um samráð milli meirihluta og minnihluta er að ræða þá getur það ekki farið fram á þann veg að minnihlutinn ákveði um hvað samráðið á að snúast og meirihlutinn lagi sig að því. Þannig virkar ekki lýðræðið. Niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins er um margt athyglisverð. Ríkisstjórnin leggur allt upp úr því að ljúka Icesave-málinu í friði við aðrar þjóðir. Hún heldur fylgi sínu með innri sveiflu frá Samfylkingu til Vinstri grænna, sem endurspeglar fyrst og fremst gríðarlegan styrk Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Á sama tíma styður góður meirihluti þjóðarinnar ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar, og myndi fella lögin ef gengið yrði til kosninga um þau nú. Ríkisstjórnin nýtur þannig trausts þrátt fyrir andstreymið í Icesave-málinu en stjórnarandstaðan hefur ekkert fylgi haft upp úr stefnulausu lýðskrumi sínu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun