Ísland er velkomið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. júní 2010 06:00 Allar líkur eru á að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki á fundi sínum í dag að hefja aðildarviðræður við Ísland. Það er enn einn áfanginn í endurreisn íslenzks samfélags og efnahagslífs eftir hrunið. Ísland þarf á öflugum bandamönnum að halda, nothæfum gjaldmiðli og skýrum ramma um efnahagsstefnuna. Þetta fæst allt með inngöngu í ESB. Sumir andstæðingar ESB-aðildar fara hamförum yfir að fjallað skuli um málið á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði það „hroka" af hálfu ESB að ræða málið á þessum degi. Fundardagurinn, sem var ákveðinn fyrir löngu, ekki ólíklega áður en Ísland sótti um aðild að ESB, er auðvitað tilviljun. En vilji menn lesa eitthvað út úr tilviljunum ættu menn frekar að fagna því að ákvörðunina beri upp á þennan dag, því að hún er til merkis um að Ísland njóti viðurkenningar sem sjálfstætt, evrópskt lýðræðisríki. Ísland er velkomið í hóp nærri þrjátíu annarra, sem taka sameiginlegar ákvarðanir um mikilvæg mál en hafa hvorki fórnað sjálfstæði sínu né sérkennum. Þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Í rökstuðningi þeirra segir meðal annars að umsókn um aðild að Evrópusambandinu gerbreyti áherzlum Íslands í utanríkismálum. Það er alröng fullyrðing. Evrópusambandsaðild er þvert á móti rökrétt framhald af þeirri utanríkisstefnu, sem hefur verið rekin á lýðveldistímanum og gengur út á að rótfesta Ísland í kjarna samstarfs vestrænna lýðræðisríkja, en standa þar ekki á jaðrinum. Ástand undanfarinna ára, þar sem Ísland stendur utan við, hefur verið á skjön við þá stefnu sem var mótuð á fyrstu árum lýðveldisins. Í rauninni þarf miklu ýtarlegri rökstuðning fyrir því að standa utan Evrópusambandsins en að ganga inn, í félagsskap þar sem flest nánustu vina- og bandalagsríki Íslands eru fyrir. Andstæðingar aðildar hafa réttilega gagnrýnt að pólitíska forystu fyrir umsókninni vanti. Þótt utanríkisráðherrann hafi haldið vel á málinu, er ríkisstjórnin augljóslega klofin í því. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forystuleysið er formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagðist hér í blaðinu á þriðjudag myndu styðja tillöguna um að draga aðildarumsókn til baka. Fyrir síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins sagðist Bjarni hins vegar vilja að samþykkt yrði opið umboð fyrir forystu flokksins að „taka heils hugar þátt í samningaviðræðum sem kunna að leiða til ESB-aðildar á grundvelli tiltekinna samningsmarkmiða". Niðurstaðan varð önnur og ekki varð vart við að væntanlegur formaður beitti sér gegn henni á landsfundinum. Þar með afsalaði Sjálfstæðisflokkurinn sér sínu sögulega hlutverki, sem hefur verið að hafa forystu fyrir meiriháttar ákvörðunum í utanríkismálum þjóðarinnar, ekki sízt um þátttöku í samstarfi vestrænna lýðræðisríkja. Það fer forystusveit Sjálfstæðisflokksins ekki vel að kvarta undan forystuleysi í Evrópumálunum. Hún ætti sjálf að sýna þessa forystu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Allar líkur eru á að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki á fundi sínum í dag að hefja aðildarviðræður við Ísland. Það er enn einn áfanginn í endurreisn íslenzks samfélags og efnahagslífs eftir hrunið. Ísland þarf á öflugum bandamönnum að halda, nothæfum gjaldmiðli og skýrum ramma um efnahagsstefnuna. Þetta fæst allt með inngöngu í ESB. Sumir andstæðingar ESB-aðildar fara hamförum yfir að fjallað skuli um málið á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði það „hroka" af hálfu ESB að ræða málið á þessum degi. Fundardagurinn, sem var ákveðinn fyrir löngu, ekki ólíklega áður en Ísland sótti um aðild að ESB, er auðvitað tilviljun. En vilji menn lesa eitthvað út úr tilviljunum ættu menn frekar að fagna því að ákvörðunina beri upp á þennan dag, því að hún er til merkis um að Ísland njóti viðurkenningar sem sjálfstætt, evrópskt lýðræðisríki. Ísland er velkomið í hóp nærri þrjátíu annarra, sem taka sameiginlegar ákvarðanir um mikilvæg mál en hafa hvorki fórnað sjálfstæði sínu né sérkennum. Þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Í rökstuðningi þeirra segir meðal annars að umsókn um aðild að Evrópusambandinu gerbreyti áherzlum Íslands í utanríkismálum. Það er alröng fullyrðing. Evrópusambandsaðild er þvert á móti rökrétt framhald af þeirri utanríkisstefnu, sem hefur verið rekin á lýðveldistímanum og gengur út á að rótfesta Ísland í kjarna samstarfs vestrænna lýðræðisríkja, en standa þar ekki á jaðrinum. Ástand undanfarinna ára, þar sem Ísland stendur utan við, hefur verið á skjön við þá stefnu sem var mótuð á fyrstu árum lýðveldisins. Í rauninni þarf miklu ýtarlegri rökstuðning fyrir því að standa utan Evrópusambandsins en að ganga inn, í félagsskap þar sem flest nánustu vina- og bandalagsríki Íslands eru fyrir. Andstæðingar aðildar hafa réttilega gagnrýnt að pólitíska forystu fyrir umsókninni vanti. Þótt utanríkisráðherrann hafi haldið vel á málinu, er ríkisstjórnin augljóslega klofin í því. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forystuleysið er formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagðist hér í blaðinu á þriðjudag myndu styðja tillöguna um að draga aðildarumsókn til baka. Fyrir síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins sagðist Bjarni hins vegar vilja að samþykkt yrði opið umboð fyrir forystu flokksins að „taka heils hugar þátt í samningaviðræðum sem kunna að leiða til ESB-aðildar á grundvelli tiltekinna samningsmarkmiða". Niðurstaðan varð önnur og ekki varð vart við að væntanlegur formaður beitti sér gegn henni á landsfundinum. Þar með afsalaði Sjálfstæðisflokkurinn sér sínu sögulega hlutverki, sem hefur verið að hafa forystu fyrir meiriháttar ákvörðunum í utanríkismálum þjóðarinnar, ekki sízt um þátttöku í samstarfi vestrænna lýðræðisríkja. Það fer forystusveit Sjálfstæðisflokksins ekki vel að kvarta undan forystuleysi í Evrópumálunum. Hún ætti sjálf að sýna þessa forystu.