Héraðsljósmæður Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 19. janúar 2010 06:00 Ekki verður með góðu móti séð hvað flokksráð VG var að gera á Akureyri um helgina. Ályktanir flokksráðsfundarins eru alla vega með því furðulegra sem stjórnmálaflokkur hefur sent frá sér hin síðari ár. Er ástæða til að minna á að VG á fjórtán þingmenn og aðild að ríkisstjórn. Allir þeir sem ekki sátu flokksráðsfundinn hafa staðið í þeirri meiningu að Icesave sé mál málanna í stjórnmálunum. Lausn þess eða tilraunir til að koma málinu í einhvern farveg á ný sé það sem öllu máli skiptir fyrir íslenskt samfélag. Þessi skilningur er fyrst og fremst til kominn vegna ítrekaðra yfirlýsinga ráðherra ríkisstjórnarinnar þar um. Fjármálaráðherrann, formaður VG, hefur ekki talað um annað en Icesave í þær tvær vikur sem liðnar eru síðan forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að staðfesta Icesave-lögin. Og ekki lét formaðurinn sitt eftir liggja á fundinum. Beiski drykkurinn og það allt. Engu að síður er ekki minnst á málið í ályktunum VG. Afsagnir ráðherra eru fátíðar á Íslandi. Ráðherra úr röðum VG sagði af sér embætti vegna Icesave! Fátítt er að þingflokkar klofni í veigamiklum málum. VG klofnaði í Icesave! Þrátt fyrir það er ekki minnst á málið í ályktununum. Það er í besta falli furðulegt að flokksráð VG hafi ekki séð ástæðu til að fjalla um og samþykkja einhverja leiðsögn til þingmanna sinna, ráðherra og ríkisstjórnarinnar í þessu stóra máli. Þar til annað upplýsist verður að telja að flokksmenn hafi hreinlega skort dug til þess. En menn sátu svosem ekki auðum höndum nyrðra. „Fjölmiðlum er nú grímulaust beitt sem áróðurstækjum eigenda sinna," segja Vinstri græn og beina spjótum sínum að Morgunblaðinu og 365. Stjórnendur Ríkisútvarpsins fá líka að heyra það. Rykið var líka dustað af gömlum tillögum eins og um að ríkið kaupi grunnnet Símans og eignist ennfremur þá hluti í stærri orkufyrirtækjum sem eru í einkaeigu. Ekki fylgja fyrirmæli um hvaða leiðir beri að fara í þessum efnum né heldur hvar skera beri niður í ríkisrekstrinum til að mæta tugmilljarða kostnaði við slík kaup. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu var að sjálfsögðu fordæmd og andstaðan við hugmyndir um að einkarekið sjúkrahús rísi í Mosfellsbæ ítrekuð. Flokkurinn verður þó ekki sakaður um að hafa ekki aðra sýn í heilbrigðismálum en þá að vera á móti einkavæðingu. Flokksráðið vill nefnilega að kannaðir verði kostir þess að taka upp embætti héraðsljósmóður að nýju. Heilbrigðisráðherrann hlýtur að hafa nýtt gærdaginn í að skipa nefnd til að ganga í málið. Vinstri græn standa enn klár á andstöðu sinni við Evrópusambandsaðild. Eru ráðherrar, þingmenn og aðrir hvattir til að halda stefnu flokksins um andstöðu við aðild á lofti og berjast einarðlega fyrir henni. Ekki er við öðru að búast en að flokksráðið verði tekið á orðinu þar. En hvaða sýn hefur VG á atvinnumálin - eða öllu heldur atvinnuleysið? Á sautjánda þúsund hefur ekki vinnu. Tæplega tíu þúsund karlar og tæplega sjö þúsund konur. Jú, fundurinn á Akureyri ítrekar mikilvægi kynjasjónarmiða við forgangsröðun í atvinnumálum. Þetta er veganestið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór
Ekki verður með góðu móti séð hvað flokksráð VG var að gera á Akureyri um helgina. Ályktanir flokksráðsfundarins eru alla vega með því furðulegra sem stjórnmálaflokkur hefur sent frá sér hin síðari ár. Er ástæða til að minna á að VG á fjórtán þingmenn og aðild að ríkisstjórn. Allir þeir sem ekki sátu flokksráðsfundinn hafa staðið í þeirri meiningu að Icesave sé mál málanna í stjórnmálunum. Lausn þess eða tilraunir til að koma málinu í einhvern farveg á ný sé það sem öllu máli skiptir fyrir íslenskt samfélag. Þessi skilningur er fyrst og fremst til kominn vegna ítrekaðra yfirlýsinga ráðherra ríkisstjórnarinnar þar um. Fjármálaráðherrann, formaður VG, hefur ekki talað um annað en Icesave í þær tvær vikur sem liðnar eru síðan forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að staðfesta Icesave-lögin. Og ekki lét formaðurinn sitt eftir liggja á fundinum. Beiski drykkurinn og það allt. Engu að síður er ekki minnst á málið í ályktunum VG. Afsagnir ráðherra eru fátíðar á Íslandi. Ráðherra úr röðum VG sagði af sér embætti vegna Icesave! Fátítt er að þingflokkar klofni í veigamiklum málum. VG klofnaði í Icesave! Þrátt fyrir það er ekki minnst á málið í ályktununum. Það er í besta falli furðulegt að flokksráð VG hafi ekki séð ástæðu til að fjalla um og samþykkja einhverja leiðsögn til þingmanna sinna, ráðherra og ríkisstjórnarinnar í þessu stóra máli. Þar til annað upplýsist verður að telja að flokksmenn hafi hreinlega skort dug til þess. En menn sátu svosem ekki auðum höndum nyrðra. „Fjölmiðlum er nú grímulaust beitt sem áróðurstækjum eigenda sinna," segja Vinstri græn og beina spjótum sínum að Morgunblaðinu og 365. Stjórnendur Ríkisútvarpsins fá líka að heyra það. Rykið var líka dustað af gömlum tillögum eins og um að ríkið kaupi grunnnet Símans og eignist ennfremur þá hluti í stærri orkufyrirtækjum sem eru í einkaeigu. Ekki fylgja fyrirmæli um hvaða leiðir beri að fara í þessum efnum né heldur hvar skera beri niður í ríkisrekstrinum til að mæta tugmilljarða kostnaði við slík kaup. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu var að sjálfsögðu fordæmd og andstaðan við hugmyndir um að einkarekið sjúkrahús rísi í Mosfellsbæ ítrekuð. Flokkurinn verður þó ekki sakaður um að hafa ekki aðra sýn í heilbrigðismálum en þá að vera á móti einkavæðingu. Flokksráðið vill nefnilega að kannaðir verði kostir þess að taka upp embætti héraðsljósmóður að nýju. Heilbrigðisráðherrann hlýtur að hafa nýtt gærdaginn í að skipa nefnd til að ganga í málið. Vinstri græn standa enn klár á andstöðu sinni við Evrópusambandsaðild. Eru ráðherrar, þingmenn og aðrir hvattir til að halda stefnu flokksins um andstöðu við aðild á lofti og berjast einarðlega fyrir henni. Ekki er við öðru að búast en að flokksráðið verði tekið á orðinu þar. En hvaða sýn hefur VG á atvinnumálin - eða öllu heldur atvinnuleysið? Á sautjánda þúsund hefur ekki vinnu. Tæplega tíu þúsund karlar og tæplega sjö þúsund konur. Jú, fundurinn á Akureyri ítrekar mikilvægi kynjasjónarmiða við forgangsröðun í atvinnumálum. Þetta er veganestið.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun