Þjófar sakleysisins Jónína Michaelsdóttir skrifar 1. september 2010 06:00 Sá sem gengur inn á heimili vinar, sér þar dýrgrip sem hann ágirnist, stingur honum inn á sig þegar hann er einn í stofunni og fer með hann heim, er þjófur. Hann réttlætir það með sjálfum sér með því að hann sé svo veikur fyrir listaverkum, og enginn hafi séð til hans. Sá sem beitir barn kynferðislegri áreitni og ofbeldi, er líka þjófur. Hann rænir barnið sakleysi bernskunnar. Brýtur niður sjálfsöryggi þess og brenglar sjálfsmat sem er í mótun. Hægt er að endurheimta dýrgrip sem var stolið, en ekki heiðríkju bernskunnar. Þegar þjófurinn er foreldri eða náinn ættingi lokast öll sund í vitund barnsins. Hverjum er treystandi? Hvert getur það snúið sér? Sama gildir um unglinga sem verða fyrir slíkri reynslu á þröskuldi fullorðinsáranna. Heimurinn hrynur. Með árunum geta þeir byggt sig upp aftur með stuðningi ástvina og fagmanna, en þetta fyrnist ekki. Algengt mun vera að börn og unglingar gangi með þessa sáru reynslu í brjóstinu árum saman án þess að tala um hana við nokkurn mann. Vita ekki hvaða afleiðingar það gæti haft, ekki síst þegar þjófurinn er á heimilinu. Snúa þessu jafnvel að sjálfum sér og fyllast sjálfsfyrirlitningu. Glöggir kennarar og aðstandendur taka kannski eftir breytingu á þeim, og átta sig á að ekki er allt með felldu. Foreldrar eru hins vegar oft grandalausir. Góð og glöggskyn kona fékk áfall þegar hún komst að því að maðurinn hennar hafði misnotað dóttur þeirra. Hún fór frá honum samdægurs. Sagðist eiga erfitt með að fyrirgefa sjálfri sér að hafa ekki áttað sig á því sem fram fór á heimilinu. Hún yrði að lifa með því, en það myndi hvíla á henni það sem eftir væri. Vinur minn sem ólst upp úti á landi man glöggt eftir fjölskyldu sem skar sig úr í byggðarlaginu. Faðirinn var stæðilegur maður og stundum ræðinn, en fjölskylda hans blandaði ekki geði við fólk í þorpinu. Börnin tóku ekki þátt í leikjum með öðrum krökkum. Stóðu oft álengdar álút og feimnisleg, gjarnan með krosslagðar hendur á brjóstinu. Konan var uppburðarlítil og forðaðist að líta á fólk á förnum vegi þegar hún fór hjá. Þetta var dálítil ráðgáta fyrir vin minn á meðan hann var að vaxa úr grasi, en áratugum síðar fékk hann skýringu. Í ljós kom að faðirinn hafi kúgað alla fjölskylduna og misnotað börn sín miskunnarlaust árum saman. Sannleikurinn gerir mann frjálsanBreyskur kirkjuleiðtogi sem lengst af naut óskoraðrar virðingar og vinsælda varpar nú rýrð á þjóðkirkjuna og margir segja sig úr henni vegna málsins. Konurnar sem kröfðust viðurkenningar á breyskleika biskupsins eiga heiður skilinn, að ekki sé talað um dóttur hans. Það er tilfinningalegt afrek, sem mun gera öðrum fórnarlömbum auðveldara að stíga fram. Enda boðar kirkjan að sannleikurinn geri mann frjálsan, og það er mikið til í því.Það er hins vegar misskilningur að viðhafnarumbúðir geri menn almennt að heiðursmönnum á þessu sviði. Um það vitnar sagan. Biskupinn er ekkert einsdæmi.Hvorki löng skólaganga né gott uppeldi tryggir virðingu fyrir persónuhelgi annarrar manneskju. Því miður. Einstaklingar úr þeim stéttum sem við treystum á, prestar, læknar, kennarar og lögregla geta brugðist í þessum efnum, eins og hverjir aðrir. Hempa, einkennisbúningur og læknasloppur eru aðeins umbúðir. Þau eru bara manneskjur eins og við hin. En það breytir ekki því að það er áfall fyrir einstakling þegar þessar stoðir samfélagsins bregðast alvarlega trausti. En sárast af öllu er auðvitað þegar fjölskyldan bregst. Breyttir tímarEkki eru margir mannsaldrar síðan stór hluti þjóðarinnar bjó á afskekktum bæjum þar sem bóndinn átti kannski bæði börn með húsfreyjunni og vinnustúlkunum.Sjálfsagt að nota kvenmannskroppana úr því þeir voru þarna. Minnisstæð er unglingstúlkan sem var uppi í hlíð á ferð milli bæja þegar karl kom gangandi eftir veginum. Um leið og hann kom auga á hana, tók hann á rás upp hlíðina. Hún vissi hvað vakti fyrir honum og hljóp hann af sér. Sagðist aldrei ganga ein á veginum, því að körlum hefði þótt sjálfsagt að grípa til kvenna og nota þær, rétt eins og þær væru húsdýr.Nú eru aðrir tímar. Réttindabarátta kvenna og almenn þátttaka í atvinnulífi hefur styrkt sjálfsmynd þeirra. Þær geta verið eigin herrar í sínum málum og standa jafnt körlum í hvaða stöðu sem er. Þegar brotið er alvarlega á þeim verður því mætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sá sem gengur inn á heimili vinar, sér þar dýrgrip sem hann ágirnist, stingur honum inn á sig þegar hann er einn í stofunni og fer með hann heim, er þjófur. Hann réttlætir það með sjálfum sér með því að hann sé svo veikur fyrir listaverkum, og enginn hafi séð til hans. Sá sem beitir barn kynferðislegri áreitni og ofbeldi, er líka þjófur. Hann rænir barnið sakleysi bernskunnar. Brýtur niður sjálfsöryggi þess og brenglar sjálfsmat sem er í mótun. Hægt er að endurheimta dýrgrip sem var stolið, en ekki heiðríkju bernskunnar. Þegar þjófurinn er foreldri eða náinn ættingi lokast öll sund í vitund barnsins. Hverjum er treystandi? Hvert getur það snúið sér? Sama gildir um unglinga sem verða fyrir slíkri reynslu á þröskuldi fullorðinsáranna. Heimurinn hrynur. Með árunum geta þeir byggt sig upp aftur með stuðningi ástvina og fagmanna, en þetta fyrnist ekki. Algengt mun vera að börn og unglingar gangi með þessa sáru reynslu í brjóstinu árum saman án þess að tala um hana við nokkurn mann. Vita ekki hvaða afleiðingar það gæti haft, ekki síst þegar þjófurinn er á heimilinu. Snúa þessu jafnvel að sjálfum sér og fyllast sjálfsfyrirlitningu. Glöggir kennarar og aðstandendur taka kannski eftir breytingu á þeim, og átta sig á að ekki er allt með felldu. Foreldrar eru hins vegar oft grandalausir. Góð og glöggskyn kona fékk áfall þegar hún komst að því að maðurinn hennar hafði misnotað dóttur þeirra. Hún fór frá honum samdægurs. Sagðist eiga erfitt með að fyrirgefa sjálfri sér að hafa ekki áttað sig á því sem fram fór á heimilinu. Hún yrði að lifa með því, en það myndi hvíla á henni það sem eftir væri. Vinur minn sem ólst upp úti á landi man glöggt eftir fjölskyldu sem skar sig úr í byggðarlaginu. Faðirinn var stæðilegur maður og stundum ræðinn, en fjölskylda hans blandaði ekki geði við fólk í þorpinu. Börnin tóku ekki þátt í leikjum með öðrum krökkum. Stóðu oft álengdar álút og feimnisleg, gjarnan með krosslagðar hendur á brjóstinu. Konan var uppburðarlítil og forðaðist að líta á fólk á förnum vegi þegar hún fór hjá. Þetta var dálítil ráðgáta fyrir vin minn á meðan hann var að vaxa úr grasi, en áratugum síðar fékk hann skýringu. Í ljós kom að faðirinn hafi kúgað alla fjölskylduna og misnotað börn sín miskunnarlaust árum saman. Sannleikurinn gerir mann frjálsanBreyskur kirkjuleiðtogi sem lengst af naut óskoraðrar virðingar og vinsælda varpar nú rýrð á þjóðkirkjuna og margir segja sig úr henni vegna málsins. Konurnar sem kröfðust viðurkenningar á breyskleika biskupsins eiga heiður skilinn, að ekki sé talað um dóttur hans. Það er tilfinningalegt afrek, sem mun gera öðrum fórnarlömbum auðveldara að stíga fram. Enda boðar kirkjan að sannleikurinn geri mann frjálsan, og það er mikið til í því.Það er hins vegar misskilningur að viðhafnarumbúðir geri menn almennt að heiðursmönnum á þessu sviði. Um það vitnar sagan. Biskupinn er ekkert einsdæmi.Hvorki löng skólaganga né gott uppeldi tryggir virðingu fyrir persónuhelgi annarrar manneskju. Því miður. Einstaklingar úr þeim stéttum sem við treystum á, prestar, læknar, kennarar og lögregla geta brugðist í þessum efnum, eins og hverjir aðrir. Hempa, einkennisbúningur og læknasloppur eru aðeins umbúðir. Þau eru bara manneskjur eins og við hin. En það breytir ekki því að það er áfall fyrir einstakling þegar þessar stoðir samfélagsins bregðast alvarlega trausti. En sárast af öllu er auðvitað þegar fjölskyldan bregst. Breyttir tímarEkki eru margir mannsaldrar síðan stór hluti þjóðarinnar bjó á afskekktum bæjum þar sem bóndinn átti kannski bæði börn með húsfreyjunni og vinnustúlkunum.Sjálfsagt að nota kvenmannskroppana úr því þeir voru þarna. Minnisstæð er unglingstúlkan sem var uppi í hlíð á ferð milli bæja þegar karl kom gangandi eftir veginum. Um leið og hann kom auga á hana, tók hann á rás upp hlíðina. Hún vissi hvað vakti fyrir honum og hljóp hann af sér. Sagðist aldrei ganga ein á veginum, því að körlum hefði þótt sjálfsagt að grípa til kvenna og nota þær, rétt eins og þær væru húsdýr.Nú eru aðrir tímar. Réttindabarátta kvenna og almenn þátttaka í atvinnulífi hefur styrkt sjálfsmynd þeirra. Þær geta verið eigin herrar í sínum málum og standa jafnt körlum í hvaða stöðu sem er. Þegar brotið er alvarlega á þeim verður því mætt.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun