Sprengjan og ísinn Stefán Pálsson skrifar 21. janúar 2010 06:00 Á þessum degi árið 1968 átti eitt versta kjarnorkuslys sögunnar sér stað í næsta nágrannalandi okkar, Grænlandi. Bandarísk B-52 sprengjuflugvél fórst þá með fjórar vetnissprengjur innanborðs skammt frá Thule-herstöðinni. Sprengjurnar sprungu ekki við slysið, en mikið magn geislavirkra efna dreifðist um svæðið og sterkar líkur benda til þess að Bandaríkjaher hafi mistekist að endurheimta eina sprengjuna, sem hafi fengið vota gröf í Thule-flóanum. Þó betur hafi farið en á horfðist, hafði óhapp þetta margháttaðar afleiðingar. Til að mynda vakti það marga til umhugsunar um skynsemi þeirrar stefnu Bandaríkjahers að hafa ætíð hluta kjarnorkuvopnabúrs síns á flugi um háloftin. Þá ýtti atvikið undir að komið var á beinu sambandi milli herja risaveldanna til að koma í veg fyrir að óhapp við flutninga á kjarnorkuvopnum yrði ranglega túlkað af hinum aðilanum sem byrjun á kjarnorkustríði. Áhrifin á dönsk og grænlensk stjórnmál urðu ekki síður mikil. Hin opinbera stefna danskra stjórnvalda var sú að kjarnorkuvopn skyldu ekki vera á danskri grundu og átti slíkt hið sama vitaskuld að gilda á Grænlandi. Áratugum síðar kom í ljós að danskir ráðamenn gáfu Bandaríkjamönnum grænt ljós á að geyma kjarnorkuvopn í Thule og flytja þau til eftir sínum hentugleika. Þessu var haldið rækilega leyndu fyrir grænlenskum almenningi og er einn ljótasti bletturinn á sögu danskrar valdstjórnar á síðustu áratugum. Fjöldi Bandaríkjamanna, Grænlendinga og danskra verkamanna kom að hreinsunarstarfi á slysstaðnum, þar sem unnið var við verstu veðuraðstæður að því að fjarlægja sem mest af braki og snjó áður en ísinn færi að bráðna og geislavirku efnin myndu dreifast út um allt. Verkamennirnir fengu ekki að vita hið sanna eðli slyssins og mikið vantaði upp á að reynt væri að verja þá nægilega fyrir áhrifum geislunarinnar. Dánartíðni þeirra hefur verið ískyggilega há og fjölmargir fengið krabbamein. Tilraunir verkamannanna til að fá hlut sinn réttan hafa reynst mikil þrautaganga og dönsk og bandarísk stjórnvöld ekki fengist til að axla sína ábyrgð. Þótt rúm fjörutíu ár séu liðin frá kjarnorkuslysinu á Grænlandi, er málið enn afar lærdómsríkt. Það beinir sjónum okkar að mögulegum afleiðingum þeirrar stefnu kjarnorkuveldanna að játa því hvorki né neita hvort kjarnorkuvopn séu um borð í farartækjum þeirra. Stórveldin áskilja sér í raun rétt til að fara með kjarnaflaugar sínar um heiminn að eigin hentugleika, óháð þeirri hættu sem umhverfinu og samfélagi manna er búin með slíku hátterni. Sú tvöfeldni sem danska stjórnin sýndi í kjarnorkumálunum, með því að kynna eina stefnu fyrir borgurum sínum en aðra í leynisamskiptum við Bandaríkjastjórn er sömuleiðis holl áminning. Bágt er að trúa því að slík tvöfeldni hafi verið bundin við stjórnvöld í Kaupmannahöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Vinsælast 2010 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á þessum degi árið 1968 átti eitt versta kjarnorkuslys sögunnar sér stað í næsta nágrannalandi okkar, Grænlandi. Bandarísk B-52 sprengjuflugvél fórst þá með fjórar vetnissprengjur innanborðs skammt frá Thule-herstöðinni. Sprengjurnar sprungu ekki við slysið, en mikið magn geislavirkra efna dreifðist um svæðið og sterkar líkur benda til þess að Bandaríkjaher hafi mistekist að endurheimta eina sprengjuna, sem hafi fengið vota gröf í Thule-flóanum. Þó betur hafi farið en á horfðist, hafði óhapp þetta margháttaðar afleiðingar. Til að mynda vakti það marga til umhugsunar um skynsemi þeirrar stefnu Bandaríkjahers að hafa ætíð hluta kjarnorkuvopnabúrs síns á flugi um háloftin. Þá ýtti atvikið undir að komið var á beinu sambandi milli herja risaveldanna til að koma í veg fyrir að óhapp við flutninga á kjarnorkuvopnum yrði ranglega túlkað af hinum aðilanum sem byrjun á kjarnorkustríði. Áhrifin á dönsk og grænlensk stjórnmál urðu ekki síður mikil. Hin opinbera stefna danskra stjórnvalda var sú að kjarnorkuvopn skyldu ekki vera á danskri grundu og átti slíkt hið sama vitaskuld að gilda á Grænlandi. Áratugum síðar kom í ljós að danskir ráðamenn gáfu Bandaríkjamönnum grænt ljós á að geyma kjarnorkuvopn í Thule og flytja þau til eftir sínum hentugleika. Þessu var haldið rækilega leyndu fyrir grænlenskum almenningi og er einn ljótasti bletturinn á sögu danskrar valdstjórnar á síðustu áratugum. Fjöldi Bandaríkjamanna, Grænlendinga og danskra verkamanna kom að hreinsunarstarfi á slysstaðnum, þar sem unnið var við verstu veðuraðstæður að því að fjarlægja sem mest af braki og snjó áður en ísinn færi að bráðna og geislavirku efnin myndu dreifast út um allt. Verkamennirnir fengu ekki að vita hið sanna eðli slyssins og mikið vantaði upp á að reynt væri að verja þá nægilega fyrir áhrifum geislunarinnar. Dánartíðni þeirra hefur verið ískyggilega há og fjölmargir fengið krabbamein. Tilraunir verkamannanna til að fá hlut sinn réttan hafa reynst mikil þrautaganga og dönsk og bandarísk stjórnvöld ekki fengist til að axla sína ábyrgð. Þótt rúm fjörutíu ár séu liðin frá kjarnorkuslysinu á Grænlandi, er málið enn afar lærdómsríkt. Það beinir sjónum okkar að mögulegum afleiðingum þeirrar stefnu kjarnorkuveldanna að játa því hvorki né neita hvort kjarnorkuvopn séu um borð í farartækjum þeirra. Stórveldin áskilja sér í raun rétt til að fara með kjarnaflaugar sínar um heiminn að eigin hentugleika, óháð þeirri hættu sem umhverfinu og samfélagi manna er búin með slíku hátterni. Sú tvöfeldni sem danska stjórnin sýndi í kjarnorkumálunum, með því að kynna eina stefnu fyrir borgurum sínum en aðra í leynisamskiptum við Bandaríkjastjórn er sömuleiðis holl áminning. Bágt er að trúa því að slík tvöfeldni hafi verið bundin við stjórnvöld í Kaupmannahöfn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun