Síðasta sort Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2010 06:00 Takers er í sama sjónræna gæðaflokki og myndbandið úr fermingarveislu frænda þíns. Bíó * Takers Leikstjóri: John Luessenhop. Aðalleikarar: Matt Dillon, Idris Elba, Chris Brown, Hayden Christensen, Paul Walker, Jay Hernandez, T.I. Takers segir frá hópi ræningja sem stela hverju góssinu á fætur öðru og lögreglumönnunum sem reyna árangurslaust að góma þá. Þegar gamall félagi bófanna losnar úr fangelsi leggja ræningjarnir á ráðin um sitt safaríkasta rán til þessa. Mun þeim takast það? Mér var allavega alveg sama. Ég veit ekki hvar er best að byrja. Handrit myndarinnar er illa skrifað, persónusköpun er engin og samtölin eru svo klaufaleg að áhorfandinn gleymir því nánast hversu lélegir leikararnir eru sem leika þau. Tónlistin er óþolandi og kraumar undir myndinni allan tímann. Fyrri hluti myndarinnar er eins og löng sjónvarpsauglýsing frá Herragarðinum. Bófarnir spígspora um í jakkafötum, reykja vindla og rembast við töffaraskapinn líkt og hópur menntaskólapilta sem slegið hafa saman í limósínu fyrir busaball. Seinni hlutinn er ein löng og illa útfærð hasarsena þar sem ómögulegt er að greina hetjur frá illmennum sökum myndavélarhristings og annars áreitis. Undanfarin misseri hafa margir framsæknir kvikmyndagerðarmenn náð ágætis tökum á hinni stafrænu myndavélartækni. Takers notast við slíka tækni en misheppnast algjörlega. Takers er í sama sjónræna gæðaflokki og myndbandið úr fermingarveislu frænda þíns. Manstu? Pabbi þinn var kominn aðeins í glas og lét litlu systur þína halda á myndavélinni. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur. Takers er í alvörunni svona léleg. Niðurstaða: Versta mynd ársins. Gæfi henni hauskúpu ef ég gæti. Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó * Takers Leikstjóri: John Luessenhop. Aðalleikarar: Matt Dillon, Idris Elba, Chris Brown, Hayden Christensen, Paul Walker, Jay Hernandez, T.I. Takers segir frá hópi ræningja sem stela hverju góssinu á fætur öðru og lögreglumönnunum sem reyna árangurslaust að góma þá. Þegar gamall félagi bófanna losnar úr fangelsi leggja ræningjarnir á ráðin um sitt safaríkasta rán til þessa. Mun þeim takast það? Mér var allavega alveg sama. Ég veit ekki hvar er best að byrja. Handrit myndarinnar er illa skrifað, persónusköpun er engin og samtölin eru svo klaufaleg að áhorfandinn gleymir því nánast hversu lélegir leikararnir eru sem leika þau. Tónlistin er óþolandi og kraumar undir myndinni allan tímann. Fyrri hluti myndarinnar er eins og löng sjónvarpsauglýsing frá Herragarðinum. Bófarnir spígspora um í jakkafötum, reykja vindla og rembast við töffaraskapinn líkt og hópur menntaskólapilta sem slegið hafa saman í limósínu fyrir busaball. Seinni hlutinn er ein löng og illa útfærð hasarsena þar sem ómögulegt er að greina hetjur frá illmennum sökum myndavélarhristings og annars áreitis. Undanfarin misseri hafa margir framsæknir kvikmyndagerðarmenn náð ágætis tökum á hinni stafrænu myndavélartækni. Takers notast við slíka tækni en misheppnast algjörlega. Takers er í sama sjónræna gæðaflokki og myndbandið úr fermingarveislu frænda þíns. Manstu? Pabbi þinn var kominn aðeins í glas og lét litlu systur þína halda á myndavélinni. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur. Takers er í alvörunni svona léleg. Niðurstaða: Versta mynd ársins. Gæfi henni hauskúpu ef ég gæti.
Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira