Pawel Bartoszek: Róló burt? Pawel Bartoszek skrifar 23. apríl 2010 06:00 Í þriggja mínútna göngufjarlægð við heimili mitt eru að minnsta kosti þrír rólóvellir, opnir almenningi. Sé gengið í fimm mínútur er hægt að velja um sjö ólíka leikvelli. Það er vissulega kærkomið fyrir okkur feðga að geta valið um svo marga staði til að róla okkur á, en því miður er raunin sú að í níu af tíu tilfellum erum við einu gestir þessara ágætu leiksvæða. Sem er fínt ef menn eru félagslega bældir en verra ef menn líta á samskipti við annað fólk jákvæðum augum. Í stuttu máli má draga af þessu þann lærdóm að það séu of margir rólóvellir í Reykjavík en ekki nægjanlega margir krakkar. Vellirnir standa því að mestu tómir. Hver nennir svo að vísa börnum sínum á mannlausan leikkastala? Enginn, og þess vegna standa þeir áfram auðir að mestu. Vandinn er bæði sjálfsprottinn og sjálfbær. Það er á sinn hátt litið á börn sem seinustu von hverfanna. Það þykir fyrir löngu normið að menn sæki vinnu utan hverfisins sem þeir búa í. Verslunin er horfin, þjónustan farin, allir matsölu- og skemmtistaðirnir eru niðri í elsta hluta borgarinnar. En grunnskólarnir eru enn í göngufæri við heimilið og leikskólarnir oftast sömuleiðis. Þar hefur seinasta varnarlínan verið dregin en jafnvel þar hafa menn þurft að hopa hratt. Ískyggilega stór hluti barna er keyrður í skólann. Foreldrarnir eru nefnilega margir hættir að þora að láta börn sín labba því umferðin er orðin svo þung. Stór hluti umferðarinnar er vitanlega hinir foreldrarnir að keyra börnin sín í skólann, af ótta við umferðina. Sem sagt, annað algjörlega sjálfbært vandamál. Til allrar hamingju berjast menn þó enn fyrir því að hverfin séu barnvæn en virðast um leið smám saman gefast upp á því að þau geti verið væn fyrir aðra hópa. Sú mikla áhersla sem lögð er á börn við ráðstöfun opinna svæða er að einhverju leyti til merkis um þetta. Það er stutt í næstu rólu fyrir son minn, en langt í eitthvað sem mér finnst skemmtilegt. Líklegast væri það stemningu innan hverfanna mest til framdráttar ef menn tækju einhver af þessum illa nýttu opnu svæðum og settu þar niður nokkur borð með plaststólum og sólhlífum með merki frá einhverjum meintum léttbjórsframleiðanda. Þar sem menn gætu keypt ís, gos, bjór eða kaffi og flett tímaritum á sólríkum sumardegi, horft á krakkana róla sér og skipst á upplýsingum um aldur við hina foreldrana. Það þarf því einhverja afþreyingu eða dægradvöl fyrir hina eldri á opnum svæðum borgarinnar, annars munu fáir fullorðnir láta sjá sig þar, og foreldrum líður almennt betur að hafa börn sín þar sem aðrir foreldrar eru. Menn þora ekki að labba í mannlausum hverfum, hvað þá að láta börn sín labba í slíkum hverfum. Sundlaugar, verslanir og kaffihús gegna því mikilvægu hlutverki í því að tryggja öryggi íbúa. Þetta þarf að hafa í huga. Það eru til fjölmargar leiðir til þess að virkja opnu svæðin í borginni svo þau nýtist fullorðnum betur. Matjurtagarðar, þar sem íbúar geta ræktað eigið grænmeti á sumrin, eru ein leið til þess. Áhugi á slíku hefur víst aukist töluvert í kreppunni, en það er öfugsnúið að keyra daglega fimm kílómetra í þágu sjálfbærrar ræktunar. Ræktunarsvæðin þurfa því helst að vera nálægt heimilum fólks. Úti-bocciavöllur eða grasblettur þar sem miðaldra karlmenn gætu æft högg inn á flöt eru allt dæmi um leiðir til að gera opnu svæðin spennandi fyrir fullorðið fólk. Stundum dugar einfaldlega bekkur og vatnshani til að búa til náttúrulegan áningarstað fyrir hlaupara. Menn hafa reynt að gera vel við börnin í hverfunum sem er ekkert nema frábært en á sama tíma hafa hverfin misst aðdráttarafl sitt gagnvart fullorðnum. Hugmyndir eins og sú að loka rólóvelli og opna þess í stað knæpu hljóma óneitanlega eins og fullkomið kamíkatse-stefnumál fyrir hvaða stjórnmálamann sem legði slíkt til. Það má vel vera. Aðalatriðið er hins vegar að hverfin verða aldrei barnvæn nema að þau séu líka „fullorðnavæn" um leið. Við þurfum meira en róló. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun
Í þriggja mínútna göngufjarlægð við heimili mitt eru að minnsta kosti þrír rólóvellir, opnir almenningi. Sé gengið í fimm mínútur er hægt að velja um sjö ólíka leikvelli. Það er vissulega kærkomið fyrir okkur feðga að geta valið um svo marga staði til að róla okkur á, en því miður er raunin sú að í níu af tíu tilfellum erum við einu gestir þessara ágætu leiksvæða. Sem er fínt ef menn eru félagslega bældir en verra ef menn líta á samskipti við annað fólk jákvæðum augum. Í stuttu máli má draga af þessu þann lærdóm að það séu of margir rólóvellir í Reykjavík en ekki nægjanlega margir krakkar. Vellirnir standa því að mestu tómir. Hver nennir svo að vísa börnum sínum á mannlausan leikkastala? Enginn, og þess vegna standa þeir áfram auðir að mestu. Vandinn er bæði sjálfsprottinn og sjálfbær. Það er á sinn hátt litið á börn sem seinustu von hverfanna. Það þykir fyrir löngu normið að menn sæki vinnu utan hverfisins sem þeir búa í. Verslunin er horfin, þjónustan farin, allir matsölu- og skemmtistaðirnir eru niðri í elsta hluta borgarinnar. En grunnskólarnir eru enn í göngufæri við heimilið og leikskólarnir oftast sömuleiðis. Þar hefur seinasta varnarlínan verið dregin en jafnvel þar hafa menn þurft að hopa hratt. Ískyggilega stór hluti barna er keyrður í skólann. Foreldrarnir eru nefnilega margir hættir að þora að láta börn sín labba því umferðin er orðin svo þung. Stór hluti umferðarinnar er vitanlega hinir foreldrarnir að keyra börnin sín í skólann, af ótta við umferðina. Sem sagt, annað algjörlega sjálfbært vandamál. Til allrar hamingju berjast menn þó enn fyrir því að hverfin séu barnvæn en virðast um leið smám saman gefast upp á því að þau geti verið væn fyrir aðra hópa. Sú mikla áhersla sem lögð er á börn við ráðstöfun opinna svæða er að einhverju leyti til merkis um þetta. Það er stutt í næstu rólu fyrir son minn, en langt í eitthvað sem mér finnst skemmtilegt. Líklegast væri það stemningu innan hverfanna mest til framdráttar ef menn tækju einhver af þessum illa nýttu opnu svæðum og settu þar niður nokkur borð með plaststólum og sólhlífum með merki frá einhverjum meintum léttbjórsframleiðanda. Þar sem menn gætu keypt ís, gos, bjór eða kaffi og flett tímaritum á sólríkum sumardegi, horft á krakkana róla sér og skipst á upplýsingum um aldur við hina foreldrana. Það þarf því einhverja afþreyingu eða dægradvöl fyrir hina eldri á opnum svæðum borgarinnar, annars munu fáir fullorðnir láta sjá sig þar, og foreldrum líður almennt betur að hafa börn sín þar sem aðrir foreldrar eru. Menn þora ekki að labba í mannlausum hverfum, hvað þá að láta börn sín labba í slíkum hverfum. Sundlaugar, verslanir og kaffihús gegna því mikilvægu hlutverki í því að tryggja öryggi íbúa. Þetta þarf að hafa í huga. Það eru til fjölmargar leiðir til þess að virkja opnu svæðin í borginni svo þau nýtist fullorðnum betur. Matjurtagarðar, þar sem íbúar geta ræktað eigið grænmeti á sumrin, eru ein leið til þess. Áhugi á slíku hefur víst aukist töluvert í kreppunni, en það er öfugsnúið að keyra daglega fimm kílómetra í þágu sjálfbærrar ræktunar. Ræktunarsvæðin þurfa því helst að vera nálægt heimilum fólks. Úti-bocciavöllur eða grasblettur þar sem miðaldra karlmenn gætu æft högg inn á flöt eru allt dæmi um leiðir til að gera opnu svæðin spennandi fyrir fullorðið fólk. Stundum dugar einfaldlega bekkur og vatnshani til að búa til náttúrulegan áningarstað fyrir hlaupara. Menn hafa reynt að gera vel við börnin í hverfunum sem er ekkert nema frábært en á sama tíma hafa hverfin misst aðdráttarafl sitt gagnvart fullorðnum. Hugmyndir eins og sú að loka rólóvelli og opna þess í stað knæpu hljóma óneitanlega eins og fullkomið kamíkatse-stefnumál fyrir hvaða stjórnmálamann sem legði slíkt til. Það má vel vera. Aðalatriðið er hins vegar að hverfin verða aldrei barnvæn nema að þau séu líka „fullorðnavæn" um leið. Við þurfum meira en róló.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun