Spilist hátt fyrir hámarks áhrif Trausti Júlíusson skrifar 3. september 2010 00:01 Okkar með hljómsveitinni Miri. Tónlist **** Okkar Miri Hljómsveitin Miri kemur frá Seyðisfirði. Hún var stofnuð árið 2003 og gerði sína fyrstu plötu, Fallegt þorp, tveimur árum síðar. Eins og á fyrri plötunni þá er tónlistin á þeirri nýju, Okkar, að langmestu leyti án söngs. Miri hefur vakið mikla athygli fyrir líflega og hressilega frammistöðu á tónleikum. Það má segja að stundum hafi gáskinn og fjörið í kynningum og sviðstilþrifum næstum skyggt á tónlistina. Það var þess vegna forvitnilegt að að setja plötuna í spilarann og heyra hvernig tónlistinni reiðir af án nærveru meðlimanna sjálfra. Það er kúnst að gera instrúmental rokkplötu. Þegar söngur og textar eru ekki lengur inni í myndinni reynir ennþá meira á lagasmíðarnar og hljóðfæraleikarana. Það eru nokkrar augljósar leiðir færar. Þar á meðal dramatísk innlifunarleið post-rokksins og leið proggaranna sem felst í flóknum lagasmíðum og fingraleikfimi. Báðar geta alveg virkað vel. Miri fer hins vegar aðra leið. Lögin níu á Okkar eru ekkert sérstaklega flókin, en þau eru snilldarlega samin og útsett þannig að platan er fjölbreytt og skemmtileg frá upphafi til enda. Gítarsamspilið er í aðalhlutverki, en þeir Miri-menn nota líka aukahljóðfæri eins og flautu, munnhörpu, lúðra og víbrafón til að gefa lögunum karakter. Aðallega eru það samt lagasmíðarnar sjálfar og útsetningarnar sem búa til góða plötu. Fyrstu tvö lögin Góða konan og Ég á heima á Íslandi eru bæði mjög melódísk, en það fyrra skartar líka skemmtilegri dub-meðferð á trommuleiknum. Í Sumarið 2009 er munnhörpuleikur Örvars í múm í forgrunni og í lögum eins og Grafandi Andra, dragandi anda og Drekar eru styrkbreytingar og stigmögnun í aðalhlutverki auk þess sem víbrafónleikur setur sterkan svip á það fyrrnefnda. Lokalagið Jeppar er svo kraftmikið kraumandi rokkgrúv sem nær hámarki þegar lagið brotnar upp með tilvísun í gítarklifið í Marquee Moon með Television. Magnað lag og fullkominn endir á flottri plötu. Enn er eftir að geta hljómburðarins á plötunni. Hann er í sérflokki og greinilegt að Curver sem stjórnaði upptökunum og sá um hljóðútsetningarnar hefur verið í stuði. Niðurstaða: Á heildina litið frábær plata. Ég verð að bæta því við að Okkar nýtur sín best á miklum styrk í góðum græjum. Hún datt ekki almennilega inn hjá mér fyrr en ég hækkaði vel í henni. Skilaboðin til íslenskra tónlistaráhugamanna eru þess vegna einföld: Kaupa Okkar og hækka í botn! Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist **** Okkar Miri Hljómsveitin Miri kemur frá Seyðisfirði. Hún var stofnuð árið 2003 og gerði sína fyrstu plötu, Fallegt þorp, tveimur árum síðar. Eins og á fyrri plötunni þá er tónlistin á þeirri nýju, Okkar, að langmestu leyti án söngs. Miri hefur vakið mikla athygli fyrir líflega og hressilega frammistöðu á tónleikum. Það má segja að stundum hafi gáskinn og fjörið í kynningum og sviðstilþrifum næstum skyggt á tónlistina. Það var þess vegna forvitnilegt að að setja plötuna í spilarann og heyra hvernig tónlistinni reiðir af án nærveru meðlimanna sjálfra. Það er kúnst að gera instrúmental rokkplötu. Þegar söngur og textar eru ekki lengur inni í myndinni reynir ennþá meira á lagasmíðarnar og hljóðfæraleikarana. Það eru nokkrar augljósar leiðir færar. Þar á meðal dramatísk innlifunarleið post-rokksins og leið proggaranna sem felst í flóknum lagasmíðum og fingraleikfimi. Báðar geta alveg virkað vel. Miri fer hins vegar aðra leið. Lögin níu á Okkar eru ekkert sérstaklega flókin, en þau eru snilldarlega samin og útsett þannig að platan er fjölbreytt og skemmtileg frá upphafi til enda. Gítarsamspilið er í aðalhlutverki, en þeir Miri-menn nota líka aukahljóðfæri eins og flautu, munnhörpu, lúðra og víbrafón til að gefa lögunum karakter. Aðallega eru það samt lagasmíðarnar sjálfar og útsetningarnar sem búa til góða plötu. Fyrstu tvö lögin Góða konan og Ég á heima á Íslandi eru bæði mjög melódísk, en það fyrra skartar líka skemmtilegri dub-meðferð á trommuleiknum. Í Sumarið 2009 er munnhörpuleikur Örvars í múm í forgrunni og í lögum eins og Grafandi Andra, dragandi anda og Drekar eru styrkbreytingar og stigmögnun í aðalhlutverki auk þess sem víbrafónleikur setur sterkan svip á það fyrrnefnda. Lokalagið Jeppar er svo kraftmikið kraumandi rokkgrúv sem nær hámarki þegar lagið brotnar upp með tilvísun í gítarklifið í Marquee Moon með Television. Magnað lag og fullkominn endir á flottri plötu. Enn er eftir að geta hljómburðarins á plötunni. Hann er í sérflokki og greinilegt að Curver sem stjórnaði upptökunum og sá um hljóðútsetningarnar hefur verið í stuði. Niðurstaða: Á heildina litið frábær plata. Ég verð að bæta því við að Okkar nýtur sín best á miklum styrk í góðum græjum. Hún datt ekki almennilega inn hjá mér fyrr en ég hækkaði vel í henni. Skilaboðin til íslenskra tónlistaráhugamanna eru þess vegna einföld: Kaupa Okkar og hækka í botn!
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira