Harðsoðinn krimmi Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 7. desember 2010 06:00 Martröð millanna eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson. Bækur Martröð millanna Óskar Hrafn Þorvaldsson Óskar Hrafn Þorvaldsson er nýjasti spennusagnahöfundurinn í íslenskum bókmenntum. Hann er velþekktur sem blaðamaður, síðast sem fréttastjóri Stöðvar tvö og Vísis, og þekkir sem slíkur vel til íslensks viðskiptalífs og innviða þess. Titill fyrstu glæpasögu hans gefur innihaldið skýrt til kynna. Martröð millanna fjallar um eftirköst kreppunnar og áhrif þeirra á nokkra íslenska milljarðamæringa, nánar tiltekið þrjá skólafélaga úr Versló sem flugu hátt á tímum góðærisins. Sá ríkasti þeirra, piparsveinninn og glaumgosinn Reynir Sveinn, kemur til Íslands í stutta ferð í brúðkaup systur sinnar og er myrtur á hrottalegan hátt. Sagan sem fylgir í kjölfarið greinist í fernt. Við fylgjumst með rannsókn lögreglu á morðinu, blaðamönnum á Dagblaðinu sem líta á morðið sem algera gullnámu fyrir fyrirsagnir og tilheyrandi metsölu, lífi morðingjans og að lokum er stór hluti sögunnar upprifjun á forsögu málsins og ferli félaganna þriggja. Það fer ekki framhjá neinum að Óskar notar miskunnarlaust ýmislegt úr fari og sögu íslenskra útrásarvíkinga við mótun persóna sinna, útrásarvíkingarnir Reynir Sveinn, Steinn Þorri og Jón eiga það sameiginlegt að vera óttalegir skíthælar og óhófsmenn á flest. Í sögunni eru skrautlegar lýsingar á hlutum sem flestir þekkja af óljósum sögusögnum: óhófi og sukki í partíhaldi, þar sem eiturlyf, kampavín og vændi leika aðalhlutverkið og þar fram eftir götunum. Þessu er öllu lýst af lítilli samúð, millarnir eru fremur óspennandi persónur, hégómlegir og sjálfumglaðir og kæmi ekki á óvart þótt þetta væri raunsæ lýsing á sumum útrásarvíkinganna. Martröð millanna er eins og sýnisbók um allt sem tilheyrir heimi íslenskra glæpasagna undanfarin ár. Hér er mansal og vændi, austurevrópskir glæpamenn í slagtogi við íslenska kollega, miðaldra lögregluforingi og stressaðir blaðamenn sem eltast við forsíðufréttir. Þeir einu sem eru fjarverandi að mestu - og kemur kannski einhverjum á óvart - eru eigendur dagblaðsins, þeirra ljóti haus gægist bara einu sinni úr vegg og þeir hafa engin teljandi áhrif á söguna. Þessi frumraun Óskars Hrafns við glæpasöguskrif er ágætlega heppnaður harðsoðinn krimmi, hann vinnur vel úr þeim sagnaheimi sem skapast hefur í íslenskum krimmum. Það eru einstaka brotalamir á plottinu - hver trúir því til dæmis að leigumorðingi panti sér flugmiða til útlanda viku eftir morðið í stað þess að drífa sig strax úr landi? En þetta skiptir ekki öllu máli og í heildina er sögufléttan ágætlega gerð. Niðurstaða: Martröð millanna er ekki frumleg glæpasaga en stendur ágætlega fyrir sínu og lýsir vel öfgunum og ruglinu sem einkenndu þátttakendur í útrásinni. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Martröð millanna Óskar Hrafn Þorvaldsson Óskar Hrafn Þorvaldsson er nýjasti spennusagnahöfundurinn í íslenskum bókmenntum. Hann er velþekktur sem blaðamaður, síðast sem fréttastjóri Stöðvar tvö og Vísis, og þekkir sem slíkur vel til íslensks viðskiptalífs og innviða þess. Titill fyrstu glæpasögu hans gefur innihaldið skýrt til kynna. Martröð millanna fjallar um eftirköst kreppunnar og áhrif þeirra á nokkra íslenska milljarðamæringa, nánar tiltekið þrjá skólafélaga úr Versló sem flugu hátt á tímum góðærisins. Sá ríkasti þeirra, piparsveinninn og glaumgosinn Reynir Sveinn, kemur til Íslands í stutta ferð í brúðkaup systur sinnar og er myrtur á hrottalegan hátt. Sagan sem fylgir í kjölfarið greinist í fernt. Við fylgjumst með rannsókn lögreglu á morðinu, blaðamönnum á Dagblaðinu sem líta á morðið sem algera gullnámu fyrir fyrirsagnir og tilheyrandi metsölu, lífi morðingjans og að lokum er stór hluti sögunnar upprifjun á forsögu málsins og ferli félaganna þriggja. Það fer ekki framhjá neinum að Óskar notar miskunnarlaust ýmislegt úr fari og sögu íslenskra útrásarvíkinga við mótun persóna sinna, útrásarvíkingarnir Reynir Sveinn, Steinn Þorri og Jón eiga það sameiginlegt að vera óttalegir skíthælar og óhófsmenn á flest. Í sögunni eru skrautlegar lýsingar á hlutum sem flestir þekkja af óljósum sögusögnum: óhófi og sukki í partíhaldi, þar sem eiturlyf, kampavín og vændi leika aðalhlutverkið og þar fram eftir götunum. Þessu er öllu lýst af lítilli samúð, millarnir eru fremur óspennandi persónur, hégómlegir og sjálfumglaðir og kæmi ekki á óvart þótt þetta væri raunsæ lýsing á sumum útrásarvíkinganna. Martröð millanna er eins og sýnisbók um allt sem tilheyrir heimi íslenskra glæpasagna undanfarin ár. Hér er mansal og vændi, austurevrópskir glæpamenn í slagtogi við íslenska kollega, miðaldra lögregluforingi og stressaðir blaðamenn sem eltast við forsíðufréttir. Þeir einu sem eru fjarverandi að mestu - og kemur kannski einhverjum á óvart - eru eigendur dagblaðsins, þeirra ljóti haus gægist bara einu sinni úr vegg og þeir hafa engin teljandi áhrif á söguna. Þessi frumraun Óskars Hrafns við glæpasöguskrif er ágætlega heppnaður harðsoðinn krimmi, hann vinnur vel úr þeim sagnaheimi sem skapast hefur í íslenskum krimmum. Það eru einstaka brotalamir á plottinu - hver trúir því til dæmis að leigumorðingi panti sér flugmiða til útlanda viku eftir morðið í stað þess að drífa sig strax úr landi? En þetta skiptir ekki öllu máli og í heildina er sögufléttan ágætlega gerð. Niðurstaða: Martröð millanna er ekki frumleg glæpasaga en stendur ágætlega fyrir sínu og lýsir vel öfgunum og ruglinu sem einkenndu þátttakendur í útrásinni.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira