Harðari heimur 17. ágúst 2010 06:00 Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur nú tekið af skarið og falið réttarfarsnefnd að undirbúa breytingar á lögum, þannig að lögreglan fái heimild til svokallaðra forvirkra rannsókna. Ennfremur vill ráðherra að nefndin geri tillögur að lagasetningu sem kveði á um hvernig stjórnvöld eigi að bera sig að, vilji þau beita heimild stjórnarskrárinnar til að banna félög með ólögmætan tilgang. Báðar þessar tillögur eru umdeildar. Heimild til forvirkra rannsóknaraðgerða gengur út á að lögregla megi taka einstakling til rannsóknar þótt hann sé ekki grunaður um tiltekið afbrot eða að ætla að fremja tiltekinn glæp. Þá dugir að grunur leiki t.d. á tengslum viðkomandi við skipulögð glæpasamtök. Andstæðingar þessarar tillögu færa fram þau rök, að þessar heimildir verði notaðar til að brjóta friðhelgi einkalífs eða til að réttlæta geðþóttaákvarðanir lögreglu um rannsókn á fólki, sem ekkert hefur til saka unnið. Þetta eru réttmætar efasemdir og sjálf segist Ragna Árnadóttir efasemdamanneskja í þessum efnum. Hún bendir hins vegar á þau gögn, sem fyrir liggja um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi og telur sér ekki stætt á öðru en að bregðast við. Þetta er rétt afstaða hjá ráðherranum. Skipulögð glæpastarfsemi er staðreynd á Íslandi. Hér hafa nýlega í fyrsta sinn fallið dómar í mansalsmálum, fyrir hryllilega og samvizkulausa glæpi. Fíkniefnasala fer sömuleiðis fram í vaxandi mæli í tengslum við skipulögð glæpasamtök og útlendar glæpaklíkur teygja anga sína hingað; senda jafnvel menn gagngert til Íslands til að fremja ofbeldisverk. Við þessu verður að sporna og ekki dugir að lögreglan á Íslandi hafi færri verkfæri en lögregla í nágrannalöndunum til að berjast gegn ófögnuðinum. Samhliða tillögu sinni um að rýmka heimildir lögreglu leggur Ragna Árnadóttir til að strangt eftirlit verði haft með því hvernig heimildirnar verði notaðar. Annars vegar verði komið á sjálfstæðu innra eftirliti lögreglu. Hins vegar fylgist þingnefnd eða sérstök deild innan dómstóls með rannsóknum lögreglunnar, eða þá hvort tveggja. Fyrirkomulag með þessu eftirliti er með ýmsum hætti í nágrannalöndunum; sums staðar hjá dómstólum, annars staðar hjá sérstökum þingnefndum þar sem nefndarmenn eru þagnarskyldir. Eftirlit slíkrar þingnefndar, með fulltrúum allra flokka, ætti að draga úr áhyggjum sem komið hafa upp af því að stjórnvöld kynnu að misnota rýmri rannsóknarheimildir til að klekkja á pólitískum andstæðingum. Tillaga um að beita heimild stjórnarskrárinnar til að banna félög með ólögmætan tilgang er einnig umdeild. Menn hafa látið í ljósi áhyggjur af að með því yrði vegið að félagafrelsinu. Hins vegar er fullkomlega réttmætt að banna samtök á borð við Vítisengla, sem sannað er að ástunda skipulagða glæpastarfsemi í nágrannalöndum okkar. Eins og Ragna Árnadóttir bendir á í Fréttablaðinu í gær, yrði mat á réttmæti þess að beita þessari heimild alltaf í höndum dómstóla og stjórnvöld yrðu að færa fullar sönnur á mál sitt. Kjarni málsins er þessi: Við búum í harðari heimi en áður. Harðsvíraðir glæpamenn vilja gera Ísland að starfsvettvangi sínum. Við getum ekki setið með hendur í skauti og leyft þeim að vaða uppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur nú tekið af skarið og falið réttarfarsnefnd að undirbúa breytingar á lögum, þannig að lögreglan fái heimild til svokallaðra forvirkra rannsókna. Ennfremur vill ráðherra að nefndin geri tillögur að lagasetningu sem kveði á um hvernig stjórnvöld eigi að bera sig að, vilji þau beita heimild stjórnarskrárinnar til að banna félög með ólögmætan tilgang. Báðar þessar tillögur eru umdeildar. Heimild til forvirkra rannsóknaraðgerða gengur út á að lögregla megi taka einstakling til rannsóknar þótt hann sé ekki grunaður um tiltekið afbrot eða að ætla að fremja tiltekinn glæp. Þá dugir að grunur leiki t.d. á tengslum viðkomandi við skipulögð glæpasamtök. Andstæðingar þessarar tillögu færa fram þau rök, að þessar heimildir verði notaðar til að brjóta friðhelgi einkalífs eða til að réttlæta geðþóttaákvarðanir lögreglu um rannsókn á fólki, sem ekkert hefur til saka unnið. Þetta eru réttmætar efasemdir og sjálf segist Ragna Árnadóttir efasemdamanneskja í þessum efnum. Hún bendir hins vegar á þau gögn, sem fyrir liggja um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi og telur sér ekki stætt á öðru en að bregðast við. Þetta er rétt afstaða hjá ráðherranum. Skipulögð glæpastarfsemi er staðreynd á Íslandi. Hér hafa nýlega í fyrsta sinn fallið dómar í mansalsmálum, fyrir hryllilega og samvizkulausa glæpi. Fíkniefnasala fer sömuleiðis fram í vaxandi mæli í tengslum við skipulögð glæpasamtök og útlendar glæpaklíkur teygja anga sína hingað; senda jafnvel menn gagngert til Íslands til að fremja ofbeldisverk. Við þessu verður að sporna og ekki dugir að lögreglan á Íslandi hafi færri verkfæri en lögregla í nágrannalöndunum til að berjast gegn ófögnuðinum. Samhliða tillögu sinni um að rýmka heimildir lögreglu leggur Ragna Árnadóttir til að strangt eftirlit verði haft með því hvernig heimildirnar verði notaðar. Annars vegar verði komið á sjálfstæðu innra eftirliti lögreglu. Hins vegar fylgist þingnefnd eða sérstök deild innan dómstóls með rannsóknum lögreglunnar, eða þá hvort tveggja. Fyrirkomulag með þessu eftirliti er með ýmsum hætti í nágrannalöndunum; sums staðar hjá dómstólum, annars staðar hjá sérstökum þingnefndum þar sem nefndarmenn eru þagnarskyldir. Eftirlit slíkrar þingnefndar, með fulltrúum allra flokka, ætti að draga úr áhyggjum sem komið hafa upp af því að stjórnvöld kynnu að misnota rýmri rannsóknarheimildir til að klekkja á pólitískum andstæðingum. Tillaga um að beita heimild stjórnarskrárinnar til að banna félög með ólögmætan tilgang er einnig umdeild. Menn hafa látið í ljósi áhyggjur af að með því yrði vegið að félagafrelsinu. Hins vegar er fullkomlega réttmætt að banna samtök á borð við Vítisengla, sem sannað er að ástunda skipulagða glæpastarfsemi í nágrannalöndum okkar. Eins og Ragna Árnadóttir bendir á í Fréttablaðinu í gær, yrði mat á réttmæti þess að beita þessari heimild alltaf í höndum dómstóla og stjórnvöld yrðu að færa fullar sönnur á mál sitt. Kjarni málsins er þessi: Við búum í harðari heimi en áður. Harðsvíraðir glæpamenn vilja gera Ísland að starfsvettvangi sínum. Við getum ekki setið með hendur í skauti og leyft þeim að vaða uppi.