Að gera bakgarðinn frægan Kjartan Guðmundsson skrifar 17. september 2010 10:00 Backyard er sýnd í Bíó Paradís. Kvikmyndir/*** Backyard Leikstjóri: Árni Sveinsson Hugmyndin að baki opnunarmyndar Bíós Paradísar í gamla Regnboganum er eins einföld og hugsast getur. Tónlistarmaðurinn Árni Rúnar Hlöðversson ákveður að halda tónleika í garðinum heima hjá sér við Frakkastíg á menningarnótt á síðasta ári og býður sjö hljómsveitum að koma fram: Borko, múm, Hjaltalín, Reykjavík!, Retro Stefson, Sin Fang Bous og FM Belfast, en sjálfur er Árni meðlimur í þeirri síðastnefndu. Þrátt fyrir ólíkar tónlistarlegar áherslur téðra sveita er mikil vinátta og samstarf þeirra á milli og þannig mynda þær lauslega músíksenu sem skrásett er á filmu í myndinni, sem vann til fyrstu verðlauna á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg 2010 í vor. Fylgst er með stuttum og tilviljanakenndum undirbúningi tónleikanna, skyggnst bak við tjöldin og hljómsveitarmeðlimir teknir tali milli tónlistaratriða. Í heildina tekst aðstandendum Backyard vel til með það vandmeðfarna form sem tónlistarmyndin er. Sjálf tónlistaratriðin eru góð og yfir fáu að kvarta á þeim bænum, hvort heldur varðandi hljóð, myndatöku (sem fór fram í þröngum og krefjandi aðstæðum í litlum bakgarði) eða frammistöðu hljómsveitanna, sem ætti hvort tveggja að gleðja þá sem þegar eru kunnugir tónlistinni og vekja frekari áhuga þeirra forvitnu. Þá er fyrrnefndur Árni Rúnar afar viðkunnanlegur náungi og kjörinn í hlutverk eins konar leiðsögumanns myndarinnar. Svipmyndir frá undirbúningi, uppákomum utan sviðs og spjalli hljómsveitarmeðlima og tónleikagesta eru oft og tíðum skemmtilegar og auka gildi Backyard sem samtímaheimildar (heitustu umræðuefnin eru meðal annars svínaflensan og Atli Eðvaldsson, þáverandi þjálfari Valsmanna í knattspyrnu), sem er stór plús þegar um tónlistarmyndir er að ræða. Hins vegar er teygt um of á þessum atriðum þegar líða fer á myndina, á kostnað tónlistaratriðanna, sem kemur örlítið niður á stígandanum. Einnig eiga viðtölin við hljómsveitarmeðlimi það til að verða full einhæf og erfitt að verjast þeirri hugsun að meiri hugmyndaauðgi (og mögulega frekari undirbúningur) hefði gert þann hluta myndarinnar líflegri. Að því sögðu er myndin fyrst og fremst ánægjuleg heimild um skemmtilega tónlistarsenu. Stemningin er yfir höfuð góð, músíkin líka og Backyard er fínt innlegg í flóru íslenskra tónlistarmynda. Niðurstaða: Ánægjuleg heimild um skemmtilega músíksenu. Vel er unnið úr einfaldri hugmynd. Fréttir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Kvikmyndir/*** Backyard Leikstjóri: Árni Sveinsson Hugmyndin að baki opnunarmyndar Bíós Paradísar í gamla Regnboganum er eins einföld og hugsast getur. Tónlistarmaðurinn Árni Rúnar Hlöðversson ákveður að halda tónleika í garðinum heima hjá sér við Frakkastíg á menningarnótt á síðasta ári og býður sjö hljómsveitum að koma fram: Borko, múm, Hjaltalín, Reykjavík!, Retro Stefson, Sin Fang Bous og FM Belfast, en sjálfur er Árni meðlimur í þeirri síðastnefndu. Þrátt fyrir ólíkar tónlistarlegar áherslur téðra sveita er mikil vinátta og samstarf þeirra á milli og þannig mynda þær lauslega músíksenu sem skrásett er á filmu í myndinni, sem vann til fyrstu verðlauna á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg 2010 í vor. Fylgst er með stuttum og tilviljanakenndum undirbúningi tónleikanna, skyggnst bak við tjöldin og hljómsveitarmeðlimir teknir tali milli tónlistaratriða. Í heildina tekst aðstandendum Backyard vel til með það vandmeðfarna form sem tónlistarmyndin er. Sjálf tónlistaratriðin eru góð og yfir fáu að kvarta á þeim bænum, hvort heldur varðandi hljóð, myndatöku (sem fór fram í þröngum og krefjandi aðstæðum í litlum bakgarði) eða frammistöðu hljómsveitanna, sem ætti hvort tveggja að gleðja þá sem þegar eru kunnugir tónlistinni og vekja frekari áhuga þeirra forvitnu. Þá er fyrrnefndur Árni Rúnar afar viðkunnanlegur náungi og kjörinn í hlutverk eins konar leiðsögumanns myndarinnar. Svipmyndir frá undirbúningi, uppákomum utan sviðs og spjalli hljómsveitarmeðlima og tónleikagesta eru oft og tíðum skemmtilegar og auka gildi Backyard sem samtímaheimildar (heitustu umræðuefnin eru meðal annars svínaflensan og Atli Eðvaldsson, þáverandi þjálfari Valsmanna í knattspyrnu), sem er stór plús þegar um tónlistarmyndir er að ræða. Hins vegar er teygt um of á þessum atriðum þegar líða fer á myndina, á kostnað tónlistaratriðanna, sem kemur örlítið niður á stígandanum. Einnig eiga viðtölin við hljómsveitarmeðlimi það til að verða full einhæf og erfitt að verjast þeirri hugsun að meiri hugmyndaauðgi (og mögulega frekari undirbúningur) hefði gert þann hluta myndarinnar líflegri. Að því sögðu er myndin fyrst og fremst ánægjuleg heimild um skemmtilega tónlistarsenu. Stemningin er yfir höfuð góð, músíkin líka og Backyard er fínt innlegg í flóru íslenskra tónlistarmynda. Niðurstaða: Ánægjuleg heimild um skemmtilega músíksenu. Vel er unnið úr einfaldri hugmynd.
Fréttir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira