Djúsí strengir 29. september 2010 06:00 Isabelle Faust. Tónleikar/ ***** Sinfóníuhljómsveit Íslands lék verk eftir Dvorák, Stravinsky og Ravel. Einleikari: Isabelle Faust Stjórnandi: Pietari Inkinen. Maður tengir Fást við myrkrahöfðingjann. Fást, eða Faust, kom fram á sinfóníutónleikum í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Ekki sögupersónan fræga, galdramaðurinn og alkemistinn, heldur fiðluleikari. Þetta var Isabelle Faust, sem spilaði einleik í fiðlukonsert í D-dúr eftir Stravinsky. Það var ekkert skuggalegt við þá spilamennsku. Þótt tónlist Stravinskys teljist engan veginn til framúrstefnu (hvað svo sem það nú er), eru verk hans óaðgengilegri en flest á dagskrá Sinfóníunnar. Hljómsveitin hefur stundum verið gagnrýnd fyrir stöðnun og í því samhengi var fiðlukonsertinn eins og ferskur andblær. Hann kom stöðugt á óvart. Tónmálið hafði á sér klassískt yfirbragð, en allar klisjurnar í eldri tónlist voru ýmist víðs fjarri, eða skopskældar. Kannski hefur einhverjum fundist þetta óaðgengilegt. En það var ekki upplifun mín. Faust spilaði eins og engill; túlkun hennar var fyllilega í anda verksins. Það var ekkert banalt við spilamennskuna. Tæknilega séð var leikurinn vandaður og nákvæmur. Framsetningin var stílhrein, túlkunin markviss og grípandi. Faust kom öllum skemmtilegu tilþrifunum í tónlistinni prýðilega til skila; manni leiddist aldrei. Útkoman var frumleg, þarna voru óvæntar uppákomur, spennandi framvinda, litríkur söguþráður - engin yfirborðsmennska eða ódýr trix. Sem aukalag spilaði Faust Pastorale eftir Stravinsky, lítið stykki sem er til í nokkrum útgáfum. Fjórir tréblásarar fluttu það með henni. Hún gerði þetta svo fallega, af svo miklum þokka og innlifun að unaður var á að hlýða. Tréblásararnir léku líka sína rullu af notalegri mýkt og fágun. Stjórnandinn, hinn finnski Pietari Inkinen, var með allt sitt á hreinu. Strax í byrjun fyrsta verksins á dagskránni, Le tombeau de Couperin eftir Ravel, var ljóst að hann er með músíkalskari mönnum. Hljómsveitin spilaði af tæknilegu öryggi, og litirnir í tónlistinni voru tærir og í réttum fókus. Hver tónahending sagði heila sögu. Maður dáðist sérstaklega að safaríkum strengjahljómnum, hann var óvanalega munúðarfullur og djúsí. Einmitt svona eiga strengir að hljóma. Sömu sögu er að segja um sjöundu sinfóníu Dvoráks, sem var síðust á dagskránni. Strengjahljómurinn var flottur og aðrir hljóðfærahópar voru líka pottþéttir. Styrkleikajafnvægið á milli þessara hópa var eins og best verður á kosið. Túlkunin var óvanalega skáldleg, uppbygging verksins var sérlega sannfærandi og undiraldan ótrúlega mögnuð. Stemningin greip mann strax frá byrjun og þráðurinn slitnaði aldrei. Það verður varla betra en þetta. Jónas Sen Niðurstaða: Frábær fiðluleikur og frábær hljómsveitarstjórn. Með skemmtilegustu sinfóníutónleikum á árinu. Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónleikar/ ***** Sinfóníuhljómsveit Íslands lék verk eftir Dvorák, Stravinsky og Ravel. Einleikari: Isabelle Faust Stjórnandi: Pietari Inkinen. Maður tengir Fást við myrkrahöfðingjann. Fást, eða Faust, kom fram á sinfóníutónleikum í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Ekki sögupersónan fræga, galdramaðurinn og alkemistinn, heldur fiðluleikari. Þetta var Isabelle Faust, sem spilaði einleik í fiðlukonsert í D-dúr eftir Stravinsky. Það var ekkert skuggalegt við þá spilamennsku. Þótt tónlist Stravinskys teljist engan veginn til framúrstefnu (hvað svo sem það nú er), eru verk hans óaðgengilegri en flest á dagskrá Sinfóníunnar. Hljómsveitin hefur stundum verið gagnrýnd fyrir stöðnun og í því samhengi var fiðlukonsertinn eins og ferskur andblær. Hann kom stöðugt á óvart. Tónmálið hafði á sér klassískt yfirbragð, en allar klisjurnar í eldri tónlist voru ýmist víðs fjarri, eða skopskældar. Kannski hefur einhverjum fundist þetta óaðgengilegt. En það var ekki upplifun mín. Faust spilaði eins og engill; túlkun hennar var fyllilega í anda verksins. Það var ekkert banalt við spilamennskuna. Tæknilega séð var leikurinn vandaður og nákvæmur. Framsetningin var stílhrein, túlkunin markviss og grípandi. Faust kom öllum skemmtilegu tilþrifunum í tónlistinni prýðilega til skila; manni leiddist aldrei. Útkoman var frumleg, þarna voru óvæntar uppákomur, spennandi framvinda, litríkur söguþráður - engin yfirborðsmennska eða ódýr trix. Sem aukalag spilaði Faust Pastorale eftir Stravinsky, lítið stykki sem er til í nokkrum útgáfum. Fjórir tréblásarar fluttu það með henni. Hún gerði þetta svo fallega, af svo miklum þokka og innlifun að unaður var á að hlýða. Tréblásararnir léku líka sína rullu af notalegri mýkt og fágun. Stjórnandinn, hinn finnski Pietari Inkinen, var með allt sitt á hreinu. Strax í byrjun fyrsta verksins á dagskránni, Le tombeau de Couperin eftir Ravel, var ljóst að hann er með músíkalskari mönnum. Hljómsveitin spilaði af tæknilegu öryggi, og litirnir í tónlistinni voru tærir og í réttum fókus. Hver tónahending sagði heila sögu. Maður dáðist sérstaklega að safaríkum strengjahljómnum, hann var óvanalega munúðarfullur og djúsí. Einmitt svona eiga strengir að hljóma. Sömu sögu er að segja um sjöundu sinfóníu Dvoráks, sem var síðust á dagskránni. Strengjahljómurinn var flottur og aðrir hljóðfærahópar voru líka pottþéttir. Styrkleikajafnvægið á milli þessara hópa var eins og best verður á kosið. Túlkunin var óvanalega skáldleg, uppbygging verksins var sérlega sannfærandi og undiraldan ótrúlega mögnuð. Stemningin greip mann strax frá byrjun og þráðurinn slitnaði aldrei. Það verður varla betra en þetta. Jónas Sen Niðurstaða: Frábær fiðluleikur og frábær hljómsveitarstjórn. Með skemmtilegustu sinfóníutónleikum á árinu.
Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira