Jónína Michaelsdóttir: Valdið er okkar Jónína Michaelsdóttir skrifar 25. maí 2010 06:00 Einu sinni þegar ég tók þátt í kosningu til stjórnar hjá fjölmennri hreyfingu, búin að merkja við þá sem ég treysti, en vantaði eitt nafn, fékk ég vægt valkvíðakast. Átti erfitt með að velja milli tveggja einstaklinga. Stúlka sem var að safna saman atkvæðaseðlunum stóð við borðið og beið eftir seðlinum frá mér. Annar þessara manna hafði sýnt fálæti í umræðu sem mér fannst skipta máli, svo ég afréð að kjósa hinn. Þeir kæmust hvort sem er báðir í stjórnina. Sú varð ekki raunin. Sá sem ég valdi síðastan komst í stjórnina, en var neðstur á listanum. Fyrsti varamaður var hinn sem ég ákvað að kjósa ekki, og það munaði einu atkvæði á þeim! Þetta var góð lexía og gagnleg. Það er ekki kosningafrasi að hvert atkvæði skipti máli. Ábyrgð kjósendaAllt bendir til þess að þátttaka í sveitarstjórnarkosningunum um næstu helgi geti orðið í sögulegu lágmarki. Stjórnmál og stjórnmálamenn eru ekki eftirlætisumræðuefni almennings þessa dagana, en beri það á góma, er áherslan helst á því sem fólk er mótfallið, bæði í eigin stjórnmálaflokki og annarra. Sólin er nú mætt og sumargleðin allsráðandi, grínið komið í framboð og kemur best út í skoðanakönnunum. Grín auðgar lífið og gerir það skemmtilegra, en það er ekki lífið sjálft. Spyrja má: Sýnum við kjósendur sömu ábyrgð og við köllum eftir hjá frambjóðendum? Hvernig eru frambjóðendur valdir í dag? Er lögð áhersla á að í sveitarstjórnum og á alþingi sitji fólk sem ber skynbragð á og hefur reynslu af viðskiptalífi, menningarmálum, heilbrigðismálum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði í víðasta skilningi, utanríkismálum, skólamálum, íþróttum, skipulagsmálum og húsbyggingum eða samgöngumálum? Varla. Frambjóðendur eru yfirleitt valdir með prófkjörum, og þá skiptir mestu að vera þekktur. Fjölmiðlafólk sem missir vinnuna eða vill skipta um starf, fær yfirleitt örugg sæti ef það gefur kost á sér. Það tíðkast ekki lengur hjá stjórnmálaflokkum, að því er virðist, að leita uppi fólk með reynslu og þekkingu sem gagnast í stjórnmálum, reyna að fá það til að bjóða sig fram og afla því síðan stuðnings. Virtasti og vinsælasti ráðherra sitjandi ríkisstjórnar, Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra er lýsandi dæmi um hverju slík vinnubrögð geta skilað. Margt fólk, sem gæti aukið veg og virðingu sveitarstjórna og alþingis með störfum sínum og framkomu, fengist ekki í það leikrit sem prófkjörsbarátta stundum er. Því miður. Einsleitur hópur, þar sem flestir eru á svipuðum aldri, endurspeglar naumast samfélagið og hefur ekki skilyrði til að skilja eigin takmarkanir. En það er semsagt ekki við hópinn að sakast, heldur okkur, sem kjósum hann. Valdið er okkar. Við veljum fulltrúa okkar og við veljum forystumenn flokkanna sem við treystum. Ef við vöndum ekki valið, er við okkur að sakast. Á maður ekki að hafa stefnu?Einu sinni kom til mín frambjóðandi, sem var á leið í prófkjör í sveitarstjórn í fyrsta sinn ,og bað mig að líta yfir kynningarbækling sem hann var að búinn að setja upp, áður en hann færi í prentun. Þetta var fínn bæklingur, góð og tilgerðarlaus mynd af frambjóðandanum á forsíðunni, upplýsingar um hann á opnunni, en fyrir neðan nokkur orð um stefnu hans í fjórum eða fimm málaflokkum. Ég spurði hvort þetta væru málaflokkar sem hann þekkti til eða hefði áhuga á. Hann sagði svo ekki vera, "En á maður ekki að hafa stefnu í þessum málum?" spurði hann. Þessi frambjóðandi var vel kynntur og hafði staðið sig vel á meira en einu sviði. Ég sagði honum því, að í hans sporum myndi ég taka fram þá málaflokka sem allir vissu að hann þekkti til en gefa hinum frí þangað til seinna, sem hann gerði. Komst inn, og gekk vel.Frambjóðendur leita í æ ríkari mæli aðstoðar sérfræðinga í markaðsmálum, og það er rökrétt varðandi kynningu, en síður þegar kemur að málefnum flokkanna. Þegar fólk fer með utanaðlærða frasa sem augljóslega eru ekki þeirra hugarsmíð, er kominn tími til að draga í land.Kjósendur sem skila auðu, senda skilaboð til eigin flokks um að hann sé ekki að standa sig, sem getur vel verið verðskuldað, en um leið eru þeir að leggja öðrum flokkum lið. Kjósendur eru í raun arkitektar valdsins þar sem lýðræði ríkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun
Einu sinni þegar ég tók þátt í kosningu til stjórnar hjá fjölmennri hreyfingu, búin að merkja við þá sem ég treysti, en vantaði eitt nafn, fékk ég vægt valkvíðakast. Átti erfitt með að velja milli tveggja einstaklinga. Stúlka sem var að safna saman atkvæðaseðlunum stóð við borðið og beið eftir seðlinum frá mér. Annar þessara manna hafði sýnt fálæti í umræðu sem mér fannst skipta máli, svo ég afréð að kjósa hinn. Þeir kæmust hvort sem er báðir í stjórnina. Sú varð ekki raunin. Sá sem ég valdi síðastan komst í stjórnina, en var neðstur á listanum. Fyrsti varamaður var hinn sem ég ákvað að kjósa ekki, og það munaði einu atkvæði á þeim! Þetta var góð lexía og gagnleg. Það er ekki kosningafrasi að hvert atkvæði skipti máli. Ábyrgð kjósendaAllt bendir til þess að þátttaka í sveitarstjórnarkosningunum um næstu helgi geti orðið í sögulegu lágmarki. Stjórnmál og stjórnmálamenn eru ekki eftirlætisumræðuefni almennings þessa dagana, en beri það á góma, er áherslan helst á því sem fólk er mótfallið, bæði í eigin stjórnmálaflokki og annarra. Sólin er nú mætt og sumargleðin allsráðandi, grínið komið í framboð og kemur best út í skoðanakönnunum. Grín auðgar lífið og gerir það skemmtilegra, en það er ekki lífið sjálft. Spyrja má: Sýnum við kjósendur sömu ábyrgð og við köllum eftir hjá frambjóðendum? Hvernig eru frambjóðendur valdir í dag? Er lögð áhersla á að í sveitarstjórnum og á alþingi sitji fólk sem ber skynbragð á og hefur reynslu af viðskiptalífi, menningarmálum, heilbrigðismálum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði í víðasta skilningi, utanríkismálum, skólamálum, íþróttum, skipulagsmálum og húsbyggingum eða samgöngumálum? Varla. Frambjóðendur eru yfirleitt valdir með prófkjörum, og þá skiptir mestu að vera þekktur. Fjölmiðlafólk sem missir vinnuna eða vill skipta um starf, fær yfirleitt örugg sæti ef það gefur kost á sér. Það tíðkast ekki lengur hjá stjórnmálaflokkum, að því er virðist, að leita uppi fólk með reynslu og þekkingu sem gagnast í stjórnmálum, reyna að fá það til að bjóða sig fram og afla því síðan stuðnings. Virtasti og vinsælasti ráðherra sitjandi ríkisstjórnar, Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra er lýsandi dæmi um hverju slík vinnubrögð geta skilað. Margt fólk, sem gæti aukið veg og virðingu sveitarstjórna og alþingis með störfum sínum og framkomu, fengist ekki í það leikrit sem prófkjörsbarátta stundum er. Því miður. Einsleitur hópur, þar sem flestir eru á svipuðum aldri, endurspeglar naumast samfélagið og hefur ekki skilyrði til að skilja eigin takmarkanir. En það er semsagt ekki við hópinn að sakast, heldur okkur, sem kjósum hann. Valdið er okkar. Við veljum fulltrúa okkar og við veljum forystumenn flokkanna sem við treystum. Ef við vöndum ekki valið, er við okkur að sakast. Á maður ekki að hafa stefnu?Einu sinni kom til mín frambjóðandi, sem var á leið í prófkjör í sveitarstjórn í fyrsta sinn ,og bað mig að líta yfir kynningarbækling sem hann var að búinn að setja upp, áður en hann færi í prentun. Þetta var fínn bæklingur, góð og tilgerðarlaus mynd af frambjóðandanum á forsíðunni, upplýsingar um hann á opnunni, en fyrir neðan nokkur orð um stefnu hans í fjórum eða fimm málaflokkum. Ég spurði hvort þetta væru málaflokkar sem hann þekkti til eða hefði áhuga á. Hann sagði svo ekki vera, "En á maður ekki að hafa stefnu í þessum málum?" spurði hann. Þessi frambjóðandi var vel kynntur og hafði staðið sig vel á meira en einu sviði. Ég sagði honum því, að í hans sporum myndi ég taka fram þá málaflokka sem allir vissu að hann þekkti til en gefa hinum frí þangað til seinna, sem hann gerði. Komst inn, og gekk vel.Frambjóðendur leita í æ ríkari mæli aðstoðar sérfræðinga í markaðsmálum, og það er rökrétt varðandi kynningu, en síður þegar kemur að málefnum flokkanna. Þegar fólk fer með utanaðlærða frasa sem augljóslega eru ekki þeirra hugarsmíð, er kominn tími til að draga í land.Kjósendur sem skila auðu, senda skilaboð til eigin flokks um að hann sé ekki að standa sig, sem getur vel verið verðskuldað, en um leið eru þeir að leggja öðrum flokkum lið. Kjósendur eru í raun arkitektar valdsins þar sem lýðræði ríkir.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun