Gauragangur: fjórar stjörnur 23. mars 2010 00:01 Sveppi, Hallgrímur, Guðjón og Birgitta eru kannski frekar í klíku frá sjöunda áratugnum. Er hann engum líkur?Leikhús **** Gauragangur Eftir Ólaf Hauk SímonarsonLeikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Hljóðmynd: Horbjörn Knudsen. Myndband: Henrik Linnet. Dans og hreyfingar: Margrét Bjarnadóttir. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson.Það var dúndurstuð í Borgarleikhúsinu undir tónum hljómsveitarinnar Ný dönsk á föstudagskvöldið þegar Gauragangur Ólafs Hauks Símonarsonar gekk í endurnýjun lífdaga með nýrri áhöfn á stóra sviðinu.Við fáum að kynnast Ormi Óðinssyni sem Guðjón Davíð Karlsson leikur af miklum móð. Ormur er uppátektarsamur ungur maður, líklega óþolandi ef hann væri ekki um leið svo viðkvæmur og hjartahlýr. Ungmennin í dag þekkja sig máské ekki í þeim skáldakomplexum sem heltaka hann, hjá þeim ríkja kannski fremur draumar er tengjast tækni nútímans en engu að síður er ólgan í brjósti hins unga óharðnaða unglings ávallt hin sama. Sú kynslóð sem nú er komin á miðjan aldur þekkti Orm Óðinsson, bæði úr bókunum og hinni stórgóðu sýningu Þjóðleikhússins með Ingvar Sigurðsson í hlutverkinu.Ormur vinnur með skólanum hjá gömlum fornbókasala sem verður besti vinur hans. Ormur er kjaftfor í skólanum og álítur það heftandi fyrir snilldina að þurfa að vera í skóla. Skáldið verður að þroskast. Kennarinn skilur hann um leið og hann má ekki skilja hann. Skólastjórinn sem rekur hann, skilur hann um leið og hann má ekki skilja hann. Reglur eru reglur. Sá sem alls ekki skilur hann er leikfimiskennarinn sem er erkitýpa leikfimiskennara þess tíma, það er einhvers konar herbúðarstjóri sem þrífst bara á því að pína og láta hlýða sér, þar sem allt gengur út á að hlaupa, svitna, djöflast til þess eins að þjást.Ormur býr á heimili móður sinnar, sem er fráskilin með þrjú börn og á í ástarsambandi við sjómann sem skvettir svolítið í sig. Faðirinn gekk út af heimilinu og náði sér í snobbkerlingu og skildi móðurina eftir eina með börnin þrjú, þar af eina dóttur sem er misþroska. Ormur er í vinahópi sem samanstendur af nokkrum mjög svo meðvituðum krökkum, róttækum og ljóðelskum. Allir í bekknum eru þó ekki þannig heldur eru þar einnig fulltrúar borgaralegra gilda ekki ósvipaðir pótintátum sem við þekkjum úr bönkum allra síðustu missera.Leikhússtjórinn Magnús Geir Þórðarson stillir hér saman strengi sem verða að stórgóðri skemmtun sem einkennist fyrst og fremst af frábærum rytma eða takti þar sem tónlistin drífur leikinn áfram. Jóhann Sigurðarson í hlutverki Gumma leikfimiskennara (sem sumir í salnum þóttust þekkja þ.e. fyrirmyndina) var tryllingslega skemmtilegur. Hann beitir sínum öfluga skrokki af slíkum krafti að undir öskrum og hamagangi var engu líkara en að innyflin ætluðu að þeytast út úr ístrunni sem hann beindi út í loftið í trölladansi engum líkum.Yfirleitt var tímasetning góð þó svo að nokkuð hafi hægt á tempóinu rétt fyrir hlé. Þetta var löng sýning en aldrei langdregin. Það sem er kannski svolítið erfitt að átta sig á er tíminn eða ekki tíminn. Fyrir okkur sem vorum ung á sjöunda og áttunda áratugnum var þetta eins og sýning um þau ungmenni sem þá máluðu bæinn rauðan. Málfarið og skáldaáhuginn er algerlega frá þessum tíma. Kannski er það hreinlega styrkur sýningarinnar að vera ekkert að bögglast með að staðsetja hana í nútímanum. Raunar er heildin heldur ekki tímalega skýr, má segja að einhvers konar tímalaust ævintýr taki völdin á köflum. Sem dæmi um það er heimili Lindu, ríku stúlkunnar sem Ormur verður fyrir því að barna. Þar er það meira ýkt hugmynd um iðjuleysi hinna ríku sem sýnd er. Pétur Einarsson í hlutverki föðurins situr og saumar út eins og Loðvík fjórtándi (eða er fyrirmyndin kannski íslenskur útibússtjóri fyrir norðan?) og móðirin er eins og uppstoppuð brúða annaðhvort með talgalla, þýsk eða dönsk og mest eru þau sýnd bak við þunna slæðu. Er það kannski stórrisinn sem var algerlega ómissandi hér á árum áður á heldri heimilum? Hanna María Karlsdóttir og Pétur Einarsson fara með hlutverk foreldra Lindu sem Valgerður Guðnadóttir leikur og syngur með mikilli útgeislun.Sigrún Edda Björnsdóttir leikur hina umburðarlyndu síreykjandi móður Orms og varpar fram blíðri konu sem ber harm sinn í hljóði. Ágætlega trúverðug, eins er Þröstur Leó Gunnarsson sannarlega trúverðugur í hlutverki Magnúsar sjóara, sem er ábyrgðin uppmáluð í sínu starfi en sísumblandi í landi. Þeim hroka sem Ormur sýnir honum inni á heimilinu verður hann svo að kyngja þegar hann fer út á sjó og mannast undir handleiðslu Magnúsar. Öll atburðarásin er eins og klippt út úr íslenskum veruleika kringum byrjun áttunda áratugarins. Það vottar mjög fyrir kvenfyrirlitningu í samskiptum ungmennanna.Stúlkubarnið Halla er fremur vandræðalega samsett persóna því það er einhvern veginn ómögulegt að staðsetja hana. Birgitta Birgisdóttir fer með hlutverk þessarar duglegu stúlku sem talað er stanslaust um að sé feit en er í raun skinnhoruð þannig að maður velti fyrir sér hvort ekki hefði mátt níðast á einhverjum öðrum þætti því þetta var svo út í hött. Gervi hennar var skrautlegt en passaði ekki við úlpugarminn hans Orms og þá mynd sem búningastjórinn var að varpa fram. Birgitta lék þó hlutverkið vel og er mjög vel talandi.Guðjón Davíð Karlsson lifir sig vel inn í hlutverk Orms og nær ágætum tökum og hreinlega flugi þegar hann er fúll eða fyndinn, það er aftur á móti erfiðara að vera rómantískur og sorgmæddur. Tónlistin var best en það hefði mátt draga aðeins úr einsöngsatriðum sem í yfirvæmninni verða nánast vandræðaleg. Rúnar Freyr Gíslason fer með hlutverk Þórs sem er hægripúkinn í bekknum og flækist hið vandræðalega gervi nokkuð fyrir því að persónan sé trúverðug. Hárkollan gerði hann svo hjákátlegan og ellilegan að hann hefði auðveldlega getað verið kennarinn.Ásta litla er skondin fígúra. Henni ratast oft satt orð á munn þótt hún sé með öðruvísi nálgun en annað fólk. Kristín Þóra Haraldsdóttir fer varfærnislega með hlutverk þessarar viðkvæmu sálar án þess að freistast til þess að yfirdrífa skringilegheitin. Bergur Þór Ingólfsson í hlutverki Arnórs kennara nær undraverðum tökum á kennarakækjum og kemur hógværð og góðmennsku hins stressaða menntaþjóns mjög vel til skila. Örn Ólafsson svíkur ei heldur nokkurn í hlutverki skólastjórans sem var einnig eins og einhver ævintýrafígúra. Jóhanna Vigdís Arnardóttir brá sér í nokkur gervi hvert öðru betra. Hún geislar eins og sólin og söngur hennar er sterkur og fallegur fyrir utan að kynþokki hennar í þessum hlutverkum er slíkur að það brakaði í hverju horni.Gunnfríður, systir Orms, er með kraftadellu og þar af leiðandi alger andstæða Orms en þó eru þau góð systkin og þrátt fyrir smá kýting tjá þau hvort öðru ást sína með samstöðu. Guðrún Bjarnadóttir fer með hlutverk Gunnfríðar og kærastann hennar Knút að norðan leikur Walter Geir Grímsson sem tók sig til og sporðrennti salnum eins og mjólkinni sem hann þambaði í fyrstu heimsókninni hjá tilvonandi tengdafjölskyldu sinni. Hann var eins og skrípamynd af hallærislegasta gæjanum. Mjög fyndinn. Þorsteinn Gunnarsson leikur Hreiðar, vin Orms, gamla trygga góða bóksalann. Þorsteinn er svo sannarlega í uppsveiflu sem come-back leikari og hér verður enginn svikinn af nærveru hans. Gervið, nálgunin og búningar hans voru heillandi.Leikmyndin og myndböndin voru á heildina skemmtileg og hógvær. Stóru dansatriðin voru kraftmikil og þó svo að hugurinn hafi fremur leitað til Ameríku á jafnvel fimmta áratug liðinnar aldar í jólainnkaupa-atriðinu var það bara allt í lagi. Þetta er stórgóð skemmtun þótt það sé kannski svolítið pirrandi hvað tungumálið er stundum stirðbusalegt. Fanný, nýja eiginkona pabbans, birtist okkur á sterílu flottu heimili sínu og lék Vigdís Gunnarsdóttir hana og Ellert A. Ingimundarson lék pabbann. Þau voru saman frábær, stílfærðir ýktir hönnunarplebbar og í þeirra rými nálgaðist leikstjórinn nútímann um leið og þetta hefði alveg eins getað verið kringum 1950.Tónlistin festist eins og líming og er vel flutt.Tíminn skiptir ekki máli, það er bara spurning hvort ungir áhorfendur hafi smekk fyrir eða þol til þess að hlusta og horfa á roskna leikara leika unglinga frá löngu liðnum tíma. Elísabet BrekkanNiðurstaða: Löng en ekki langdregin, dúndursýning en tímalaus. Ætti að falla unglingum í geð á hvaða aldri sem er. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Er hann engum líkur?Leikhús **** Gauragangur Eftir Ólaf Hauk SímonarsonLeikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Hljóðmynd: Horbjörn Knudsen. Myndband: Henrik Linnet. Dans og hreyfingar: Margrét Bjarnadóttir. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson.Það var dúndurstuð í Borgarleikhúsinu undir tónum hljómsveitarinnar Ný dönsk á föstudagskvöldið þegar Gauragangur Ólafs Hauks Símonarsonar gekk í endurnýjun lífdaga með nýrri áhöfn á stóra sviðinu.Við fáum að kynnast Ormi Óðinssyni sem Guðjón Davíð Karlsson leikur af miklum móð. Ormur er uppátektarsamur ungur maður, líklega óþolandi ef hann væri ekki um leið svo viðkvæmur og hjartahlýr. Ungmennin í dag þekkja sig máské ekki í þeim skáldakomplexum sem heltaka hann, hjá þeim ríkja kannski fremur draumar er tengjast tækni nútímans en engu að síður er ólgan í brjósti hins unga óharðnaða unglings ávallt hin sama. Sú kynslóð sem nú er komin á miðjan aldur þekkti Orm Óðinsson, bæði úr bókunum og hinni stórgóðu sýningu Þjóðleikhússins með Ingvar Sigurðsson í hlutverkinu.Ormur vinnur með skólanum hjá gömlum fornbókasala sem verður besti vinur hans. Ormur er kjaftfor í skólanum og álítur það heftandi fyrir snilldina að þurfa að vera í skóla. Skáldið verður að þroskast. Kennarinn skilur hann um leið og hann má ekki skilja hann. Skólastjórinn sem rekur hann, skilur hann um leið og hann má ekki skilja hann. Reglur eru reglur. Sá sem alls ekki skilur hann er leikfimiskennarinn sem er erkitýpa leikfimiskennara þess tíma, það er einhvers konar herbúðarstjóri sem þrífst bara á því að pína og láta hlýða sér, þar sem allt gengur út á að hlaupa, svitna, djöflast til þess eins að þjást.Ormur býr á heimili móður sinnar, sem er fráskilin með þrjú börn og á í ástarsambandi við sjómann sem skvettir svolítið í sig. Faðirinn gekk út af heimilinu og náði sér í snobbkerlingu og skildi móðurina eftir eina með börnin þrjú, þar af eina dóttur sem er misþroska. Ormur er í vinahópi sem samanstendur af nokkrum mjög svo meðvituðum krökkum, róttækum og ljóðelskum. Allir í bekknum eru þó ekki þannig heldur eru þar einnig fulltrúar borgaralegra gilda ekki ósvipaðir pótintátum sem við þekkjum úr bönkum allra síðustu missera.Leikhússtjórinn Magnús Geir Þórðarson stillir hér saman strengi sem verða að stórgóðri skemmtun sem einkennist fyrst og fremst af frábærum rytma eða takti þar sem tónlistin drífur leikinn áfram. Jóhann Sigurðarson í hlutverki Gumma leikfimiskennara (sem sumir í salnum þóttust þekkja þ.e. fyrirmyndina) var tryllingslega skemmtilegur. Hann beitir sínum öfluga skrokki af slíkum krafti að undir öskrum og hamagangi var engu líkara en að innyflin ætluðu að þeytast út úr ístrunni sem hann beindi út í loftið í trölladansi engum líkum.Yfirleitt var tímasetning góð þó svo að nokkuð hafi hægt á tempóinu rétt fyrir hlé. Þetta var löng sýning en aldrei langdregin. Það sem er kannski svolítið erfitt að átta sig á er tíminn eða ekki tíminn. Fyrir okkur sem vorum ung á sjöunda og áttunda áratugnum var þetta eins og sýning um þau ungmenni sem þá máluðu bæinn rauðan. Málfarið og skáldaáhuginn er algerlega frá þessum tíma. Kannski er það hreinlega styrkur sýningarinnar að vera ekkert að bögglast með að staðsetja hana í nútímanum. Raunar er heildin heldur ekki tímalega skýr, má segja að einhvers konar tímalaust ævintýr taki völdin á köflum. Sem dæmi um það er heimili Lindu, ríku stúlkunnar sem Ormur verður fyrir því að barna. Þar er það meira ýkt hugmynd um iðjuleysi hinna ríku sem sýnd er. Pétur Einarsson í hlutverki föðurins situr og saumar út eins og Loðvík fjórtándi (eða er fyrirmyndin kannski íslenskur útibússtjóri fyrir norðan?) og móðirin er eins og uppstoppuð brúða annaðhvort með talgalla, þýsk eða dönsk og mest eru þau sýnd bak við þunna slæðu. Er það kannski stórrisinn sem var algerlega ómissandi hér á árum áður á heldri heimilum? Hanna María Karlsdóttir og Pétur Einarsson fara með hlutverk foreldra Lindu sem Valgerður Guðnadóttir leikur og syngur með mikilli útgeislun.Sigrún Edda Björnsdóttir leikur hina umburðarlyndu síreykjandi móður Orms og varpar fram blíðri konu sem ber harm sinn í hljóði. Ágætlega trúverðug, eins er Þröstur Leó Gunnarsson sannarlega trúverðugur í hlutverki Magnúsar sjóara, sem er ábyrgðin uppmáluð í sínu starfi en sísumblandi í landi. Þeim hroka sem Ormur sýnir honum inni á heimilinu verður hann svo að kyngja þegar hann fer út á sjó og mannast undir handleiðslu Magnúsar. Öll atburðarásin er eins og klippt út úr íslenskum veruleika kringum byrjun áttunda áratugarins. Það vottar mjög fyrir kvenfyrirlitningu í samskiptum ungmennanna.Stúlkubarnið Halla er fremur vandræðalega samsett persóna því það er einhvern veginn ómögulegt að staðsetja hana. Birgitta Birgisdóttir fer með hlutverk þessarar duglegu stúlku sem talað er stanslaust um að sé feit en er í raun skinnhoruð þannig að maður velti fyrir sér hvort ekki hefði mátt níðast á einhverjum öðrum þætti því þetta var svo út í hött. Gervi hennar var skrautlegt en passaði ekki við úlpugarminn hans Orms og þá mynd sem búningastjórinn var að varpa fram. Birgitta lék þó hlutverkið vel og er mjög vel talandi.Guðjón Davíð Karlsson lifir sig vel inn í hlutverk Orms og nær ágætum tökum og hreinlega flugi þegar hann er fúll eða fyndinn, það er aftur á móti erfiðara að vera rómantískur og sorgmæddur. Tónlistin var best en það hefði mátt draga aðeins úr einsöngsatriðum sem í yfirvæmninni verða nánast vandræðaleg. Rúnar Freyr Gíslason fer með hlutverk Þórs sem er hægripúkinn í bekknum og flækist hið vandræðalega gervi nokkuð fyrir því að persónan sé trúverðug. Hárkollan gerði hann svo hjákátlegan og ellilegan að hann hefði auðveldlega getað verið kennarinn.Ásta litla er skondin fígúra. Henni ratast oft satt orð á munn þótt hún sé með öðruvísi nálgun en annað fólk. Kristín Þóra Haraldsdóttir fer varfærnislega með hlutverk þessarar viðkvæmu sálar án þess að freistast til þess að yfirdrífa skringilegheitin. Bergur Þór Ingólfsson í hlutverki Arnórs kennara nær undraverðum tökum á kennarakækjum og kemur hógværð og góðmennsku hins stressaða menntaþjóns mjög vel til skila. Örn Ólafsson svíkur ei heldur nokkurn í hlutverki skólastjórans sem var einnig eins og einhver ævintýrafígúra. Jóhanna Vigdís Arnardóttir brá sér í nokkur gervi hvert öðru betra. Hún geislar eins og sólin og söngur hennar er sterkur og fallegur fyrir utan að kynþokki hennar í þessum hlutverkum er slíkur að það brakaði í hverju horni.Gunnfríður, systir Orms, er með kraftadellu og þar af leiðandi alger andstæða Orms en þó eru þau góð systkin og þrátt fyrir smá kýting tjá þau hvort öðru ást sína með samstöðu. Guðrún Bjarnadóttir fer með hlutverk Gunnfríðar og kærastann hennar Knút að norðan leikur Walter Geir Grímsson sem tók sig til og sporðrennti salnum eins og mjólkinni sem hann þambaði í fyrstu heimsókninni hjá tilvonandi tengdafjölskyldu sinni. Hann var eins og skrípamynd af hallærislegasta gæjanum. Mjög fyndinn. Þorsteinn Gunnarsson leikur Hreiðar, vin Orms, gamla trygga góða bóksalann. Þorsteinn er svo sannarlega í uppsveiflu sem come-back leikari og hér verður enginn svikinn af nærveru hans. Gervið, nálgunin og búningar hans voru heillandi.Leikmyndin og myndböndin voru á heildina skemmtileg og hógvær. Stóru dansatriðin voru kraftmikil og þó svo að hugurinn hafi fremur leitað til Ameríku á jafnvel fimmta áratug liðinnar aldar í jólainnkaupa-atriðinu var það bara allt í lagi. Þetta er stórgóð skemmtun þótt það sé kannski svolítið pirrandi hvað tungumálið er stundum stirðbusalegt. Fanný, nýja eiginkona pabbans, birtist okkur á sterílu flottu heimili sínu og lék Vigdís Gunnarsdóttir hana og Ellert A. Ingimundarson lék pabbann. Þau voru saman frábær, stílfærðir ýktir hönnunarplebbar og í þeirra rými nálgaðist leikstjórinn nútímann um leið og þetta hefði alveg eins getað verið kringum 1950.Tónlistin festist eins og líming og er vel flutt.Tíminn skiptir ekki máli, það er bara spurning hvort ungir áhorfendur hafi smekk fyrir eða þol til þess að hlusta og horfa á roskna leikara leika unglinga frá löngu liðnum tíma. Elísabet BrekkanNiðurstaða: Löng en ekki langdregin, dúndursýning en tímalaus. Ætti að falla unglingum í geð á hvaða aldri sem er.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira