Vettel: Gæti ekki verið í betri stöðu 13. nóvember 2010 21:24 mynd: Getty Images Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir titilslag fjögurra ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Hann stefnir á sigur og að verða yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Vettel varð aðeins 31/1000 á undan Lewis Hamilton. Vettel er fremstur, Hamilton við hlið hans, þá Fernado Alonso, Jenson Button og Mark Webber er fimmti, þannig að 4 af 5 ökumönnunum eru í fyrstu fimm sætunum eru í titilslagnum af 24 á ráslínunni. Vettel verður að ná fyrsta eða öðru sæti í mótinu til að verða meistari. "Ég gæti ekki verið í betri stöðu. Tímatakan var erfið og við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Hitastigið lækkaði síðdegis og þetta leit ekki nógu vel út eftir æfingar á föstudag. En við tókum framfaraskref sem skilaði fremsta stað á ráslínu", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna í dag. "Þetta var harður slagur, sérstaklega við Hamilton og þetta gekk vel í dag hjá liðinu. Þetta var naumt, en ég hlakka til kappakstursins og við sjáum hvað gerist." Vettel hefur 10 sinnum náð besta tíma í tímatökuma árinu og jafnar árangur þekktra kappa, þeirra Ayrton Senna, Michael Schumacher, Nigel Mansell, Mika Hakkinen, Damon Hill, Jacques Villeneuve og Alain Prost hvað þetta atriði varðar. "Þeir eru allir þarna með tölu og ég er ekki á toppnum og þarf að bæta úr því á næsta ári með liðinu.... En okkur hefur gengið afar vel í tímatökum og bíllinn hefur alltaf verið samkeppnisfær. Það sýnir árangurinn í tímatökum", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi verður i opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30 á sunndag í opinni dagskrá. Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir titilslag fjögurra ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Hann stefnir á sigur og að verða yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Vettel varð aðeins 31/1000 á undan Lewis Hamilton. Vettel er fremstur, Hamilton við hlið hans, þá Fernado Alonso, Jenson Button og Mark Webber er fimmti, þannig að 4 af 5 ökumönnunum eru í fyrstu fimm sætunum eru í titilslagnum af 24 á ráslínunni. Vettel verður að ná fyrsta eða öðru sæti í mótinu til að verða meistari. "Ég gæti ekki verið í betri stöðu. Tímatakan var erfið og við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Hitastigið lækkaði síðdegis og þetta leit ekki nógu vel út eftir æfingar á föstudag. En við tókum framfaraskref sem skilaði fremsta stað á ráslínu", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna í dag. "Þetta var harður slagur, sérstaklega við Hamilton og þetta gekk vel í dag hjá liðinu. Þetta var naumt, en ég hlakka til kappakstursins og við sjáum hvað gerist." Vettel hefur 10 sinnum náð besta tíma í tímatökuma árinu og jafnar árangur þekktra kappa, þeirra Ayrton Senna, Michael Schumacher, Nigel Mansell, Mika Hakkinen, Damon Hill, Jacques Villeneuve og Alain Prost hvað þetta atriði varðar. "Þeir eru allir þarna með tölu og ég er ekki á toppnum og þarf að bæta úr því á næsta ári með liðinu.... En okkur hefur gengið afar vel í tímatökum og bíllinn hefur alltaf verið samkeppnisfær. Það sýnir árangurinn í tímatökum", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi verður i opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30 á sunndag í opinni dagskrá.
Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti