Brokkgengur pólitískur þriller Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 12. nóvember 2010 07:00 Óttar kann margt fyrir sér í skáldsagnagerð þegar hann leggur sig mest fram. Bækur ** Áttablaðarósin Óttar Martin Norðfjörð Sögur útgáfa Það er engin leið að átta sig til fulls á Óttari Martin Norðfjörð. Í aðra röndina er hann róttækur bókmenntalegur prakkari sem sendir frá sér framúrstefnuljóð og tekur að sér að flengja fúskara í fræðaheiminum með bókmenntalegum gjörningum. Á hinn bóginn er hann svo krimmahöfundur sem þræðir af meiri trúnaði og nákvæmni formúlur alþjóðlegra flugvallametsölubóka en flestir kollegar hans meðal íslenskra og norrænna glæpasagnahöfunda. Nýjasta bók Óttars, Áttablaðarósin, er dæmi um hið síðastnefnda: pólitískur tryllir þar sem átök um íslenskar orkuauðlindir, alþjóðleg og þjóðleg táknfræði og leyndarmál úr fortíð íslenskrar fjölskyldu vefast saman í umfangsmikilli og oft ágætlega spunninni glæpafléttu. Hér koma við sögur íslenskir auðjöfrar, vændiskonur, alþjóðlegir fjárfestar og yfirvöld erlends ríkis sem hyggjast hefja sókn til heimsyfirráða á Íslandi. Fléttan snýst um sölu á orkufyfirtækjum og tengist þannig einu af heitustu deilumálum samtímans. Sagan er gagnrýnin og Óttar óhræddur við að beina spjótum sínum jafnt að viðskiptaheiminum og ríkisstjórnum stórvelda. En það vantar herslumuninn og alltof víða hefur verið kastað til höndunum. Smávægilegt ósamræmi í hegðun persóna eins og þegar þær tala fjálglega um hvers vegna þær séu grænmetisætur en fara svo á Bæjarins bestu daginn eftir er ekki alvarlegur feill og aðallega fyndinn, en því miður eru aðrir og verri gallar á sögunni. Megingallinn við söguna er sá að sögumaður hennar er óheiðarlegur og hikar ekki við að afvegaleiða lesandann. Þetta gerir hann meðal annars með því að lýsa hugsunum persóna sem hafa það eina markmið að blekkja lesandann og reynast síðar ekki standast í heildarsamhengi sögunnar. Sögumaðurinn stendur þannig með skúrkunum en ekki með lesandanum eða þeim sem reyna að upplýsa glæpina sem framdir eru í sögunni. Áttablaðarósin hefur á hinn bóginn líka nokkra fína kosti til að bera. Margar af persónulýsingum sögunnar eru vel gerðar og ná að verða dýpri og flóknari en stundum brennur við í íslenskum glæpasögum. Í miðju sögunnar er fjölskylda, einstæða móðirin Áróra og synir hennar tveir. Lýsingin á lífi Áróru og eldri sonar hennar er það sem stendur upp úr í sögunni og sýnir að Óttar kann margt fyrir sér í skáldsagnagerð þegar hann leggur sig mest fram. Ótta persónanna við ofbeldi og harmi þeirra yfir missi ástvina er lýst á sannfærandi hátt og á köflum nær sagan að hreyfa verulega við lesandanum. Niðurstaða: Í Áttablaðarósinni er ágætur efniviður og margt er þar vel gert en heildarmyndin líður fyrir gallaða frásagnartækni og sögumann sem svindlar á lesendum sínum. Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur ** Áttablaðarósin Óttar Martin Norðfjörð Sögur útgáfa Það er engin leið að átta sig til fulls á Óttari Martin Norðfjörð. Í aðra röndina er hann róttækur bókmenntalegur prakkari sem sendir frá sér framúrstefnuljóð og tekur að sér að flengja fúskara í fræðaheiminum með bókmenntalegum gjörningum. Á hinn bóginn er hann svo krimmahöfundur sem þræðir af meiri trúnaði og nákvæmni formúlur alþjóðlegra flugvallametsölubóka en flestir kollegar hans meðal íslenskra og norrænna glæpasagnahöfunda. Nýjasta bók Óttars, Áttablaðarósin, er dæmi um hið síðastnefnda: pólitískur tryllir þar sem átök um íslenskar orkuauðlindir, alþjóðleg og þjóðleg táknfræði og leyndarmál úr fortíð íslenskrar fjölskyldu vefast saman í umfangsmikilli og oft ágætlega spunninni glæpafléttu. Hér koma við sögur íslenskir auðjöfrar, vændiskonur, alþjóðlegir fjárfestar og yfirvöld erlends ríkis sem hyggjast hefja sókn til heimsyfirráða á Íslandi. Fléttan snýst um sölu á orkufyfirtækjum og tengist þannig einu af heitustu deilumálum samtímans. Sagan er gagnrýnin og Óttar óhræddur við að beina spjótum sínum jafnt að viðskiptaheiminum og ríkisstjórnum stórvelda. En það vantar herslumuninn og alltof víða hefur verið kastað til höndunum. Smávægilegt ósamræmi í hegðun persóna eins og þegar þær tala fjálglega um hvers vegna þær séu grænmetisætur en fara svo á Bæjarins bestu daginn eftir er ekki alvarlegur feill og aðallega fyndinn, en því miður eru aðrir og verri gallar á sögunni. Megingallinn við söguna er sá að sögumaður hennar er óheiðarlegur og hikar ekki við að afvegaleiða lesandann. Þetta gerir hann meðal annars með því að lýsa hugsunum persóna sem hafa það eina markmið að blekkja lesandann og reynast síðar ekki standast í heildarsamhengi sögunnar. Sögumaðurinn stendur þannig með skúrkunum en ekki með lesandanum eða þeim sem reyna að upplýsa glæpina sem framdir eru í sögunni. Áttablaðarósin hefur á hinn bóginn líka nokkra fína kosti til að bera. Margar af persónulýsingum sögunnar eru vel gerðar og ná að verða dýpri og flóknari en stundum brennur við í íslenskum glæpasögum. Í miðju sögunnar er fjölskylda, einstæða móðirin Áróra og synir hennar tveir. Lýsingin á lífi Áróru og eldri sonar hennar er það sem stendur upp úr í sögunni og sýnir að Óttar kann margt fyrir sér í skáldsagnagerð þegar hann leggur sig mest fram. Ótta persónanna við ofbeldi og harmi þeirra yfir missi ástvina er lýst á sannfærandi hátt og á köflum nær sagan að hreyfa verulega við lesandanum. Niðurstaða: Í Áttablaðarósinni er ágætur efniviður og margt er þar vel gert en heildarmyndin líður fyrir gallaða frásagnartækni og sögumann sem svindlar á lesendum sínum.
Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira