Tónlist

Vinsælustu hljómsveitir landsins skemmta

Engu er til sparað við að gera keppnina sem glæsilegasta og eftir að henni lýkur að kvöldi 10. apríl verður blásið til heljarinnar dansleik. Dikta, Bloodgroup, Sykur, Erpur & Atli og Bermuda muna leika á balli eftir keppnina og þar má búast við stjórnlausri stemningu. Á síðasta ári voru 1.500 framhaldsskólanemendur sem skemmtu sér á dansleik eftir keppnina en aðstandendur keppninnar búast við að nokkur aukning verði í ár og að 2.000 manns muni koma saman í Íþróttahöll Akureyrar, sem yrði þá stærsta framhaldsskólaball ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×