Sakna íslensku hlýjunnar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. desember 2010 06:00 Fólk sem hefur nóg að gera þarf ekki að vera að hugsa um gang mála í fjarlægum löndum enda er búið er að hólfa heiminn niður svo allir geti nú nælt sér fyrirhafnarlítið í viðtekna heimsmynd til að hafa í kollinum. Þar er búið að flokka löndin í fátæk og rík lönd, þróuð og vanþróuð, heit og köld, opin og lokuð og svo fram eftir götunum. En stundum er upplifun manna algjörlega á skjön við þessa niðurhólfuðu veröld. Andalúsía hefur verið sett í hólf með heitum löndum. Það er ekkert athugavert við það nema að það er alveg á skjön við upplifun mína. Þannig er mál með vexti að húsin hér virðast flest hafa verið reist á sjóðheitum sumardegi þegar veturinn var svo fjarri að það gleymdist að gera ráð fyrir honum. Þess vegna er allsstaðar kalt á veturna nema kannski úti á götu um miðjan dag ef sól skín í heiði. Meðan ég skelf undir heilli teppahrúgu eða þegar ég slysast til að tippla berfættur á ísköldu marmaragólfinu leitar hugurinn heim til Íslands. Manni verður nefnilega aldrei kalt á íslenskri grundu nema ef vera skyldi að maður sé kvenmannslaus og ófullur á útihátíð. Í þessum andalúsíska kulda hugsa ég því oft um þann lúxus að vakna í funhita á ísköldum vetrarmorgni og með gluggan opinn upp á gátt. Ég hugsa líka með söknuði um alla heitu pottana, gufuböðin, hlýju líkamsræktarstöðina og íþróttahúsin þar sem ég lék knattspyrnu. Hér er meira að segja kalt í ræktinni og gufubaðið er rétt eins og hlýtt votviðri. Maður venst því svo sem ágætlega að vera alltaf hálf napurt. Ég á hinsvegar erfiðar með að venjast því að fólk stendur almennt í þeirri trú að ég megi nú aldeilis prísa mig sælan yfir því að vera hérna í "hlýja" landinu en ekki í heimalandi mínu á norðurhjara núna um hávetur. Og oftast er ég segi hvaðan ég kem gellur í fólki "ó, hvílíkur kuldi" rétt eins og því verði kalt við að heyra Ísland nefnt á nafn. Áður sagði ég oft frá íslensku hlýjunni en flestir urðu fyrir vonbrigðum líkt og þeir hefðu verið að bíða eftir ísbjarnasögu. Það er kannski ekkert sniðugt að vera að skemma þessa klipptu og skornu heimsmynd? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fólk sem hefur nóg að gera þarf ekki að vera að hugsa um gang mála í fjarlægum löndum enda er búið er að hólfa heiminn niður svo allir geti nú nælt sér fyrirhafnarlítið í viðtekna heimsmynd til að hafa í kollinum. Þar er búið að flokka löndin í fátæk og rík lönd, þróuð og vanþróuð, heit og köld, opin og lokuð og svo fram eftir götunum. En stundum er upplifun manna algjörlega á skjön við þessa niðurhólfuðu veröld. Andalúsía hefur verið sett í hólf með heitum löndum. Það er ekkert athugavert við það nema að það er alveg á skjön við upplifun mína. Þannig er mál með vexti að húsin hér virðast flest hafa verið reist á sjóðheitum sumardegi þegar veturinn var svo fjarri að það gleymdist að gera ráð fyrir honum. Þess vegna er allsstaðar kalt á veturna nema kannski úti á götu um miðjan dag ef sól skín í heiði. Meðan ég skelf undir heilli teppahrúgu eða þegar ég slysast til að tippla berfættur á ísköldu marmaragólfinu leitar hugurinn heim til Íslands. Manni verður nefnilega aldrei kalt á íslenskri grundu nema ef vera skyldi að maður sé kvenmannslaus og ófullur á útihátíð. Í þessum andalúsíska kulda hugsa ég því oft um þann lúxus að vakna í funhita á ísköldum vetrarmorgni og með gluggan opinn upp á gátt. Ég hugsa líka með söknuði um alla heitu pottana, gufuböðin, hlýju líkamsræktarstöðina og íþróttahúsin þar sem ég lék knattspyrnu. Hér er meira að segja kalt í ræktinni og gufubaðið er rétt eins og hlýtt votviðri. Maður venst því svo sem ágætlega að vera alltaf hálf napurt. Ég á hinsvegar erfiðar með að venjast því að fólk stendur almennt í þeirri trú að ég megi nú aldeilis prísa mig sælan yfir því að vera hérna í "hlýja" landinu en ekki í heimalandi mínu á norðurhjara núna um hávetur. Og oftast er ég segi hvaðan ég kem gellur í fólki "ó, hvílíkur kuldi" rétt eins og því verði kalt við að heyra Ísland nefnt á nafn. Áður sagði ég oft frá íslensku hlýjunni en flestir urðu fyrir vonbrigðum líkt og þeir hefðu verið að bíða eftir ísbjarnasögu. Það er kannski ekkert sniðugt að vera að skemma þessa klipptu og skornu heimsmynd?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun