Flott frumraun Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 16:00 Undraland með Valdimar. Tónlist /*** Undraland Valdimar Hljómsveitin Valdimar bætist í hóp þeirra íslensku hljómsveita sem spila lágstemmda tónlist með reggí/djass-ívafi. Þar eru auðvitað fremstir í flokki Hjálmar, ein besta hljómsveit Íslands. Helsta áskorunin hjá Valdimar var því að skapa sér sinn sjálfstæða tón, falla ekki í þá gryfju að apa upp tuggurnar sem Hjálmar hafa tuggið. Valdimar virðist hafi tekist ætlunarverkið að mestu leyti. Vissulega má finna inni á milli lagasmíðar sem svipa óneitanlega til Hjálma. En það er fyrirgefanlegt á fyrstu plötu. Inni á milli eru hins vegar frábær lög sem verðskulda mikið lof. Nægir þar að nefna Hverjum degi nægir sín þjáning og svo Yfirgefinn, þétt og flott lag með glæsilegri bassalínu. Aðallagahöfundar sveitarinnar, þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson, eru nokkuð lunknir við að smíða skemmtilegar laglínur og rödd Valdimars er ákaflega þægileg en um leið kraftmikil. Allur tónlistarflutningur er til fyrirmyndar og þegar á heildina er litið geta Valdimars-liðar verið nokkuð stoltir af þessari frumraun sinni. Niðurstaða: Flott frumraun hjá hljómsveitinni Valdimar sem lætur vonandi meira að sér kveða í nánustu framtíð. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist /*** Undraland Valdimar Hljómsveitin Valdimar bætist í hóp þeirra íslensku hljómsveita sem spila lágstemmda tónlist með reggí/djass-ívafi. Þar eru auðvitað fremstir í flokki Hjálmar, ein besta hljómsveit Íslands. Helsta áskorunin hjá Valdimar var því að skapa sér sinn sjálfstæða tón, falla ekki í þá gryfju að apa upp tuggurnar sem Hjálmar hafa tuggið. Valdimar virðist hafi tekist ætlunarverkið að mestu leyti. Vissulega má finna inni á milli lagasmíðar sem svipa óneitanlega til Hjálma. En það er fyrirgefanlegt á fyrstu plötu. Inni á milli eru hins vegar frábær lög sem verðskulda mikið lof. Nægir þar að nefna Hverjum degi nægir sín þjáning og svo Yfirgefinn, þétt og flott lag með glæsilegri bassalínu. Aðallagahöfundar sveitarinnar, þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson, eru nokkuð lunknir við að smíða skemmtilegar laglínur og rödd Valdimars er ákaflega þægileg en um leið kraftmikil. Allur tónlistarflutningur er til fyrirmyndar og þegar á heildina er litið geta Valdimars-liðar verið nokkuð stoltir af þessari frumraun sinni. Niðurstaða: Flott frumraun hjá hljómsveitinni Valdimar sem lætur vonandi meira að sér kveða í nánustu framtíð.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira