Hvar á þá að skera niður? Ólafur Stephensen skrifar 30. október 2010 06:15 Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra og Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, hafa bæði lýst því yfir á síðustu dögum að áformin um niðurskurð á sjúkrahúsum á landsbyggðinni verði endurskoðuð og minna skorið niður en lagt var upp með. Oddný sagði í Fréttablaðinu í gær að þverpólitísk sátt væri um að endurskoða sparnaðaráformin. Ekki væri hins vegar hægt að lofa því að ekkert yrði skorið niður, því að útgjöld ríkisins verði að vera í samræmi við tekjurnar. Guðbjartur Hannesson sagði í Ríkisútvarpinu að hann vildi ekki skera jafnmikið niður á sjúkrahúsinu á Ísafirði og áformað hefði verið. Hann vildi sömuleiðis endurskoða áformin um niðurskurð á öðrum stöðum. Viðbrögð stjórnmálamannanna við mótmælum gegn niðurskurðaráformum í heilbrigðiskerfinu eru væntanlega af tvennum toga. Annars vegar er fólk hrætt um atkvæðin sín eins og gengur og vill ekki þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir. Hins vegar hafa verið færð fram málefnaleg mótrök, til dæmis skýrslan sem unnin var fyrir Vestfirðinga og inniheldur þá rökstuddu gagnrýni að verulegur kostnaður geti orðið til annars staðar í heilbrigðiskerfinu, verði af niðurskurðaráformum á Ísafirði. Vonandi verður niðurstaða þessa máls fremur byggð á því að þingmenn taki mark á skynsamlegum rökum en að þeir séu bara mjúkir í hnjáliðunum og hræddir. En gangi niðurskurðurinn að einhverju leyti til baka er ekki þar með sagt að heimamenn í sjúkrahússbæjunum geti bara fagnað sigri og stjórnmálamennirnir varpað öndinni léttar yfir að þurfa ekki að taka óvinsælar ákvarðanir. Eins og Oddný Harðardóttir bendir á, verða útgjöld ríkisins nefnilega að passa við tekjurnar. Ef minna verður skorið á sjúkrahúsunum, þarf að skera meira niður einhvers staðar annars staðar. Ef fólk heldur vinnunni á sjúkrahúsinu á Ísafirði munu aðrir ríkisstarfsmenn væntanlega missa vinnuna annars staðar. Guðbjartur Hannesson nefndi aðspurður í RÚV að hugsanlegt væri að ná fram sparnaði í staðinn í öldrunarmálum og niðurgreiðslu lyfja. Ekki verður sá niðurskurður heldur óumdeildur, en kannski verða hagsmunirnir sem vegið verður að heldur ekki eins skýrir og staðbundnir og þess vegna ekki eins auðvelt að skipuleggja mótmæli sem stjórnmálamenn verða hræddir við. Forðist menn erfiða ákvörðun í þessu tiltekna máli búa þeir til erfiðar ákvarðanir í öðrum málum. Stjórnmálamennirnir verða að geta staðið í lappirnar og þorað að taka slíkar ákvarðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun
Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra og Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, hafa bæði lýst því yfir á síðustu dögum að áformin um niðurskurð á sjúkrahúsum á landsbyggðinni verði endurskoðuð og minna skorið niður en lagt var upp með. Oddný sagði í Fréttablaðinu í gær að þverpólitísk sátt væri um að endurskoða sparnaðaráformin. Ekki væri hins vegar hægt að lofa því að ekkert yrði skorið niður, því að útgjöld ríkisins verði að vera í samræmi við tekjurnar. Guðbjartur Hannesson sagði í Ríkisútvarpinu að hann vildi ekki skera jafnmikið niður á sjúkrahúsinu á Ísafirði og áformað hefði verið. Hann vildi sömuleiðis endurskoða áformin um niðurskurð á öðrum stöðum. Viðbrögð stjórnmálamannanna við mótmælum gegn niðurskurðaráformum í heilbrigðiskerfinu eru væntanlega af tvennum toga. Annars vegar er fólk hrætt um atkvæðin sín eins og gengur og vill ekki þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir. Hins vegar hafa verið færð fram málefnaleg mótrök, til dæmis skýrslan sem unnin var fyrir Vestfirðinga og inniheldur þá rökstuddu gagnrýni að verulegur kostnaður geti orðið til annars staðar í heilbrigðiskerfinu, verði af niðurskurðaráformum á Ísafirði. Vonandi verður niðurstaða þessa máls fremur byggð á því að þingmenn taki mark á skynsamlegum rökum en að þeir séu bara mjúkir í hnjáliðunum og hræddir. En gangi niðurskurðurinn að einhverju leyti til baka er ekki þar með sagt að heimamenn í sjúkrahússbæjunum geti bara fagnað sigri og stjórnmálamennirnir varpað öndinni léttar yfir að þurfa ekki að taka óvinsælar ákvarðanir. Eins og Oddný Harðardóttir bendir á, verða útgjöld ríkisins nefnilega að passa við tekjurnar. Ef minna verður skorið á sjúkrahúsunum, þarf að skera meira niður einhvers staðar annars staðar. Ef fólk heldur vinnunni á sjúkrahúsinu á Ísafirði munu aðrir ríkisstarfsmenn væntanlega missa vinnuna annars staðar. Guðbjartur Hannesson nefndi aðspurður í RÚV að hugsanlegt væri að ná fram sparnaði í staðinn í öldrunarmálum og niðurgreiðslu lyfja. Ekki verður sá niðurskurður heldur óumdeildur, en kannski verða hagsmunirnir sem vegið verður að heldur ekki eins skýrir og staðbundnir og þess vegna ekki eins auðvelt að skipuleggja mótmæli sem stjórnmálamenn verða hræddir við. Forðist menn erfiða ákvörðun í þessu tiltekna máli búa þeir til erfiðar ákvarðanir í öðrum málum. Stjórnmálamennirnir verða að geta staðið í lappirnar og þorað að taka slíkar ákvarðanir.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun